Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1947, Blaðsíða 6
n T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'f. \ é&wmii leg sjón í þfessari auðn að horfa á þetta fagra fífubelti, en engin not höfðu þau þess, þjir sem þarna var enginn hagi. Heldu þau því lengra inn eftir tungunum öt að svo kallaðri Útigönguþúfu. Htfp er álíka ummáls og meðal húsarúst, en há og svo snarbrött, að hestarnir komust ekki upp á hana. Þarna var kafgras, dökk- græn sandtaða svo há og þjett eins og þar sem best er sprottið í túni. Rjett hjá þúfunni er lítil tjörn, svo að þarna var hinn ákjósanlegasti tjaldstaður. En lanst var sofið þessa nótt því að mikil var eftirvæntingin og kvíðinn fyrir Jökulsá. Klukkan C að m'orgni voru allir komnir á stjá. Var svo drukkið kaffi og lagt á stað. Nú var Jökulsá alt öðru vísi útlits en daginn áður. Allur jakaburður var úr henni, nema hvað hún fleytti fram jaka og jaka á stangli. Sáu þeir fylgd- armennirnir þegar, að ekki var um að ræða nema eitt bort í henni, þar sem líkur voru til að hægt mundi að kom- ast yfir. En ilt var að komast að því broti vegna aurleðju og jakahrannar, sem áin hafði skilið eftir við landið. Þcir Tómas og Stefán lögðu nú tveir í ána til þess að vita hvort hún væri reið. Gekk þeim vel út í miðja ána, en við vesturlandið var áll og náði vatnið þar upp fyrir bóghnútu á hestunum og var í því flugstraumur. Þegar þeir komu aftur austur yfir spurði sú enska hvort áin mundi fær með klyfjahesta. Þeir sögðu að það væri hæpið, því að straumurinn mundi skella á miðjum koffortum; en hægt væri að komast yfir ána, það hefði hún sjeð, og væri alt í henn- ar ábyrgð ef hún vildi brjótast yfir. Hún eggjaði þá mjög að reyna að komast yfir og kvaðst með öllu ó- hrædd ef Stefán heldi í tauminn á sín- um hesti. Nú voru koffortahestarnir og lausu hestarnir bundnir hver í taglið á öðr- um, þrír og fjórir saman og teymdu þeir karlmennirnir sína lestina hver, en Stefán Ijet þá ensku ríða við hlið sjer forstreymis, og hafði 3 kofforta- hesta í taumi. Brotið var tæpt og ekki mátti hestana hrekja neitt, því að þá voru þeir komnir út af því og líklega dauðinn vís, því að skamt fyrir neð- an runnu tvær kvíslar í ána, sín úr hvorri átt, Sauðá að austan og nafn- laus kvísl að vestan. Voru þær svo straumharðar að þær mynduðu hrygg þvert yfir Jökulsá. Voru þar tryllings- leg boðaköst. Framhald. Róndi œtlaði að tryggja heyhlöðu sína og heygarð gegn eldsvoða. „ílvaða rað hajið þjer til þess að slökkva eld?“ spurði vátryggingar- maðurinn. Bóndinn hugsaði sig um litla hrið og sagði svo: „Það rignir stundum hjá okkur“. Maður nokkur, sem mikið hafði verið upp á kvenhöndina, gifti sig til fjár. Nokkru seinna hitti hann frœnda sinn, og frœndinn sagði: „Jeg óska þjer til hamingju. Jeg þelcki smekk þinn og veit að konan þín hlýtur að vera falleg“. „Ójá, að vísu er hún eitt af guðs handaverkum, en jcg segi ekki að hún sje eitt af listaverkum hans“. lljá Útigönguþúfu í Maríutungum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.