Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1945, Blaðsíða 6
374 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Annáll heimsstyrjaldarinnar 1939: Sept. 1.: Kl.,5,45 ráðast Þjóðverj- ar inn í Pólland og leggja það und- ir sig á tæpum mánuði. Sept, 3.: England og Frakkland segja Þvskalandi stríð á hendur. Sept. 17.: Rússar ráðast inn í Pólland. Sept. 28-: Rússar fá Eistlendinga og síðar einnig Letta og Lithaua til að láta af hendi flota- og flugbæki- stöðvar. Þetta er upphafið að al- gjörri inlimun þessara rík.ja í Sov- vjetsambandið. sein gerist sumarið eftir. Nóv. 30.: Rússar ráðast á Finn- lqnd. 1940: Mars 13.: Finnar og Rússar seinja frið í Moskvu. I’ar láta Fir.'ar Rússa hafa stór landsvæði í suð- austur Finnlandi. Apríl 9. : Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku, en Danir leggja þegar niður vöm. Þjóðv. ráðast ínn í Nor- eg, sem gefst upp eftir tvo mánuði. Maí 10.: Þjóðverjar ráðast inn í Holland. Belgíu og Luxemburg. — Hollenski herinn gefst upþ eftit fjóra daga, en sá belgiski eftir 18 daga. Þjóðverjar halda áfram sig- urför sioni inn í Frakkland. , Júní 10.: Italir seg.ja Englending- um og Frökkum stríð á hend.ur. Júní 21.: Hin nýja stjórn Frakk- lands með Petain marskálk í for- sætinu, semur frið við Þjóðverja, sem hernema norður og vesturhluta landsins. De Gaulle, hershöfðingi tilkynnir frá London, að baráttunni fyrir frjálsu Frakklandi muni verða haldið áfram. Okt. 28.: ítalir ráðast inn í Grikk land, en eru hraktir til baka. 1941: Apríl 6: Þjóðverjar, sem hafa fengið Ungverja, Rúmena og Búlg- ara til fylgis við sig. ráðast inn í Jugoslaviu. Jugoslavar og Grikkir gefast brátt upp, en skæruliðana geta Þjóðverjar ekki vfirbugað. — Sama dag fellur Addis Abeba í hendur Englendingum og þar með er heimsveldi ítala í Austur-Afríku liðið undir lok. Júní 22.; Þjóðverjar, ásamt Finn- um Fngverjum og Rúmenum ráð- ast ii.n í Sovjetríkin, sem þeir áður höfðu verið í bandalagi við. Inn- rásin gegur að ósknm, meðan her- irnir bruna vfir rússnesku sljetturn ar. en er stöðvuð við Moskv.u. Des. 7.: Japanar höggva stórt skarð í ameríkanska Kyrrahafsflpt- ann í óvæntri árás á Pearl Ilarbour. Japanar leggja því næst á næstu máuuðum undir sig næstum allar eyjarnar á Kyrrahafi suð-austan- verðu við tiltölulega litla mótspyrnu sömuleiðis Austur-Indland, en Thai- land gengur í lið með þeim. Des. 21..: Hitler víkúr Brauchitsch yfirhershöfðingja frá störfum og tekur sjálfur að sjer yfirstjórn hersins. # 1942: Ág. 7.: Bandaríkjamenn ganga á land á eyjunni Guadalcanar og hefja þar með herferð til að ná aftur lönd um þeim, er Japanar höfðu oinnið. Nóv. 4.: Möndulveldin, sem frá Libyu höfðu komist inn fyrir landa mæri Egyftalands, eru gersigruð við E1 Alamein og verða nú ekki aðeins að láta af hendi það sem þau höfðu unnið, heldur einrxig alla Libyu. . Nóv, 8.: Bandamenn ganga á land í Norður-Afríku. Þjóðverjar geta þó hindrað þá í því að leggja undir sig Tunis. 1943: Jan. 31.: Þjóðverjar. sem sumarið áður höfðu lagt undir sig Suður- Rússland, en verið stöðvaðir við Staljngrad, bíða nú fullkominn ó- sigur á þessuin slóðum. Rússar taka 91,000 fanga og byrja nú að vinna aftur landssvæði þau, er Þjóðverj- ar höfðu áður tekið. Maí 12.: Síðustu leifar möndul- herjanna í Afríku gefast upp og bandamenn taka 150 þús. fanga. Jxiní 10.: Bandamenn ganga á land á Sikilev og mjakast síðan smátt og smátt norður eftir ítalíu. Júlí 25.: Mussolini er rekinn frá völdum og settur í varðhald, en er bjargað síðar fyrir djarflega fram- göngu nokkurra þýskra hermanna. 11in nýja ítabka stjórn semur um uppgjöf og géngur í lið með banda- mönnum. 1944: Jan. 3.: Rússar, sem á einu ári höfðu tekið aftur næstum öll lands- svæði, er fallið höfðu í hendur Þjóðverja í Mið- og Suður-Rúss- landi, fara nú yfir landamæri Pól- lands. Júní 4.: Róm hernumin af banda- mönnum. Júní 6.: Hin mikla innrás er gerð ! Xorður-I-'rakkland og skömmu síð- ar önnur landganga bandamanna í Suður-Frakkland. Þjóðverjar veita í fyrstunni öfluga mótspymu, en í ágúst fara þeir mjög halloka og næstum alt Frakkland og Belgía losna undan oki þeirra. í september' hægist um á vígstöðvunum. Ág. 23.: Parísarbúar gera upp- reisn og frelsa borgina með hjálp hersveita bandamanna. Sama dag gefast Rúmenar upp og ganga í lið með bandamönnum. Sept. 2.: Finnar slíta stjórnmála- sambandi við Rússa. Okt. 5.: 1 »amlamenn <ranc:a á land í Grikklancli og Þjóðverjar livera (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.