Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 10
f ] fjj LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r»i2 Það sem læra mátti í Dachau Eftir Dorothy Tompson SÍÐAN fraraferðið í þýsku fanga tmðunum varð öllum lýðum ljóst, hefi jeg einatt spurt sjálfa mig, hvort menningarþjóðirnar hafi dregið rjettnr ályktanir af þessum ægilegn hryðjuverkum. Aftur og aftur hefi jeg heyrt menn segja: „Annað eins hefir aldrei áður kom- ið fyrir neinsstaðar um víða ver- öld“. En menn geta með rjettu bætt við: Annað eins hefir aldrei áður komið fyrir í Þýskalandi.*) Það er á tuttugustu öld sem þetta gerist í einu af mestu menningar- löndum Norðurálfunnar. sem kallað hefir verið kristið um aldaraðir, hjá þjóð, sem er engum öðrum vest rænum þjóðum síðri í neinu því, sem menning vor miklast af: vís- indum, tækni, skipulagningu, fram leiðsluháttum eða lífskjörum. Það er ekki hægt að afgreiða málið með því einu að segja: „Þetta eru villimenn11. Þeir eru það, en þeir eru ný, hræðileg tegund villi- manna. Tuttugasta öldin og menn- ing hvítra manna framleiddi þessa villimenn. Þeir eru læsir og skrif- andi — þvska þjóðin má heita. mentaþjóð. Hún getur með heila- starfsemi sinni levst öfl náttúrunn- ar úr læðingi. Vísindi Þjóðverja eru komin á eins hátt stig og vís- indi þeirra þjóða annarra, sem lengst eru komnar. Þjóðverjar kunna vel læknavísindi og heil- hrigðisfræði. Þeir hafa búið í fall- egum húsum með öllum nýtísku þægindum og vjelum til vinnu- *) Allar leturbreytingar eftir höf. sparnaðar; fagrir garðar voru um- hverfis húsin og stórkostlegar bíla- •brautir tengdu byggðirnar saman. Pjóðverjar eru að mörgu leyti líkir oss sjálfum. Þetta er ef til vill það, sem hræðilegast er við fanga- búðirnar, þar sem milljónir voru myrtar með svo „heilsufræðilegum“ nýtísku aðferðum, drepnir með eit- 0 urgasi í sniðuglega gerðum gasklef um eða brenndar í stórkostlegum brensluofnum. Þeir eru að mörgu leyti líkir oss sjálfum, þessir menn, sem fóru svo með fórnardýr sín, að mannætur urðu af, mannætur, er skáru sjer bita úr dauðum líkömum píslarfje- laga sinna, til þess að slökkva um stund æði hungursins í sínum eigin deyjandi líkömum. Meðan veslings fórnardýrin gerðu þetta, lifðu fangaverðirnir lífinu í skemtileg- um og vel byggðum húsum; borð þeirra voru dúkuð damaski og krystalli; þeir átu góða, fjörefna- ríka fæðu, tilbúna í nýtísku raf- magnseldhúsum og borna á borð af snyrtilegum stúlkum. Og á kvöldin skemtu þeir sjer við tilfinninga- ■fík söngljóð, leikin æfðum hönd- um á vel stilltar slaghörpur, hlust- uðu á heimsfrjettir í útvarpi eða lásu bækur, oft bækur,- sem mjer og öðrum Ameríkumönnum eru gagnkunnar, eins og t. d. bækur eft ir .Tack London. Þegar jeg heimsótti þessar fanga búðir, hafði ekkert jafnill áhrif á mig og það, að sjá heimili þessara S. S. manna, sem stjórnuðu þarna með nútíma skrifstofuaðferðum, Doroty Tompson höfðu nákvæmar spjaldskrár og skjöl um fanga sína, og gáfu fyrir- skipanir sem höfðu í för með sjer pintingar og hungur, svo að heilir staflar dauðra mannabúka hlóðust upp, þegar líkbrensluofnarnir höfðu ekki undan. Heimili þessara manna voru menningarheimili, sem vjer öll hefðum gjarnan viljað eiga. Jeg tók út úr bókaskápnum í einu þess- ara húsa ljóðmæli Goethes, sem forðum höfðu hrifið mig með skáld legu snilldarbragði sínu og fegurð hinttar þýsku tungu. Á slaghörp- unni í einu þessara húsa fann jeg hina yndislegu ljóðsöngva Schu- berts og lög Hugo Wolfs. Þegar sálin er farin, er sjálfur maðurinn farinn. Þegar nútimamað urinn, með öll sín vísindi, tækni, skipulagningu og vald, glatar sál sinni, verður hann hræðilegasta 6- freskjan í þessum heimi. Hann er ekki líku'r villimönnum frumskóg- anna, sem gerast aðeins mannæt- ur, þegar þeir fá ekkert annað að jeta. Villimaður nútflnans — villi- maður tuttugustu aldarinnar — þekkir og skilur dýpstu leyndar- dóma náttúrunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.