Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 341 ursti blómgróður, blágresi, lyng og björk. Hraunkarlarnir og keri- ingarnar virðast elska og þrá blóm og gróður og hlúa vel að öllu slíku, svo að ekki er þeim alls varnað, þó þeir fylgist ekki mik- ið með breytingum tímanna. Einna best jijóta hraunstrók- arnir sín í þokuslæðingi. Þeir eru verkefni fyrir dráttlistamann. Eldborg er suðaustan til í miðju hrauninu og ber hátt vfir það. Hún er einhver hin mesta sveitarprýði, sem hugsast getur. Hún blasir við augum frá flestum bæjum í Hnappadalssýslu og víða í Mýra- sýslu og Staðarsveit. Sjálfsagt er það ofsagt, að hádegi sje haldið á Eldborg hvaðan sem hún sjest, en víða munu dagsmörk vera við hana miðuð. Best má átta sig á því, hvílík hjeraðsprýði Eldborg er, mcð því að hugsa sjer, að húu væri horfin burt og eftir væri flatneskjan ein. Þá væri mikiil sjónarsviftir að Eldborg. En eng- in hætta er á því„ að hún hverfi eða sökkvi. Hún er traustlega bygð og vönduð, ekki há, en reglu leg í lögun, eins og hún væri smið- uð eftir fyrirfram gerðum upp- drætti hins besta byggingarmeist- ara. Hún er með reglulegum stein- steyptum veggjum og brúnum alt í kring og vikri og möl, er neðar dregur, hringmynduð og blásvört að lit. Borgin er eldgígur. Hið stóra hraun er frá henni runnið. Ofan í hana er skál, viðlíka djúp eins og borgin er há frá jafn- sljettu. Og brúnirnar, gígbarm- arnir, eru sumstaðar svo mjóir eða þunnir, að vel má sitja á þeim tvo vega með annan fótinn dingl- andi ofan í gíginn, en hinn fót- inn utanvert, út að víðri veröld. Auðveld er borgin uppgöngu, enda er hæðin aðeins fullir 100 metrar yfir sjávarmál, en að sjálf- sögðu nokkru minna yfir jafn- sljettu umhverfisins. Útsýni frá Eldborg er fögur, einkum fjallahringurinn. Næsta fjallið er Kolbeinsstaðaf jall, risa- vaxið og tröllaukið rís það upp frá jafnsljettunni með brúnum sín- um og tindum. Haukahreiður er fremsta nípan, en Tröllakirkja hæsti hnjúkurinn. Yið hlið Kol- beinsstaðafjalls er Fagraskóga fjall lítið eitt lægra, lítið eitt smá- feldara og yfirbragðssljettara, en þó æði svipmikið. Þar í fjallinu hafðist Grettir við í Grettisbæli. Þessi tvö fjöll eru líkt og maður og kona. Á milli fjallanna skerst lítill dalur, Kaldidalur (Kaldár- dalur). Því miður hefir stundum svo farið í hjónasambúð, þó hún væri skemri heldur en sambúð þessara tveggja fjalla, að dálítill Kaldidalur hefir orðið á milli hjón anna og aðskilið þau. í fjarsýn frá Eldborg er mikill og fagur fjallahringur: Snæfells- jökull í vestri og svo allur Snæ- fellsnesfjallgarðurinn með Elliða- hamri, Ljósufjöllum, Hafursfelli, dimmu og brúnaþungu, Skyrtunnu, Svörtufjöllum, Hesti og Sátu. En til suðurs eru Mýrafjöllin og Hafnarfjall og Akrafjall, en Keilir og Reykjanesfjöllin sjást við hafsbrún, ef hyllingar eru. Fjöldi bæja og blómlegra býla blasa við frá Eldborg, hinar feg- urstu og hýrlegustu sveitir með góðu og glöðu fólki og miklum ræktunarmöguleikum og miklum framtíðarskilyrðum. Samgöngur eru þar nú ágætar, en áður fyr átti þetta hjerað við mikla sam- gönguerfiðleika að stríða, og urðu menn þá að reiða allan sinn kaup- skaparvarning á klökkum 12—15 stunda lestaferð um vegleysur og foræði, til Stykkishólms eða Borg- arness. í Kolbeinsstaðahreppi eru marg- ir aðrir eldgígar og mörg önnur hraun (Rauðamelskúla syðri, Gull- borg, Rauðhálsar og Barnaborgir eru helstu eldgígarnir hver með sínu hrauni. Eldborg er fegurst allra gíganna og nýtur sín best i útsýninu, en Gullborg líkist henni dálítið í lögun, en samsvarar sjer þó ekki eins vel. í miðri sveitinni, milli Eldborg- arhrauns og Barnaborgahrauns eru melaflákar ákaflega víðáttumiklir, gróðurlausir og ömurlegir; eru þeir þaktir smágrjóti, möl og leir. Alt mun þetta hafa verið skógi vaxið fyrrum, en skógurinn verið höggvinn vægðarlaust og svo blás- ið upp og landið orðið örfoka. Ef til vill eiga þessir ömurlegu melar í vændum að fá sín tækifæri og sína köllun, þó síðar verði og bæt- ur þeirra ranginda, sem þeir hafa orðið fyrir af fávísum mönnum. Ef til vill eiga þeir síðar í vænd- um að fá færi til þess að endur- gjalda ilt með góðu, fóstra og fæða óbornar kynslóðir mannanna barna, verða að frjósömum akur- reitum, blómlegum býlum og skrúðfögrum skógum. Hver veit 1 Tíminn líður fljótt við að skoða Eldborg, hraunið og hina fögru útsýn. Degi tekur að halla. Frið- sæld og fegurð náttúrunnar er mikil. Hljóðleikinn og kyrðin vek- ur undarlegan geðblæ. Hátíðleiki og helgi hvílir yfir' allri náttúr- unni. Jeg kveð Eldborg reifaða skini lækkandi sólar, dagur líður að kvöldi. Sá, sem alist hefir upp með Eldborg í hádegisstað fvrir augum sjer öll sín æskuár, getur ekki annað en minst hennar með söknuði og hlýleika alla ævi. Fyrir rúmum 75 árum gerði _ Pasteur, vísindamaðurinn frægi, tilraun, sem átti að sanna, að bakt- eríurnar lifðu í loftinu. Hann sauð súpu og setti hana í flösku og bræddi fyrir stútinn, svo að ekk- ert loft kæmist að. Tilraunin hepn aðist algerlega, því að súpan er jaf-n óskemd og góð í dag og hún var fyrir 75 árum. Dr. Louis La Place í Philadei- phiu á nú flöskuna, en Pasteur gaf föður hans hana á sínum tíma. ★ Pilsudski marskálkur, fyrver- andi einræðisherra í Póllandi, var sjerstaklega hrifinn af norska verslunarmanninum Sam Gyde, sem. var fyrsti sendiherra Norð- manna í Póllandi. Fvrir því lágu auðvitað ýmsar ástæður, en eina hefir Pilsudski sjálfur skýrt á eftirfarandi hátt: „Gyde er einn af þeim fáu útlendingum, sem jeg hefi kjuist, sem aldrei hefir reynt að kenna mjer, hvernig jeg á að stjóana Póllandi. ★ Ung hollensk stúlka var fyrir nokkru tekin föst þar í landi fyr- ir smygl. Það kom í Ijós, að hiiu hafði komið með kistu frá Frakk- landi, sem í voru 6000 falskar tenn ur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.