Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 Brekkmannshúsi, sem var næst fyr- ir vestan Svendsenshús. Pjetur Jónsson Petersen rak versl- un sína í Fálkahúsinu gamla, er rif- ið var 1868 og var þá elsta húsið í Reykjavík. Það stóð þar sem nú er skrifstofa 0. Johnson & Kaabers, en þó litlu sunnar, því að þegar húsið var rifið, var hið nýja hús reist norðar á kambinum, en Ilafn- arstræti bi-eikkað. J’etersen hafði setst að í Kaupmannahöfn, þegar hjer er komið sögu. og kölluðu Hafnarlandar hann Káetu-Pjetur. Jón Johnsen yfirdómari frá Ár- móti átti hús það, er síðar var nefnt Veltan, reist 1824 (þar er nú Austurstræti 1). Ilann var bæ.jar- fógeti í Alaborg 1848—73, d. 1881, óg oft nefndur Álaborgar-Jón. Kristján Jakobsson frá Kaupangi í Eyjafirði verslaði í Stýrimanns- húsinu, er reist var 1788 og stóð á, horni Aðalstrætis og Ilafnarstrætis þar sem nú cr bílatorg. En íbúðar- hús hans var þar sem nú er nr. 4 við Grjótagötu (Gröndalsbær). Jón stúdent Markússon Sigurðs- sonar prests á Mosfelli í Mosfells- sveit. Hann reisti 1842 hús á lóðinni! nr. 3 við Vesturgötu. Það var síðar rifið, en nýtt hús reist á sama stað! (Liverpool) Þórður Jónasson yfirdómari (frá 1836). Hann átti Aðálstræti 6; það, hús var reist 1825 og stendur enn, mikið stækkað og breyttl Einar Hákonarson ríka í Hákon- arbæ Oddssonar frá Vatnsleysu átti húsið nr. 8 við Aðalstræti. Þar stóð upphaflega geymsluhús, er innrjett- ingarnar áttu; var síðan endurbætt og stækkað og gert að verslunar- húsi. Hús þetta var á dögum Einars nefnt Hákonsenshús. Þar andaðist Sigurður Breiðfjörð og þar bjó Jónas Hallgrímsson. Valgarð Breið- fjörð, tengdasonur Einars, eignað- ist síðar húsið og stækkaði það mjög og jók við á alla vegu (Breið- fjörðshús). Davíð Helgason Ólaíssonar Berg- manns. Davíð reisti um 1830 hús syðst í Aðalstræti, þar sem nú eru Uppsalir. Þar stóð áður Ullaístof- an, eitt af húsum innrjettinganna. J. J. Billenberg, þýskur skósmið- ur. IIús hans stóð þar sem ísafold- arprentsmiðja var síðar reist (Aust- urstræti 8). Jón Thorstensen landlæknir (síð- an 1819. en fluttist hingað frá Nesi 1833) reisti hús á Hlíðarhúsatúni, sem enn stendur og jafnan hefir verið nefnt Doktorshús. Helgi Thordersen dómkirkjuprest- ur, síðar biskup. Hann bjó í Landa- koti, meðan hann var dómkirkju- prestur. Teit-ur Finnbogason dýralæknir og járnsmiður. Hann reisti sjer í- búðarhús, Teitshús, við Suðurgötu, og stniðju niður við Tjörnina. Hús hans keypti síðar Björn .járnsmið- ur Hjaltested, og stækkaði hann íbúðarhúsið og breytti því. Það er húsið nr. 7 við Suðurgötu. Thomas Henrik Thomsen veit- ingamaður í ..ldúbbnum“. b.jó i gamla klúbbnum (Scheelshúsi), er stóð fyrir suðurenda Aðalstrætis. Skömmu síðar en hjer er komið var nýi klúbburinn reistur; hann varð síðar aðsetur hjálpræðishersins. Stóð nokkur hluti gamla klúbbsins að baki Herkastalans, þangað til hann var rifinn og hið nýja hús hersins reist (um 1916). Einar Helgason var bróðir Árna stiptsprófasts Helgasonar. Hanrt bjó í Helgesenshúsi, Tjarnargötu nr. 4; var hvis þetta lengt eftir daga Einars og stóð til skamms tíma, er það varð að þoka fyrir húsi Stein- dórsprents. Þegar grafið var fyrir kjallara þess húss, komu upp mai‘g- ir fornir munir, sem kunnugt er. A þessum stað stóð áður Brúnsbær, eitt af húsum innrjettinganna; í Brúnsbæ var Jörgensen kóngur í fyrri lieykjavíkui'dvöl sinni.en síðar var Bjarni skáld Thorarensen til húsa þar um hríð. Johan Georg Möller varð lyfsali hjer í bæ 1836 og eignaðist þá lyfja- búðina (Reykjavíkur Apótek við Thorvaldsensstræti). Hann var danskur að 'ætt, en fæddur lijer og uppalinn. Hannes St. Johnsen, sonur Stein- gríms biskups, var kaupmaður hjer í bæ langan aldut-. Verslunarhús hans stóð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, (Maddömu Möllers hús), þar sem nú er Soffíubúð. En íbúðarhús reisti hann við Austur- völl; það eignaðist síðar Páll Mel- sted. Þar reisti Páll síðar Kvenna- skólann ganda. Jafet Einarsson Jónssonar var bróðir Ingibjargar, konu Jóns for- seta Ilann hafði erft hús Einars borgara, föður síns. Þar var Hótel Island síðar. Ditlev Thomsen var suðurjóslyir maður. Hann setti 1837 á stofn versl un þá, sem um síðustu aldamót var langstærsta verslun í Reykjavík, Thomsens Magazín. þá rekin af sonársyni hans, DiUev Thomsen yngra, en verslun þessi hjet annars Verslun II. Th. A. Thomsen og var kennd við son Ditlevs eldra. Versl- unin var stofnuð í Yfirrjettarhús- inu gamla, er Thomsen kevpti 1837. Það hús var reist 1801, hið fyrsta í AustUrstræti; það hús átti Trampe greifi um hríð og hafði sjálfur verslun í öðrum enda hússins, en leigði yfirrjettinum hinn. Síðar reisti Magnús úrsmiður Benjamíns- son hús það á þessari lóð, sem enn stendur, milli Austurstrætis og Vallarstrætis. Annað hús átti Thom- sen í Hafnarstræti. Hafði hann keypt vörugeymslUhús Sh-ertsens- verslunar í Hafnarstræti og flutti i>angað verslun sína. Það stóð þar sem nú er norðurendi Hótel Heklu, hins gamla Thomsens Magazíns. Kristján Lúðvík Möller, bróðir Framh. á bls. 408.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.