Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 7
LKSBOK MORGUNBLAÐSINS 375 íljótlega á brott iir landinu, en inn- an landsóeirðir byrja. Okt. 15.: Ilorthy, ríkisstjóri Ung- verja, sem vildi láta Ungveíja hætta að berjast, er tekinn til fanga og mynduð nazistisk stjórn. Síðar er mynduð önnur sfjórn í landinu eða í þeim hluta þess, sem Rússar höfðu náð á sitt vald. Eftir þrjá mánuði skrifar hún undir uppgjöf í Moskvu. Okt. 17.: Bandaríkjamenn gaivga á land á Filippseyjum og sigra .Tap- ani þar. Manila fellur eftir öþí mánuð. Okt. 25.: Rússar fara yfir landa- mæri Noregs og taka Kirkenes. Des. 10.: De Gaulle undirritar í Moskvu 20 ára vináttusamning milli Rússa og Frakka. 1945: Jan. 12.: Rússar hefja lokasókn sína .gegn Þýskalandi, hertaka Var- sjá þann 17., því næst það^sem Þjóð verjar höfðu enn af PóHandi á sínu valdi og ráðast á langri víg- línu inn í Þýskaland. Eftir tvær vik ur ná þeir að Evstrasalti og ein- angra Austur-Prússland. 1 marslok falla Gdvnia og Danzig. Febr, 12.: Rossevelt, Churchill og Stalin gefa lit sameiginlega yfir- lýsingn um ákvarðanir Jalta-ráð- stefnunnar. Febr. 13.: Buda-Pest tekin. 110.00 Þjóðverjar og Ungverjar eru teknir til fanga. Febr. 15.: Bandamenn hef.ja sókn ina inn á sjálfar .Tapanseyjar með loftárásum á Tokyo, lands'öngu á Iwojima og í mars einnig,á Riukiu- eyjarnar. Febr. 23.: Tvrkir segja Möndul- veldunum stríð á hendur og skömmu síðar bætast Egyptar. Svrlendingar og Argentínumenn í hópinn. Mars 8.: Bandamenn, sem þann 23. febrúar höfðn bvrjað stórsókn inn í Rínarhjeruðin og tekið Köln þann 6. mars, fara yfir Rín við Remagen og halda áfram sókninni inn í Þýskaland. Þann 22. maí eb Mainz tekin, Darmstadt þann 25. og Frankfurt am Main þann 30, Mars 18.-19.: Nýjar kosningar í Finnlandi, þar sem „lýðræðisfylking in“ fær nálægt fjóðra hluta allra atkvæða. Apríl 9.: Rússar taka ÚVien eftir götubardaga. sem stóðu í eina viku. Sama dag í'ellur Königsberg. Apríl 11. : Herir Eisenhowers, er mæta lítt skipitlagðri mótspyrnu, ná til Elbu og fara yfir hana eftir stutta bardaga. Apríl 12.: Roosevelt forseti and- ast. Apríl 13.: Stalin tilkynnir töku Varsjár. Apríl 16.: Rússar hefja lokasókn á Berlín. Apríl 18.: Ma gdeburg tekin. —> Patton fer yfir tjekknesku landa- mærin. Allri mótspyrnu í Ruhrhjer- uðunum lokið. Apríl 19.: Leipzig tekin af Þjóð- verjum. Apríl 20.: Niirnberg tekin. Apríl 21. Rússar ráðast inn í Ber- lín frá norðri og austri. Bologna fellur. Sovjetstjórnin og Lublin, stjórnin gera með sjer vináttu- bandalag. Apríl 23.: Hitler er í Berlín sam- kvæmt upplýsingum þýska útvarps- ins. Berlín og Prag eru stöðvar, sem ekki mega falla í hendur óvin- anna, segir Göbbels. Apríl 25.: San Fransiseo ráð- stefnan sett. Apríl 26.: Göring lætur af störf- nm sem vfirmaður flughersins. —• Bremen fellur. Petain gefur sig á vald frönskum stjórnarvöldum. Apríl 27.: Stalin, Truman og Churchill gefa út yfirlýsingu uitl ,það. að riissneskir og amerískir herir hafi mæst við Torgau þ. 25. apríl. Apríl 28.: Uppgjafartilboði Himmlers til Bretlands og Banda- ríkjanna er hafnað af fyrirsvars- mönnum þessara ríkja, sem krefj- ast skilyrðislausrar uppgjafar gagn vart öllum bandamönnum, Musso- lini og fleiri fasistaleiðtogar teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir af þjóðardómstóli. Apríl 29,: í AVien er mynduð stjórn með stuðningi Rússa. Apríl 30.: Rússar gera árás á ríkisþinghúsið í Berlín. MUnehen hernumin. Maí 1.: Ilamborgarútvarpið til- kjmnir, að Hitler sje dauður. Dön- itz, flotaforingi verður eftirmaður hans. Maí 2-: Nú hefst uppgjöf Þjóð- verja á ýmsum stöðum. Setulið Ber- linar gefst upp og á Norður-ltalíu gefst ein miljón manna upp. Göbb- els og Krebs, yfirmaður herfor- ingjaráðsins fremja sjálfsmor,ð, að því að sagt er og sömuleiðis Hit.ler. Schwerin von Krosig tekur við af Ribbentrop. Maí 4.: Danmörk og Holland fá frelsi sitt. Ein miljón Þjóðverja gefast upp fyrir iMontgomerv eft- ir sögulegar samningagerðir. Maí 5.: Pragiitvarpið skýrir frá Jdví, að borgin sje frjáls. Maí 7.: Algjör uppgjöf Þjóðverja i Evrópu. Dani nokkur, sem var í versl- unarferð hjer á landi, kunni íslensku dável en var ekki sem bestur í beygingum sagnanna. Eina nóttina gleymdi hann að læsa dyrunum að herbergi síu og var þá svo óhepp- inn, að óvandaður náungi Tæddist inn og stal penigaveski hans. Um morguninn, er hann varð tjónsins var. flýtti hann sjer til hrennstjór- ans og sagði honum ill tíðindi. . — Jeg hefi verið rændúr, sagði- hann raeð öndina í hálsinum. í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.