Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1941, Blaðsíða 4
340 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Sauðlauksdal 15. sept. 1941. að er sólbjartur sunnudagur í ágúst. I dag er ferðinni heit- ið að Eldborg, beint af augum, fótgangandi yfir Eldborgarhraun. Hraunið er víðáttumikið og mjög úfið og brunnið. Það er í neðri hluta Kolbeinsstaðahrepps. Bæir eru umhverfis það, en þó all-lang- ar bæjarleiðir á milli sumra þeirra. Meðfram norðvesturjaðri hrauns- ins endilöngum liðast Haffjarðar á með brotum og hyljum og gnægð af laxi. Um Eldborgarhraun og upphaf þess segir svo í Landnámu: „Þá var Sel-Þórir gamall ok blindur, er hann kom út síð um kveld, ok sá at maður reri útan 1 Kaldárós á járnnökkva, mikill ok illilegur, ok gekk þar upp til bæj- ar þess, er í Hripi hét, ok gróf þar í stöðulshliði; en um nóttina kom þar upp jarðeldr, ok brann þá Borgarhraun; þar var bærinn, sem nú er borgin“. Ekki mun þó þessi frásaga Landnámu fá staðist, og mun Eld- borg og hraunið hafa brunnið fyr- ir landnámstíð. En sögn Landnámu gæti verið runnin frá munnmæl- um um sýn, eða ofsjónir, sem hinn blindi maður hafi sjeð, og kemur slíkt fyrir um gamalt fólk, þó blint sje, er elliglöp sækja á það. Eldborgarhraun er víða ákaflega torfært og brunnið, grátt og grett til að sjá. í því leynist þó mikið af landkostum fyrir sauðfje, og fegurð. Víða er í því mikill skóg- ur, þjettir bjarkarrunnar, en inn- an um gnæfa beinvaxin og fögur reynitrje yfir bjarkir^ar. Hraun- kollarnir eru undrafagrir og hlý- legir, þar er altaf logn, og hitinn mikill, þegar sólskin er. Mikið vex þar af blágresi og öðrum fögrum blómjurtum, en í djúpum og þröng um glufum vaxa háir og skrúð- grænir burknar, þessi dásamlegi pálmagróður íslenskra hrauna. Það er seinfarið yfir hraunið, bæði vegna þess, hve úfið það er, og svo af hinu, hve marga fegurð ber fyrir augað, mörgu er að að hyggja og margt vekur undrun og aðdáun, eða athygli og umhugsun. Hjer eiga skógarþrestirnir sjer bygðir og bú og margir aðrir fugl- ar, og lifa í gleði og ánægju óá- reittir og sáttir við tilveruna. Eldborg er hvorki mjög há nje fvrirferðarmikil, en hún er falleg og regluleg frá hvaða hlið, sem hún sjest, og er þannig í sveit sett, að hún nýtur sín 'til hlýtar og er til ómetanlegrar fegurðar og prýði, og njóta þess heilar sveitir. Hraunin íslensku eru heimur út af fyrir sig. Þar býr sjerkennileg þjóð, steinrunnin þursaþjóð, hraun drangarnir, úfnir, gráir og grett- ir, ímynd fávisku og þursaskapar,* margir hverjir, en sauðmeinlausir og geta verið skoplegir og skringi- legir í öllum sínum steinrunna eintrjáningsskap og sínum marg- víslegu og kynlegu stellingum. Allskonar yfirbragð og svipmót bera þeir á sjer — nema fríðleik- ann. Sumir hraunkarlarnir eru svo ömurlegir og dapurlegir, eins og allar áhyggjur og óhöpp meir eu þrjátíu kynslóða hvíldu á þeim. Sumir eru skeggjúðar miklir, með skegg ofan á hnje, sumir skrum- skæla sig, svo að býsn er á að sjá. Aðrir eru gleiðgosalegir, eða undirfurðulegir, kampakátir eða slóttugir, fýldir og drýldnir, eða gorgeirsfullir og gikkslegir, ýgldir eða brettir, starandi eða flissandi og með öll hin margvíslegustu og ámátlegustu svipbrigði, og í flest- um hugsanlegum stellingum. Sum- ir rogast hálfbognir með feikna byrði á baki sjer, sem þeir sýn- ast vera að örmagnast undir, en ekki kikna þeir samt eða hníga niður. Svipuðu máli gegnir uin hraunkerlingarnar eins og hraun- karlana. Sumt af þessu hraunfólki getur þó verið furðu geðugt og viðfeldið, þegar maður fer að kynn ast því og venjast, og getur vakið samúð og jafnvel vináttu. Jeg minnist einnar hraunkonu, sem jeg horfði einatt á, þegar jeg var drengur. Hún sat og greiddi hár sitt og var svo ósköp raunaleg. Hvenær sem jeg leit á hana, seint eða snemma, altaf var hún að greiða hár sitt og altaf jafn rauna leg. Og svona er hún víst enn og verður. Og ný börn vaxa upp og horfa á mæðusvip hennar og hár hennar. Mjer er altaf hlýtt til þessarar konu og hefi samúð með henni, og mjer er vel við ýmsa aðra hraun- karla og hraunkerlingar. Alt er þetta mesta meinhægðarfólk, sem engum gerir mein, ekki er það með neinn^ hringlandaskap og hvikar ekki af sínum stað. f stór- um hraunum er mikill fjöldi af þessum hraunstrókum, heil hraun- þjóð. í skjóli þeirra vex hinn feg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.