Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jjg 7 617 Igengi úr sjer. En eigi höfðu þau }ijón Skúli og Steinunn, dvalið ' lengi í Viðey, er breytast tók tiL batnaðar. Eins og áður getur, ljet; Bkúli hefjast handa um byggingu Jiins myndarlega íbúðarhúss, úr steini, segist hann meðal annars gera þaö til að gefa mönnum for- dæmi um byggingu íbúðarhúsa. Voru á næstu árum reistar fleiri slíkar byggingar fyrir atbeina Skúlai eða áhrif frá honum, svo sem Bessa- staðastofa, Nesstoía og betrunar- Jiúsið (stjórnarráðshúsið). Þá ljet hann ekki jarðarbæturnar heldur sitja á hakanum. Túnið í Viðey, sem komið var örgustu ó- rækt, og ekki hafði verið borið á Úrum saman, var að mestu sljettað: ii næstu árum, og garður hlaðinn yfir eyna þvera, til að verja það á- Igangi gripa. Einnig ljet Skúli fást Kið trjá-plöntun, sem bar lítinn ár- angur og kornyrkju sem tókst bet- lir, en ýmiskonar matjurtá- og kart- öflugarðar voru miklir í Viðey, og sæmdi danska lartdbúnaðarfjelagið JSkúla, lieiðurspeningi, fyrir góðau árangur í kartöflurækt. Gripahús- in voru mörg og stór, þanuig var teitt 30 kúa fjós og annað 10 kúa, (fii auk þess nautafjós, hesthús og fjárhús. Hefur mikill heyskapur brðið að fara fram í landi, og geld- iieytum, sauðfje og hrossum var ikomið á afrjett að sumrinu. Lax- veiði ljet Skúli stunda af miklu kappi í Elliða-ánum og sjóróðra eft- ir bentugleikum. Voru aödraútir ptórir og raustn mikil um hvern lilut. E’nda var heimilið mannmargt bg þurfti rnikils við. Voru þar að jafnaði 10 harðduglegir vinnumenn auk unglinga og vinnukvenná, en auk þess var skyldulið'þeirra hjóna margt, og voru þar lengst af 50 knanns í heiinili. En auk þessa, segir Esphólín, að sjúku fólki haíi verið heimil vist í Viðey, á dögum Skúla: ;,Því hann var þrautgóður og ó- sinkur“. Er þau hjónin, íluttust til Við- eyjar, var sáralítið æðarvarp þar, ,en að fáum árum liðnum, var einn- ig mikil breyting á því orðin. Er það líka svo til hin eina viðurkenn- ing sem Skúli fær, hjá 01. Stephen- sen, að hann hafi stórlega bætt æð- arvarpið í Viðey. Eftir skýrslu Bkúla, segist hann hafa fengið á einu ári 9700 egg og 80—90 pund aí æðardún, og svo var fuglinn spak ur, að Steinunn kona hans, segist hafa talið eitt árið 500 hreiður í sjálfu túninu. Þess ber að geta, að mikið af á- þyggjum og umsvifum hins mikla biíreksturs mun hafa mætt á Stein- junni, og væri Xkúla enginn greiði ger, þó hennar hlutur yrði rýrður, svo miklum viðurkenningarorðum fer hann sjálfur um konu sína. — Voru embættis- og „Innrjettinnga- störf“ hans svo umíangsmikil, að lít inn tíma mun hann hafa haft til að fylgjast til hlýtar með búrekstrin- um, eftir að hann fluttist til Viðeyj- ar og auk þess voru hinar mörgu pg tíinafreku utanlandsferðir hans. [Þó er tekið fram, að hann hafi sjálfur viljað segja fyrir um bygg- ingar og aðrar stærri framkvæmdir. Enginn vafi leikur á því, að það er rjett, sem O. Clausen rith. heíur bent mjer á, að. hin furðulega aukn- ibg æðarvarpsms í Viðey, er fyrst og fremst verk Steinunnar, hún kunni til hlýtar öil vinnubrögð, þar að lútandi, frá því hún á æsku- árum sínum, dvaldi austur í Horna- fjarðar byggðum. Heimiiishættir í Viðey, hjá þeim lijónum, voru með ágætum. Guð- rækni og góðir siðir í heiðii hafðir. Ljet Skúli lesa húslestra á hverjum degi, vetur og sumar, er hann var heima og syngja Ilallgrímssálma, og lagði ríka áherslu á að því væri gaumur gefinn, eins og sjest af þessari vísu Eggerts Clafssonar: „Oddný gekle með grátna kinn gustinn fjekk á vanga sinn, af því hringa-seljan svinn svaf óslyng um lesturinii“. Framhald. BRIDGEÞRAUT Spaði: Á 8 Hjarta: Á D 9 Tígull: Á 9 8 7 Lauf: Á 9 8 2 Spaði: K 7 3 Hjarta: K G 10 Tígull: K D G 10 Lauf: 7 6 4 Spaði: 2 Hjarta: 6 5 4 3 2 Tígull: 5 4 3 2 Lauf: D G 10 Spaði: D G 10 9 6 5 4 Hjarta: 8 7 Tígull: 6- Lauf: K 5 3 Spaði er tromp. Vestur spilar út Norður og Suður fengið? tígulkong. Hversu marga slagi geta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.