Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1942, Blaðsíða 2
LESBÖK MORGUNBLÁÐSINS “"274 Jón Víðis teiknaði húsið, en Magnús Jónsson á Klapparstíg 10 í Reykjavík smíðaði það. Húsið er 6 stafgólf. Örlítið for- skygni er við norðurstafn þess og forstofa þar innar af. Nær hún eitt stafgólf inn í húsið í miðju, en háðum megin við hana eru veggskot, og eru þar rúm, sitt til hvorrar handar, og ná yfir tvö stafgólf, þannig að þau ná einu stafgólfi lengra inn í húsið held- ,ur en forstofan. Eru tvö rúmin, hvort upp af öðru í hvoru skoti. En yfir forstofunni og rúmunum er loft á bitum og laus stigi til að ganga þar upp. Er hann látinn liggja á bitunum þegar ekki er, verið að nota hann, svo að ekki sje þrengsli að honum. Á suðurstafni er gluggi og und- ir honum borð og lausabekkir hjá því. En út við veggina eru setubekkir með fóðruðu sæti og baki. Eru þeir svo haglega út búnir, að gera má úr hvorum tvö rúm. Bökin eru laus og á hjörum á veggjum. Má lyfta þeim upp og eru úr sperrum þrjú ólarbönd til að spenna í þau, og eru þá kom- in háarúm. En bekkbríkur eru lagðar fram á gólfið og koma þá tvær flatsængur þar. Öll eru rúm- in með dýnum. Gæti 2 menn sofið í hverju, og eru þá niðri rúm fyrir 16 menn. Uppi á lofti geta sofið 4 menn, og enn fremur gæti nokkrir legið á gólfinu í hvílu- pokum. Með öðrum orðum: hús- ið getur tekið við jafn mörgum næturgestum og langferðabíll rúmar marga menn. Að vísu er þá þröngt, en þröngt mega sáttir sitja. í miðju húsi, milli rúmanna, er eldstó með stórri hurð. Þar er hægt að hita kaffi og sjóða mat, og svo hitar hún upp húsið á svipstundu. í anddyri er þilkista og í henni eru geymdir pottar og pönnur o. fl. Undir gólfi þar er ofurlítill kjallari, og í honum geymd stein- olía, kol og uppkveikja. Annars eru þarna margs konar áhöld, sem ferðamönnum geta að góðu haldi komið, bollar og diskar, skeiðar og hnífar, eldspýtur, lampar, kerti, sápa o. m. fl. Sæluhúsið var bygt í júlímánuði s.l. og völdu þeir staðinn fyrir það Geir Zoega vegamálastjóri, Steinþór Sigurðsson kennari og Kristján Ó. Skagfjörð kaupmaður. Yar smíði hússins lokið 24. júlí og höfðu komið þangað 19 gestir áður en vjer komum, og sumir dvalist þar dögum saman. Þótt kallað sje að húsið sje við Hagavatn, þá er þó drjúgur kipp- ur frá því upp að vatni, þvert yf- ir dalinn og upp brattan háls, sem gengur norðaustur úr Sandfelli. Það var í ráði að vjer skoðuð- um Hagavatn daginn eftir (sunnu- dag) og átti þá að ganga á ýmis fjöll, svo sem Hagafell og Jarl- hettur. Yar því ekkert farið um kvöldið. Sumir reistu sjer tjöld — þau voru alls fimm — og er allir höfðu snætt kvöldverð og drukkið kaffi, var safnast saman í skálan- um. Þar var funhiti. Oss leið öll- um vel, eins og vant er þegar komið er í góðan náttstað eftirN langa dagleið. Ljósin voru slökt, en arinhurðin opnuð og fóru flöktandi geislar af arineldinum um alt húsið. „Við sögur gott er að gamna sjer þá glóð í ofninum lífleg er“. Og nú var farið að segja drauga- sögur, en þess á milli sungið til þess að eyða jafnharðan myrk- fælni, ef slík kend skyldi kóma að einhverjum. Þannig leið kvöldið í rökkurró fram að miðnætti, og þá gengið til náða, því að snemma skyldi taka næsta dag. „Kaupmaður vill sigla, en byr hlýtur að ráða“. Um morguninn var kominn stormur og stórrign- ing, og svo dimt, að rjett grilti í gljúfrin, sem útfall Hagavatns hefir sorfið í gegn um hálsinn hinum megin dalsins. Þetta veður drap allar vonir um fagurt útsýni af fjöllum. Þó rjeðist um helm- ingur fólksins til göngu upp að Hagavatni. Brú hefir verið gepð á kvíslina, sem kemur undan Jarlhettu og tvær brýr á í’arið, önnur niðri í dalnum skamt þaðan sem Leyni- foss var einu sinni, hin uppi við vatnið sjálft, þar sem Farið fellur úr því í svo þröngum stokk, að hægt mundi að stökkva yfir það. Ferðafólk á því að geta gengið þarna um þurum fótum. En svo var illviðrið mikið, að varla var þur þráður á neinum þegar komið var upp að Hagavatni, og stíg- vjelin full af vætu, sem rann nið- ur í þau. Kápur og stormskyrtur dugðu ekkert. Vindurinn lamdi regnið í gegn um alt. Það var heldur ömurlegt og kaldranalegt uppi við Hagavatn, og sást lítið af sjálfu vatninu nema botn þess, og skriðjökuls- brúnin, sem gengur fram í það. Á vatninu sáust þrír jakar á floti. Voru þeir tilsýndar eins og flug- vjelar, og þess vegna þorði eng- inn að taka mynd af þeim, þótt það hefði verið hægt, af ótta við að myndirnar kynni að álítast hættulegar og ljósta upp hernað- arlegum leyndarmálum. Þarna var einn jakinn lítill og flatur, alveg eins og njósnarflugvjel. Annar var mikið stærri og þunglama- legri, og auðsjeð, að þar var sprengjuflugvjel. Sá þriðji var mestur og með yfirbyggingu. Þar var auðvitað orustuflugvjel með skotbyrgi. Á ljósmynd hefði sýnst bæði vængir og stýrissporður á þessum hvítmáluðu flugvjelum — og vei þeim, sem slíka mynd hefði haft í fórum sínum. Merkilegt er það, hvað jökull- inn hefir gengið til þurðar þarna að undanförnu. Fyrir nokkrum árum lokaði. hann alveg vatns- botninum, en nú er þó æði kippur frá Farinu iit að jökulsporði. Jón Eyþórsson veðurfræðingur mældi jökulinn á einum stað hinn 3. ágúst s.l. og segir að hann hafi styst þar um 125—200 metra síð- an 1929. Enn fremur segir hann að til skamms tíma hafi skriðjök- ull náð um 100 metra upp í hlíð- ina á Tröllhettu. Nú sje hann um 500 metra þar frá fjallsrótum, en jökulruðningur hangi enn uppi í hlíðunum. Eftir tveggja stunda burtveru komumst vjer aftur að sæluhús- inu og varð víst hver maður feg- inn að komast í húsaskjól og fá heitt kaffi. Sumir reyndu að þurka föt sín, en það var óvinn- andi vegur fyrir alla. Var þó bið- ið fram um nón eftir því að veð- ur kynni að birta. Menn höfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.