Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 8
844 Litíb'BÓK MORQUNBLAÐSINS Guðmundur í StóruSkógum — og vísur hans f tilefni af grein minni um Guð- * mund Magnússon í Stóru- Skógum, sem birtist i Lesbók Morgunblaðsins 5. jan. s.l., hafa komið fram þrjár athugasemdir, tvær 2. febr. og sú þriðja 13. apr. Eru sumar þann veg, að þörf er að svara þeim í stuttu máli. Jeg er þakklátur Gunnari Þor- steinssyni fyrir hinar glöggu upp- lýsingar hans um Guðmund í Les- bókinni 2. febr. Af vangá hafði misritast hjá mjer föðurnafu Egg- erts í Munaðarnesi. B. B. í Grafarholti bendir á í at- hugasemd í sama blaði, að síðasta vísan, sem jeg tilfærði, sje í Brag- fræði Helga Sigurðssonar eignuð Sigurði Breiðfjörð. Jeg hefi nú fengið nokkru nánari upplýsingar um frásögn Sigurðar á Haugum; eru þær eftir Magnúsi bónda Eiu- arssyni í Munaðarnesi, en honum sagði Sigurður eitt sinn hvernig hann hefði lært vísu þessa. Á unglingsárum sínum var Sig- urður vinnumaður hjá Kristófer á Stóra-Fjalli; var þá eitt sinn að Guðmundur kemur þangað og er mikið drukkinn, var þetta ekki löngu áður en hann andaðist. Fer hann þá með þessar tvær vísur „Um guðs náð“ og „Á nýjum akri“, fyrir þeim Kristófer og Sig- urði og gaf í skyn, svo Sigurður var ekki í neinum vafa, að þær væru eftir sig, en ekki gat hann þess, að hann hefði ort þær þarna og mun það vera missögn í grein minni, að hann hafi ort þær stuttu fyrir andlátið. Jafnframt þessu hefi jeg heyrt, að vísur þessar sjeu úr lengri vísnaflokki og er ein af þeim vísum þannig: Hjer um maður hugsa ber harma það er vörnin, Guð, sem faðir allra er að sjer laðar börnin. Hefir Guðmundur þá ort þennan vísnaflokk einhverntíma áður en Sigurður Breiðfjörð dó, en það var 1846. Skýringin á því, hvern- ig Sigurður fær vísu þessa í hend- ur og skrifar upp, verður þá helst sú, að einhver, sem ekki hefir kunnað vísuna rjett, hefir sagt honum hana, en hann svo skrifað eins og hann heyrði, því kemur hún þarna afbökuð og verður þar miklu lakari en frá Guðmundar hendi, enda væri það ólíklegt, að jafnmikill hagyrðingur og Sigurð- ur Breiðfjörð var, hefði ekki get- að gert hana betur úr garði, jafn- lítið, sem þurfti að breyta henni, svo í lagi væri, enda var Sigurði ógjarnt að yrkja trúarleg ljóð, ef hann þá gerði það nokkurn tíma. Þá kem jeg að athugasemd S. H. L. í Lesbókinni 13. apríl. Vill hann þar sýnilega eigna Húnvetningum eitthvað af vísum Guðmundar. Jeg hafði áður heyrt söguna um nafn- ana Jón Ásgeirsson og Jón Þor- valdsson, en vildi ekki minnast á hana, því hún fær ekki staðist. Líkur eru til að Guðmundur hafi ort vísuna „Nú er hlátur ný- vakinn“ einhverntíma frá vordög- um 1842 til jafnlengdar 1843, því það ár er hann í Stafholti og gift- ist þar, áður en hann fluttist að Stóru-Skógum (í fardögum 1843). þá eru þeir nánustu nágrannar nafnarnir og því eðlilegt, að þeir sameinist í Akranesferðina, sem þá þótti meira ferðalag og þurfti meira fyrir að hafa en nú. En þó þetta ferðalag hafi orðið síðar, þá hefir það ekki getað orðið seinna en 1846 eða 1847, því faðir minn, sem var með í ferðinni, er þá tal- inn unglingur, en unglingar voru menn aldrei taldir lengur en fram undir tvítugsaldur. Nú er Jón á Þingeyrum fæddur 1838 og því svo ungur, að ekki kemur til mála að hann hafi gert vísuna. Er því saga þessi annaðhvort hreinn upp- spuni, máske fyrir afbakaðar heimildir, eða þeir hafa báðir kunn að vísuna og kveðið hana í ein- hverjum galsa, en hvort heldur sem er, þá er öllum best að sagan sje ósögð. Að þessar tvær vísur „Nú er hlátur nývakinn“ og „Höldum gleði hátt á loft“ taki svo langt fram öðrum vísum Guðmundar að „anda og orðalagi“, eins og S. H. L. vill halda fram, svo af þeim ástæðum geti hann ekki verið höf- undur þeirra, er blátt áfram fjar- stæða. Berum saman þessa hend- ingu: „Ljóðanornin vaknar við“ og fyrstu hendingarnar í báðum hinum vísunum, sem eru svo líkar að „anda og orðalagi“, að ekki verður varist þeirri hugsun, að sami maður hafi um þær allar fjallað. Einkenni Guðmundar var að yrkja ljett og óþvingað, birta geðhrifni sína umbúðalaust og not- aði ætíð fegursta bragarháttinn, hringhenduna, því er honum best trúandi til að hafa sagt fram þess- ar gullfallegu vísur, sem lengi munu lifa á vörum þjóðarinnar. 15. júní 1941 J, B. Árið 1942 eru 450 ár liðin síðan Kolumbus fann Ameríku. Þegar er farið að undirbúa ýms mikilfeng- leg hátíðahöld í tilefni af þessum degi, en það, sem vekur mestan á- huga manna, er bifreiðakappakst- ur, sem á að halda á 22.000 km. löngu svæði milli New York og Buenos Ayres. Verðlaunin eru heldur ekki lítilfjörleg. 1. verð- laun nema 1 milj. kr. ★ Kálormaklúbburinn er einn af hinum mörgu klúbbum í Ameríku. Til þess að geta gerst meðlimur hans þarf maður að hafa bjargað lífi sínu að minsta kosti einu sinu: með því að stökkva í fallhlíf úr flugvjel. í klúbbnum eru nú 771 meðlim- ur, 762 karlmenn og 9 konur. 62 þessara meðlima hafa bjargað lífi sínu tvisvar með því að stökkva út í fallhlíf, og einstakir þrisvar, og frægasti meðlimurinn, Charles Lindbergh ofursti, fjórum sinnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.