Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Page 8
280 LESBÓK MORGUNBLAf)SIN8 llndverskir slöngutemj arar stunda atvinnu sína. Fjaðrafok HANN VAR MATLYSTUGUR. Stór negri kom inn á skrifstofu leikhússtjóra. Hann hafði auðsjá- anlega töluvert sjálfsálit. — Hvað get jeg gert fyrir þig? spurði leikhússtjórimr. — Veitt mjer atvinnu, svaraði negrinn. — Ertu þá listamaður? — Já, vissulega er jeg það, svaraði sá svarti hreykinn. — Hvað geturðu gert? — Jeg get slegið met í þvi að jeta egg. — Hvernig þá? — Jeg get jetið allan daginn hverskyns egg sem eru bórin fyr- ir mig, hænu, anda og álfta, og yfirleitt allar tegundir. Leikhússtjórinn hafði allmikla kímnigáfu, svo að hann einsetti sjer að ofbjóða þessum sjálfbirg- ingslega negra. — Jæja, það má vel vera að jeg geti notað þig eitthvað — en erfitt verður það. — Það er bara betra! — Jæja, taktu þá eftir. Á virk- um dögum eru fimm sýningar. Ein fyrir hádegi, tvær eftir hádegi og tvær um kvöldið. — Ágætt, herra. — Og á laugardögum eru sjö sýningar í stað fimm. Hvernig fellur þjer það? — Prýðilega! Þjer útvegið mjer egg og áhorfendur, jeg mun sjá um hitt. Leikhússtjórinn ætlaði ekki,að gefast upp. — En á sunnudögum eru sýn- ingar samfleytt frá kl. 10 á morgn ana til 11 á kvöldin. . Hann beið með eftirvæntingu eftir svari. Negrinn varð dálítið órólegur. — Heldurðu að þetta verði of erfitt? sagði leikhússtjórinn sigri hrósandi. — Ónei, en jeg verð samt að biðja yður að gefa mjer eins til tveggja tíma frí á þeim dögum. — Til hvers? — Til þess að fara heim og jeta mínar venjulegu máltíðir! Leikhússtjórinn gafst upp. ★ Tilfinninganæmi. Tveir ræningjar rjeðust á gang- andi mann á förnum vegi. Hann tók hraustlega á móti þeim, varð- ist eins og tígrisdýr með klóm og kjafti, og voru báðir ræningjarn- ir allmikið laskaðir, þegar þeim tókst að slá hann í rot. Þeir leituðu í vösum hans í* þeirri von að finna þar einhverj- ar raunabætur. Það eina sem þeir fundu var einseyringur í jakka- vasa hans. • Sá sem fann einseyringinn horfði fullur aðdáunar á meðvitundar- lausan manninn. — Bill, sagði hann lágt við förunaut sinn. — Hefði þessi mað- ur haft 25-eyring á sjer, hefði hann drepið okkur báða. Á þessu augnabliki kom fórnar- lambið til sjálfs sín. — Heyrðu, lagsi, sagði annar ræninginn. — Hvað kom þjer til þess að berja svona rækilega á okkur Það er það, sem okkur, mig og fjelaga minn fýsir að vita. Ef einn einasti einseyring- ur hefir svona mikið að segjá í lífi yðar, getið þjer fengið hann aftur, ásamt bestu hamingjuósk- um okkar fjelaganna. — Það er ekki upphæðin, sem gerir, sagði ókunni maðurinn. — Mjer leiddist bara að láta ó- kunna menn komast á snoðir um fjárhag minn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.