Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1948, Blaðsíða 13
LESBOK morgunblaðsins 80 % Pilsið var missítt með klaufum aö neðan. Það var eins og stúlkan hefði staðið undir helliskúr, og vatnið streymdi úr fötunum hennar. Fyrir ofan stúlkuna og lítið eitt ti'. hægri var ljómandi engilshöfuð. Vang inn var mjúkur eins og á barni, kinnin ávÖl, og nefið beint. Svipurinn bjartur og hreinn. Og yfir höfðinu lá geisla- baugur, sem Lreiddist út eins og blæ- vængur. Lengra til hægri og ofar sá jeg stórt andlit af miðaldra manni með yfir- skegg. Djúp rósemi og íhygli hvíldi yfir svipnúm, rósemi bóndans, sem horfir yfir landið, sem hann hefur ræktað og sjer grasið gróa undan höndum sjer. En alveg uppá brúninni og enn til hægri stóð þyrping af mönnum í ó- brotnum kuflum. Alþýðumenn, munk- ar, postular? Þeir gátu vel verið allt þetta. Uppi í brúninni vinstra megin við hamraklaufina, sást á vangann á öldr- uðum manni með strýtumyndað höku- skegg. Stundum glotti hann, stundum var hann alvarlegur á svip, eftir því hvernig jeg færði mig til. Maður, sem grúskar í bókum. Ef til vill biskup. Við hlið hans var röð af andlitum. Andlit grúskara eða lærðra manna. Kvöldið var áliðið. Jeg reif mig upp úr draumórunum. Jú, bláminn var hjer þó jeg sæi hann ekki. Jeg fann hann. Jeg labbaði kringum tjörnina og klifraði upp slakkann undir hömrun- um, inst inni í byrginu. Þegar jeg var komin upp að skriðunni settist jeg niður. Nú sá jeg yfir allt byrgið. Jeg sá skeifuna með skógi og lyngi, og hóftunguna á miðju byrginu. Jeg lok- aði augunum snöggvast og opnaði þau svo aftur. Jú, jeg var stödd í Ásbyrgi. í heimi ævintýranna, í heimi álfanna, í heimi draumanna. Mjer fannst jeg heyra undarlega óma berast út úr berginu. Æ, það var víst vatn, sem seitlaði. Jeg leit aftur yfir byrgið og sá að yfir því öllu hvíldi nú bláa móða SPÁMAÐURINN í RANGOON Evrma liefur nýlega fengið sfúlfstcsöi. Þaö er einker.nilegt land — land töfra og hjátrúar káleitustu guösdýrkunar, fornrar menn - ingar, fáfrœði, auölegðar og sárustu játœktar. Hjer er lítiö brot úr feröasögu ftaöan. HANN átti heima í klaustri utan við borgina. Hann var Yahanda, það er að segja, mjög lieilagur maður. Pílagrím ar frá öllum löndum Asíu komu þang að til að fræðast af honum um leynd- ardóminn við Ne’ban. Jeg fór á fund hans. —-------- Jeg lagði á stað snemma morguns meðan enn var svalt í lofti. En þó var örsmátt ryk þegar farið að þyrlast upp undan ökutækjum og það glóði á hina innfæddu menn af svita. Jeg fór fran hjá timburhlöðum. Þar voru fílar að vinnu við að draga timburstokkana sundur og á milli þess veifuðu þeir rönunum og drundu. Á veginum var fult af „poongies" í gulum kyrtlum; þeir voru á leið til borgarinnar að biðja ölmusu. Klaustrið var umkringt lundum af palmyra-trjám, tamarinda og mangan. í gegn um lauf þeirra sk&tust sólar- geislarnir niður á dálitla tjörn og í henni speglaðist klaustrið eins og Æg- ishöll. Páfagaukar flugu milli trjánna og skröfuðu saman á sína vísu. Nokkr ir hundar lágu og móktu fyrir utan klausturhliðið. Þegar jeg kom inn í garðinn heyrði jeg fótatak margra manna og manna- mál. Út um aðaldyr klaustursins kom hópur unglinga. Allir voru þeir í gul- um kyrtlum. Þetta voru „shins" eða álfasveimsins, draumanna, og von- anna. Þorbjörg Árnadóttir frá Skútustöðum. * læiisveinar í klaustrinu og þeir voru að þylja lexíur sínar. Á veröndinni tók „poongy“ nokkur brosandi á móti mjer. Hann skildi ekki orð í ensku, svo að hann kallaði á einn lærisveininn til þess að sækja túlk. Lærisveinninn sótti syfjaðan „saya“, eða prest, og hann fylgdi mjer inn 1 garð að húsabaki. Þar sat Yahanda undir mangotrj? með krosslagða fætur og hendurnar á brjóstinu, alveg eins og sagt er að Buddha hafi setið undir hinu heilaga Bo-trje fyrir 23 öldum. Kyrtill hans var úr safran og silki og til hliðar við hann var stór blævængur. Hann var gamall, jeg get ekki giskað á hve gam all, en þó var hörundið á öxl hans og brjósti mjúkt og glansandi eins og gljáfægður rósaviður. En ándlit hans var eins og fornt pergament, ritað óskiljanlegum rúnum. Ennið var hátt og augun stór og björt. í návist hatts fann jeg til friðar og rósemi, líkt og pílagrímur, sem kominn er á áfanga- , - stað. ■ inÍTaioa Hann ávarpaði mig með þessari Jfí.D t - kveðju: „Megi hinar þrjár ógæfur , hoo fr r-.Ki vikja fra þjer, hinar fjorar refsingap, hinir fimm óvinir og ailar óheiliir". .•'it Páfagaukarnir flögiuðu í trjánum yfir okkur og skordýr suðuðu. Það var i . noii eins og svala legði af jorðinni og sy gf- andi ilm af mangotrjánum. „Það er ekki oft að hvítir nyenn heimsækja mig,“ sagði hann blátt á- A.. fram. „Jeg er hingað kominn til þess að spyrja ýmissa spurninga um það, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.