Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1948, Blaðsíða 4
32 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS hvert ágæti, og tók minna pláss en kolapfninn. Þurftum að rýma honum á brott fyrir þarnarúmi. En ofn þessi var hið mesta óhræsi, og ólíft með .iíllu í herberginu, nema að hafa allt af standancji vatnsskál á honum. Jeg þurfti iðulega að fara á fætur, og bæta vatni í skálina, og annast ýmis- legt annað. En þó jeg væri* að þessu brölti með háan hita og svo sjálfa pestina í mjer, slapp jeg furðanlega frá öllu saman. 172 fet frá jörð — Mannst þú ekki meira að segja frá fyrstu dögum símans ? -r- Ojú. Margt gæti það verið, ef svo vildi verkast. Það er nú t. d. þegar jeg varð til þess að loftskpytastöð Marconi-fjelagsins, sem reist var hjerna við Hjeðinshöfða, gæti tekið til starfa. Þú mannst þegar deilan stóð sem hæst um það, hvort leggja ætti síma hjer eða láta allt fara fram með hinum nýju loftskeytum. Reist hafði verið 172 fet^loftskeyta mastur. Efnið í það var fengið í Slippn um, og voru f jórar stangir eða möstur, sem sett höfðu verið saman. Það neðsta gildast. Það voru miðaldra menn, sem höfðu unnið við að reisa stöng þessa. Uppi í toppinum átti að vera lítil plata, sem tæki á móti skeytunum, og leiddi niður í skúr, sem reistur var þar rjett hjá. En þeir, sem unnu við að reisa stöngina, höfðu ekki gætt þess í tíma, að athuga hvort vírinn, sem festur var I toppinn, gæti runnið til, eins og hann átti að gera. Þegar stöngin var reist í sína fullu hæð, og allt átti að vera í lagi, hafði vírinn hlaupið út af hjólinu, sem hann átti að renna á, uppi við endann á stönginni. Varð honum ekki bifað, hvernig' sem togað var í vírinn að neðán. Hafði verið reynt í marga daga, að láta flugdreka fara upp með stöng- inni og láta hann bera í vírinn, svo hann losnaði. En alt kom fyrir ekki. Erfitt verk Nú var komið að máli við mig, og jeg beðinn að klifra upp í toppinn. Jeg var fyrst tregur til þess. En ljet að lokum tilieiðast. Þeir komu heim til mín kl. 3,30 um morgun, til að sækja mig inn eftir. — Þið hafið byrjað daginn snemma? — Já. Margir voru morgunmenn í þá daga. Jeg var kominn inn eftir rjett fyrir kl. 4. Neðsti hluti stangarinnar var svo gildur, að jeg gat ekki komið broddaskónum við, dg varð því að feta mig upp eftir ,,bardúninum“. En síðan fór jeg upp, það sem eftir var, eins og þegar maður gekk venjulega upp símastaura. — Svimaði þig ekkert? — Nei. Mig hefur aldrei svimað. En það var annað verra. — Jeg var hræddur um, að vírinn væri orðinn svo fastur, eftir allt þetta tos með hann, að jeg myndi ekki geta losað um hann, þegar jeg væri kominn upp, nema jeg hefði með mjer verkfæri. Ætlaðist til að fiskilína væri bund- in aftan í treyjuna mína, svo jeg gæti dregið upp verkfæri, eftir að jeg væri kominn alla leið. Þeir vildu það ó- mögulega, voru hræddir um, að jeg myndi flækja mig í þessari snúru, og það yrði mjer að falli. Nú, nú. Þegar jeg er kominn upp • topp á stönginni, þá fór sem mig grunaði. Jeg gat með engu móti bifað vírnum, því hann hafði jagast inn í stöngina á milli trissunnar, sem hann átti að leika á, og stangarinnar. Svo jeg varð að tosa upp öllum vírnum frá jörð, og vinda hann upp á hand- legg mjer, svo hægt væri að smeygja honum yfir gandinn, sem hjólið var fest á, og losa hann þannig. Það var erfitt verk. Jeg var alveg að verða upp gefinn í handleggnum áður en það var búið. Það tók mig rúma fjóra klst. En þegar jeg loksins var búinn að öllu og snúran ljek á sínu hjólh þá þurfti jeg ekki annað, en að smeygja mjer í fjalastól í bandinu, og láta mig renna til jarðar. Með því var loftskeytasambandi komið á milli Reykjavíkur og Poldhu á Englandi, en þar var tilraunastöð Marconi. Og þaðan komu frjettirnar hingað, sem vöktu þann eindæma fögnuð, einkum hjá þeim, sem voru á móti símanum, og vildu heldur loft- skeytin. En jeg var nú allt af Heima- stjórnarmaður, með Hannesi Hafstein og símanum hails. Hann hafði þá um vorið gert samninginn við „Stóra nor- ræna“, að leggja sæsímann hingað. Var ekki vátrygður Daginn eftir hitti jeg Jes Zimsen. Hann hundskammaði mig fyrir að hafa nokkurntíma látið hafa mig til þess að koma þessu í lag fyrir Mar- coni-menn. Og hætta lífi mínu. Jeg hefði farið út í þetta án þess að láta þá líftryggja mig. Jeg hafði gift mig í maí. Þetta var í júní. Hann spurði mig hve mikið jeg hefði fengið fyrir þetta. Jeg sagði sem var, að jeg hefði fengið 30 krónur. Þú hefðir átt að fá 100 krónur og vera líftryggður, segir Zimsen þá. Nokkrum dögum seinna var jeg á gangi fram hjá Sjóbúð Geirs gaml i Zoega. Hann stóð þar á tröppunum og kallar á eftir mjer: — Jónas, Jónas. Varst það þú, sem fórst upp í Marconi-stöngina? Jeg jánkaði því. ' — Það er ekki ónýtur á þjer haus- inn, sagði hann þá og hjelt áfram að spigspora á tröppunum. V. St. V ^ V ^ KJÖRSKRÁR Nýprentuð er kjörskrá Reykjavíkur- bæjar, og eru eftir henni 8 menn í bæn- um, sem kjósa mega, og 7 þar af kjör- gengir. Nú er og búið að prenta kjör- skrá Kjósar- og Gullbringusýslu, og eru þar 94 menn, sem kjósa mega, þar af 84 kjörgengir. Utankjördæmis eru þar og 10 menn kjörgengir (Ný tíðindi 1852).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.