Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 Fjaðrafok udn 7 a Kennarinn: Sveinn, í heimastíln- nm þínum voru ekki færri en 23 villur. Gátu þær ekki verið færri ? Sveinn: Jú, jeg hefði auðvitað getað haft stílinn styttri. ★ — Talar maðurinn yðar nokk- urn tíma upp úr svefninum, frú Bruun ? — Já, það er hræðilegt. í fyrra varð hann að háði og spje fyrir öllu skrifstofufólkinu sínu! ★ Hún: Trúið þjer á ást við fyrstu sýn ? Hann: Nei. Hún: Jæja, við sjáumst kannske seinna. ★ Faðirinn við lítinn son sinn: — Hugsaðu þjer, Fritz, í nótt kom lítill engill í heimsókn til mömmu þinnar og gaf henni litle systur. Langar þig ekki til þess að sjá hana? Fritz litli: — Nei, lofaðu mjer heldur að sjá engilinn. ★ Jeg var einu sinni í gildi með Englendingi og Skota. Við ætluð- um að leggja saman í drvkkjar- föngin. Jeg og Englendingurinn komum með sína whiskýflöskuna hvor, en Skotinn með — bróTSur sinn. ★ — Jeg bauð Elsu út í ágætan miðdegisverð, bauð henni í leik- hús um kvöldið og ók henni heim í bifreið. Og veistu svo, hvað hún sagði? — Nei. —• Hver hefir eiginlega sagt þjer það? ★ Það er auðvelt að gagnrýna en listin er erfið. ★ Jafnvel guðirnir berjast árang- urslaust við heimskuna. ★ — Hvernig er hann í verslunar- viðskiftum ? — Það eina, sem hann hefir komist yfir með heiðarlegum hætti, er gigtin í skrokknum á sjer. Blánar fyrir burstum tveimur, bæ, sem nú er löngu horfinn og í rót er svörður sorfinn, sandur þar sem gólfið var, — fágað, prýtt sem helgur heimur heimilið, sem móðir unni, þar sem bömin bygðu á grunni borgir, sem að hrundu í mar. Hjet að Bergi bærinn fríði, bustalár hinn veggjaprúði, þar sem Guðný gróðri hlúði, göfug sínum börnum vann. Bóndi hennar stóð í stríði starfs og anna á sænum kalda, þrek og dirfsku þurfti gjalda, þangað feng er sótti hann. Liðu ár með ýmsum vanda, ein var Guðný löngum heima, börnin mörg hún mátti geyma, minnug als er trygðir batt. Alt bar svipinn hennar handa, húsið prýtt við lítil efni, átti hjartans undirgefni auðug sál með lyndi glatt. Man jeg fornu heima haga, hrein hvar lágu bernskusporin, þar sem akrar uxu á vorin, eplin góðu spruttu í jörð. Leiksystkini ljúfra daga löngum mín jeg fann að Bergi, tryggri vini taldi hvergi, tök þó stundum yrðu hörð. Guðný okkar ærsli skildi, æskan hlekki þurfti brjóta, fagna glöð og frelsis njóta fögrum máta í hverjum leik. öllum gott hún gera vildi, glæða traust hins unga vilja, láta barnið læra að skilja lífsins undur sterk og veik. Guðný átti helga heima hugðarefnið sálu kæra, gaf sig Lávarð ljóssins skæra liðsmann Krists í Frelsisher. Átti hjartað heit að geyma, háðið stundum fann í leyni. Kasta vill svo veröld steini, vega og dæma hvað sem er. Árin liðu, — áður varði urðu börnin hláturmildu vaxið fólk og vegir skildu, vandi þungur allra beið. Suma beygði heimur harði, hlutu aðrir vegsemd góða, margir fjellu á feigðarslóða, fundu gröf á miðri leið. ★ Mörgum árum seinna segir sem jeg henni mætti á stræti, var sem ennþá ungri kæti endurbrigði á þreyttum hvarm. Mætt þá höfðu mótgangsvegir, mæðuskúrir litað sjáinn, börnin flest og bóndi dáinn, brosti Guðný leyndum harm. Nú er konan góða gengin, gleymd og horfin vinum fáum, lifir sál á leiðum háum lífsins guði þar sem hjer. Móðurhönd á milda strenginn, máist aldrei kærleiksrósin, eilífð blessar lífsins ljósin, launin ber í skauti sjer. KJARTAN ÓLAFSSON. Dómarinn: Hversvegna stáluð þjer? Sakborningurinn: Neyðin kmiði dyra hjá mjer. Dómarinn: Þjer hefðuð getað látið vera að ljúka upp. ★ Byggingameistarinn: Og svo et það hugmynd mín, að við málum upphafsstafi nafns yðar á dyrnar. Húseigandinn: Það má aldrei til þess koma, jeg sem heiti Wern- er Crantz! ★ Dómarinn: Segið þjer mjer nú, hversvegna þjer stáluð aðeins varningi, en ljetuð peningakass- ann ósnertan. Sakborningurinn: Á nú einnig að sakfella mig fyrir þá yfirsjón? ★ Það skemtilegasta í heiminu eru fallegar hugsanir og mesti vísdóm- ur heimsins er að hafa sem mest af þeim. ★ — Hvað mynduð þjer segja, ef jeg stæli kossi? — Loksins kom það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.