Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1947, Blaðsíða 2
286 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS stöðum og síðan í Roykjavík." Hann hlaut doktorsnafnbót við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1817. Þá voru þar eins og víðsvegar í löndum siðbótarmanna, mikil hátíðahöld í til- efni af 300 ára afmæli siðbótar Lut- hers, og við það tækifæri var hann úrskurðaður dr. phil. fvrir ritgerð um ,,Brutus“ Cicerós, að fenginni undan- þágu frá því að koma utan ti! að verja ritgerð sína opinberlega. Nú þegar latínuskólinn fluttist til Reykjavíkur, var honum veitt yfir- kennaraembættið við þann skóla, og gegndi hann því fram til 1850, en fekk þá lausn fyrir aldurssakir. Hann dó 31. des. 1861, 80 ára. Þegar Hallgrímur kom til Reykja- vikur mun hafa verið all erfitt að fá þar sæmilegt húsnæði. Árið eftir, 1847, fekk hann sjer því útmælda byggingarlóð á norðanvarðri Smiðs- bæjarlóðinni* og reisti þar samsum- ars íbúðarhús. I þessu húsi bjó hann til dauðadags. En þegar hann fell frá keypti Óli Pjetur Finsen húsið og sett ist þar að. Var húsið þá kallað Fin- senshús. — Breytti hann því *als-. vert á sinni tíð, ljet setja á það kvist og lengdi það nokkuð til norðurs. Óli P. Finsen (sonur Ólafs yfir- dómara Finsen) hafði um tíma verið verslunarstjóri hjá W. Fischer, en rak nú póstskipaafgreiðslu og bóka- sölu. Hann gegndi og ýmsum trún- aðarstörfum, átti sæti í flestum þeim nefndum, sem til voru í bænum, og ljet öll bæjarmál mikið til sín taka. Árið 1865 var hann kosinn í bæjar- stjórn. Þá voru 62 kjósendur á kjör- skrá og af þeim greiddu 23 atkvæði og fekk hann 11 atkvæði. Árið 1869 var kjörtímabil hans út. runnið, en hann var endurkosinn með 19 atkv (Halldór Kr. Friðrikssen fekk 17 at- kvæði, en 71 voru á kjörskrá). Óli Finsen var tvígiftur. Fyrri kona hans var Hendrikka Andrea, dóttir Moritz Biering; hún andaðist 27. mars 1871, * „Á svokölluðu Thomsenstúni" (Kl. J.). aðeins 28 ára að aldri. Seinni kona hans var María Þórðardóttir, hávfir- dómara Jónassonar (d. 17. maí 1915). — Meðal barna þeirra er Vilhjálmur Finsen sendiherra, stofnandi Morgun- blaðsins. Árið 1872 var rr.erkisár í scgu landsins. Þá var gerð sú breyting á umboðsstjórninni innar.lands, með konunglegri tilskipun 4. maí, að stift- amtmannsembættið var lagt niður, en í hans stað kom landshöfðingi. Frá sama tíma (1. apríl) voru sameinuð Suðuramtið og Vesturamtið og einn amtmaður settur yfir bæði, með bú- setu í Reykjavík. Einnig var þá sett á stofn skrifstofustjóraembætti við landshöfðingjaembættið, og var skrif- stofustjórinn jafnan nefndur landrit- ari. Sá, sem fyrstur hlaut það embætti var Jón Johnsen lögfræðingur (Ála- borgar-J ohnsen). Þá var og stofnað enn eitt nýtt embætti, sem áður var alveg óþekt hjer, póstmeistaraembætti, og komið á fót konunglegri póststofu í Reykja- vík. Póstmeistari fyrir alt land var skipaður Óli P. Finsen, og gegndi hann því starfi til dauðadags. Áður en þetta var, hafði verið sú skipan á póstmálum hjer í Reykjavík, að allur póstur, sem hingað barst ut- an af landi og frá útlöndum, var af- hontur skrifstofu stiptamtmanns. En hann ljet skrifara sinn (um langt skeið Pjetur Guðjónsson) annast af- g.æiðslu póstsins. Ekki var mönnum gert aðvart um að þeir ætti þar brjef, og ekki voru þau heldur send heim til þeirra. En þeir, sem áttu von á b.'jefum urðu sjálfir að fara til skrif- stofu stiptamtmanns, þegar það fr jett ist að einhver póstur hefði borist til bæjarins, og spyrjast fyrir um brjef til sín. Með skipun póstmeistara og stofn un pósthúss kom alveg ný skipun á póstmálin. En þó þektist ekki heim- sending brjefa enn um skeið. Menn urðu sjálfir að vitja brjefa sinna á pósthúsið, en það var í norðurendan- um á hisinu á Smiðsbæjarlóðinni (seinna Pósthússtræti 11). Varð því þetta hús, sem Hall- gr-ímur Scheving bygði, fyrsta póst- húsið á íslandi. Upp frá því var hætt að kalla það „Finsenshús“ heldur „Pósthúsið", og seinna, þegar póst- afgreiðslan var flutt í önnur húsa- kynni, þá gekk það undir nafninu „Gamla pósthúsið". Þegar það frjettist að póstur hefði komið 'til bæjarins, streymdu menn að pósthúsinu til þess að vita hvort þeir ættu þar ekki brjef eða send- ingar. — Varð þarna oft hinn mesti troðningur, því að húsakynni voru lítil, og fengu margir meiðsl svo um munaði af alnbogaskotum og hrynd- ingum. Undir eins og fólk fór að streyma að, las einhver upphátt utanáskriftir brjefa og áttu þá viðtakendur að gefa sig fram. En menn voru þá greiðvikn- ir og töldu ekki eftir sjer að taka líka við brjefum til vina og kunnirigja og koma þeim til skila. Minnist margur núlifandi maður þess hver óp og köll voru þar þá: „Jeg skal taka til hans!“ — „Jeg skal taka til hennar“. — „Nei, jeg skal taka það“. Og svo riíust menn um það að fá að skila brjefun- um. Menn voru alla daga að spyrja um brjef og sendingar til sín, þegar fram í sótti, svo að ekki vanst tími til að afgreiða pósta, nje heldur var nægi- legt húspláss til þess fyr en búið var að loka að kvöldi. Á seinustu póstmeistaraárum Óla Finsen voru veittar 50 krónur á ári, eða rúmar 4 krónur á mánuði fyrir brjefaburð um bæinn. Þessa atvinnu hafði sá maður, sem Árni hjet og var kallaður gáta, vegna þess að hann hafði gaman af að búa til gátur og bera upp fyrir mönnum. Hann hafði ekki hraðan á þegar hann var að bera út brjeíin, því að oft beið hann eftir kaffi og öðrum hressingum, ef hon- um var boðið. Kaupið var ekki mik- ið, og óþarfi að sprengja sig fyrir það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.