Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1941, Blaðsíða 2
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS av*'r 5SB • • *■ ..y*- Glasgaw og Liverpool. Er Liverpool í framsýn, en Glasgow baka til, og sjest þó, hve reisulegt húsið hefir verið. lega, en menn megi gæta sín, ef hann er hvass á norðan, að menn ekki hrapi ofan hinu- megin, því að þar liggur ann- ar stigi ofan jafnbrattur; en við því þarf ekki að vera hætt, því að eigandi „Glasgow“ hefir verið svo fyrirhvggjusamur að láta setja þar grindur svo sterk ar, að þær munu halda jafnvel þeim, sem eru orðnir ærir af blaðamensku, sumir magaveikir. en sumir brjóstveikir, eða berkla veikir og breinglaðir. Eftir að menn hafa halað sig upp þennan stiga, þá eru útidvrnar fvrir fram an nefið á manni með auglýsingu um, hvenær safnið sje opið. Jeg hafði einu sinni sett auglýsingu um það í tvö blöð hjer, og svo voru einhverjar auglýsingar ein hvern tíma í „ísafold", sem jeg hafði ekki sett eða beðið fyrir; jeg var því í rauninni ekki skyld ur að ávísa borgun fyrir þær, en gerði það samt; en enginn þess- ara blaðamanna hefir sýnt safn- inu eða fjelaginu þá velvild að taEa þessar fáu línur ókeypis í blöðin. Eftir að menn nú hafa Jok ið upp útidyrunum, þá verður fyr- ir manni langur, koldimmur rang- hali, svo manni gæti dottið í hug vegurinn, sem Hermóður reið til Heljar, er „hann reið níu nætr dökkva dala og djúpa, svá at hann sá ekki“, því að ekki sjest skíma í þessu myrkri; og ekki bætir það um, að undir niðri mun vera undirdjúp, kannske tálgrafir fullar af eitri eins og þær, sem Sturlaugur hinn starfsami hlant að stökkva yfir í Jómalahofinu, en hjer er nú samt ekki slíkt að óttast, því að gólfið er rammgert og sjálfsagt eins sterkt og gólfið í Bilskirni. höll f>órs: „í þeim sal eru fimm hundruð gólfa ok fjórir tigir; þat er hús mest, svá ar menn hafa gert“, segir Snorri, og hefir það sjálfsagt verið fult eins stórt hús og „Glasgow“. Nú er þessi dimma leið er yfirfarin, þá er komið að afar háum stiga, svo að hver sá, er að kemur, verður afi setja „hnakkann á bak aptr“, eins og Þór hlaut að gera, þegar liann kom til borgar Útgarðaloka; mun hjer sannast hið fornkveðna: „per ardua ad astra“, eða „ógur leg er andans leið upp á sigur- hæðir“, eins og síra Matthías seg- ir — hver skyldi ekki þekkja þessi orð, þar sem „alt ísland hlusta’•, þegar síra Matthías talar“, eftir því, sem ísafoldar skáldið kennir oss. Nú förum við að klifra upn stigann, þó að ekki sje neinn end- ir sjáanlegur, og þá er einmitt heppilegt, að alt er kolniðainyrk- ur, því að annars mundi menn sundla; varlegra er samt að hafa gát á sjer, því að ekki er handrið nema öðrumegin á stiganum, en hinn barmurinn er handriðalaus, líklega til þess, að menn eigi hægra ineð að fleygja sjer út, e£ menn vilja líkjast þeim, sem geng- ur fyrir ætternisstapa og fylgja þannig fornaldar-siðum. Er það mikið mein, að annað eins fyrir- komulag ekki skuli eiga sjer stað við uppganginn til forngripa- safnsins, því að þar mundi það betur eiga við. Þá er menn ganga upp stigann, gæti mönnum vel dottið í hug, að menn væru á leið- inni til himnaríkis, einkum eins og Múhamed lýsir því — raunar ekki von á Huris eða svarteygum mej’jum, en venjulega ilmar alt í kring af steikarlvkt og daun- sælum matarrevk, og bullandi suðuhljóð leggur að eyrum manns eins og vatnstærir hljómdropar í syngjandi spiladós. Þegar loksins upp er komið, þá mega menn vara sig, menn eru þegar mintir á hin óþægilegu fótakefli, sem forlaga- nornirnar leggja fyrir menn í líf- inu, eins og skrifað stendur: „ljótu leikborði skaustu fyrir mik in lævísa kona“; barnavagn eða þvottastampur stendur venjulega á ganginum og sjest ekki í niða- myrkrinu, því að engan ljósgeisla leggur inn í þennan nayrkheim, þótt hádagur sje á lofti og sól skíni um alla veröld. Mega menn því þakka fyrir að komast ó- meiddir og með heila limi að sjálf- „blessaðir fuglarnir . . . standa nú á safninu, ódauðlegir og eldast ekki“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.