Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 7
LESI3ÓK MORGUNBLAÐSINS 291 svo mikið lýðfrelsi, að ef 400 menn krefjast þess skriflega að eitthvert mál sje tekið fyrir í þinginu, þá verð- ur þingið að gera það. Enga skatta þurfa menn að greiða konungsfjöl- skyldunni, og yfirleitt eru þar ekki aðrír skattar en 1% tekjuskattur. Alexander Frich er nú orðinn for- sætisráðherra, og hann er líka utan- ríkisráðherra, fjármálaráðherra, inn- aníkisráðherra, kenslumálaráðherra og dómsmálaráðherra. Hann seg.'r að ýmsar ástæður liggi til þess, að lands- búum sje ekki íþyngt með sköttum. Ein ástæðan er sú, að þeir hafa engan her og tóku ekki þátt í stríðinu. Önn- ur ástæðan er sú, að landinu er skift þannig milli íbúanna að hver geti lif- að á sinni skák. En svo hefur ríkið miklar tekjur af frímerkjum sínum. Frímerkjasafnarar um allan heim keppast við að kaupa þau. Ekki hafa Lichtensteinmenn heldur neitt toJla- eftirlit á landamærunum, heldur fela þeir Sviss fyrir vist gjald, að inn- heimta tollana fyrir sig. Og Sviss annast einnig utanríkismálin fyrir þeirra hönd, og það sparar þeim að hafa sendifulltrúa erlendis. — Mvnt- sláttu hafa þeir enga, en nota sviss- neska mynt. Lichtenstein hafði engan kostnað vegna stríðsins, en græddi á því á sjer stakan hátt. Margir auðkýfingar, sem urðu að flýja land, leituðu til Lichten- stein. Þótt landið sje lítið hafði það upp á dýrmætara að bjóða en önnur lönd — borgararjett í friðlandi. En Lichtensteinbúar kunna að meta bau rjettindi, og enginn getur fengið þau nema hann greiði 120.000 krónur fyr- ir sjálfan sig og 6000 krónur fyrir hvern son; dæturnar fá ókeypis borg- ararjett. Á seinustu árum hafa nokk- ur hundruð auðkýfinga leitað til Lich tenstein og fengið þar borgararjett. Vegna þess hvað skattar eru lágir, hafa mörg erlend fyrirtæki stofnað útbú í Lichtenstein, til þess að losna undan háum sköttum heima. Sum af þessum fyrirtækjum heldu að sjer væri óhætt að haga sjer eftir geð- þótta þar, vegna þess að þar eru eng- in verkamannafjelög. En þau hafa rekið sig á annað. Þar er til dæmis sagan um gistihúseiganda og slátrara.. Þeim hafði eitthvað borið á milli og gestgjafinn hefndi sín með því að hætta að versla við slátrarann. Leið nú og beið svo að ekkert skeði. En svo þurfti gestgjafinn að láta dvtta að húsi sínu. Þá brá svo undarlega við, að allir trjesmiðir Jiöfðu svo mik- ið að gera, að enginn þeirra mátti vera að því. Á sömu leið fór þegar hann þurfti að láta gera við rafmagn- ið. Enginn maður felcst til þess. Það kom upp úr kafinu, að allir þeir menn, sem gestgjafinn varð að leita til, voru frændur og vinir slátrarans. Og þá varð gestgjafinn að beygja sig og taka slátrarann í sátt aftur. Það er aðeins eitt kvikmyndahús í landinu, og þar eru aðeins sýningar á sunnudögum, ,,því að á virkum dög- um eiga menn að vinna, og á kvöldin eiga þeir að hvíla sig.“ Enginn má yngri koma í bíó en 18 ára. Og forð- ast er að sýna myndir frá Hollywood af því að svo mikið sje í þær borið og þær sýni slíkt óhóf og prjál að þær geti gert fólkið óánægt með lífskjör sín. „Það er best að Lichtenstein sje eins og það er,“ segir Frich forsætis- ráðherra. „Vjer getum verið ánægðir og fengíð að lifa í friði, vegna þess að vjer erum nógu ríkir til þess að vera ánægðir, og nógu fátækir til þess að engin erlend þjóð ásælist landið.“ 4/ V ^ ^ SKÍRNARNÖFN * Sums staöar í Skotlandi er hað siö- ur aö skíra börnin áöur en þau fœö- ast — og þeim eru altaf gefin drengja nöfn. En þegar nú svo vill til aö barn- ið er stúlka, þá bæta foreldrarnnir „ina“ aftan við nafniö, og þaöan eru komin kvenm annsnöfn svo sem Tóm- asína, Hansína, Jakobína, Georgina o. s. frv. uen óf iíía ótadclir MIKIÐ er nú talað um það hvað Bretar sje illa komnir. Ög helstu stjórnmálamenn þeirra draga enga dul á það. En Bretland hefur áður verið illa statt, og stjórnmálamenn þeirra tíma talað líka hreint og beint um það. Lyttelton barón og stjórnmálamað- ur sagði 1739: „Öllum þjóðartekjun- um er sóað fyrirfram, lánstraust vort farið, og þjóðin örmagna og von- laus“. Shaftesbery lávarður sagði 1848: „Ekkert fær bjargað breska ríkinu frá hruni“. Disraeli sagði 1849: „Vjer eigum enga viðreisnarvon, hvorki í iðnaði, verslun nje landbúnaði". Ilertoginn af Wellington sagði 1851, skömmu áður en hann dó: „Jeg þakka guði fyrir það að hann lætur mig ekki horfa á það hrun, sem nú er í vændum“. ^ V V ^ V — Eruð þjer fjallgöngumaður, svona gamall? — Nei jeg komst hingað upp fyrir 25 árum og jeg hefi ekki þor- að niður aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.