Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.07.1939, Blaðsíða 4
22° LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jórsalaför guðfræöiprófessoranna. Hljóðfæraleikararnir í Sevilla « Við komum til Sevilla seint um dag. Hitinn og svækjan í lestinni hafði verið ógurleg. Lestin sjálf garmaleg og óhrein. Við hjeldum beina leið til gistihússins og urð- um fegin að ræsta okkur til og fá svalann inn í herberginu. Mig minnir að hótelið hjeti Lion d’or, og það var í götu nálægt nauta- atssviðinu mikla, en Sevilla er höf- uðstaður nautaatanna á Spáni. Við sátum og hvíldum okkur. Það var gaman að vera kominn til Sevilla, einhver rómantiskur hreim ur í sjálfu nafninu. Við vorum að ræða um áætlun næsta dags og lesa í ferðabókinni um bæinn. Það var náttúrlega dómkirkjan mikla sem fyrst af öllu varð að skoða, og klukkuturninn frægi, Giralda, sem staðið hefir frá tímum Mára, en er nú turn dómkirkjunnar. Alt í einu berst hljómur inn í herbergið, dynjandi hergöngulag í raikilli fjarlægð. Við förum út á svalirnar og heyrum óminn, en engin hreyfing sjest. Lagið hættir. Gatan er fáfarin, og ekkert ber fyrir annað en húsaraðirnar og dauf, og götuljósin. Fáeinar hræð- ur gengu eftir stjettunum og skygnast í búðarglugga. Þá dynur lagið aftur, og nú er það nær. Margar raddir, hvínandi og hvellandi. Þetta heldur áfram um stund, og svo þagnar það. Það skyldi ekki vera bara ...T Jú, það var bara lírukassi. Nú komu tveir menn fyrir horn ofar í götunni, og drógu með sjer gríðar- mikið bákn á hjólum, líkast stóru orgeli. Þeir stað:iæmdust. Annar byrjaði að snúa í ákafa, en hinn skimaði upp í húsið, hvort nokkur hreyfing sæist. Þeir luku laginu. bjuggu um „fyrirtækið" sitt og komu nær. Þeir hafa líklega sjeð okkur þar sem við sátum á svölunum, eða að minsta kosti stönsuðu þeir. Þeir bjuggu um hljóðfærið, og svo byrjaði annar náunginn að snúa. Það glumdi heldur en ekki í. Það tók undir I tómri götunni. Þetta háværa vonleysis glamur var ótrúlega ömurlegt. Það var einhvern veginn eins og öll von- brigði þessara tveggja manna fylgdu hverjum tón, og gerðu hann dapurlegan þrátt fyrir all- an hávaðann. Eða kanske einmitt vegna hávaðans? Við köstuðum pening. Hann glamraði við götusteinana. Og þá var eins og rafmagnsstraumur færi um hljóðfæraleikarana. Hinn maðurinn þaut til, greip peninginn og veifaði húfunni til okkar. Við köstuðum öðrum pening. Og sá peningur var ekki látinn steyta sig við steinunum. Náunginn greip hann í húfu sína og hneigði sig djúpt. Og uú var eius og nýr blær kæmi á tónlistina. Nú var ekki hætt þótt fyrsta lag væri búið og ekki þótt annað lag endaði. Alt það besta í safninu kom fram. Við hentum pening eftir pening nið- ur, og enginn þeirra fjekk að snerta götuna. Alt voru þetta smáskild- ingar og þeim var vel varið. Sá sem við hljóðfærið var, hneigði sig milli laganna, eins og liver annar tónsnillingur á leiksviði, „og söng sig upp“ í meiri og meiri fögnuð og snild. En hinn safnaði bæði skildingunum í vasann og lífsþrótti í hverja hreyfingu. Það var auðsjeð að hann vildi helst að við köstuðum skildingunum hingað og þangað til þess að hann gæti sýnt fimleik sinn í því að grípa þá í húfuna. Það var bæði fjörug hljómlist og fjörug fim- leikasýning fyrir framan Lion d’or það köld. Þegar á þessu hafði gengið um stund, sátum við um færi er hljóð færamaðurinn hafði lokið einum af sínum miklu stríðsmörsum. Stóð um við þá upp og hurfum inn, en vinir okkar á götunni hneigðu sig djúpt og veifuðu til okkar með allri þeirri grandesse, sem Spán- verjar eiga, jafnt hljóðfæraleik- arinn á götum og höfðinginn. Það var enginn betlarabragur á þessu. Þeir höfðu leikið og við borgað fyrir skemtunina. Verið þið sælir! Þeir voru fljótir að búast til brottferðar og nú var ekki stað- næinst fyrir framan fleiri hús. Nú var ekið í spretti niður alla göt- una. Það var líf og fjör í þeim hreyfingum. ★ Næsta dag var nóg að gera. Við þeyttumst um bæinn í steikjandi sólarhitanum. Skcðuðum dómkirkj una, sem er eins og fjall holað innan, gengum upp á Giralda, og heyrðum og sáum hringt klukkun- um nafntoguðu. Við sáum staðinn þar sein rakarinn frægi í Sevilla rak handverk sitt, versluðum í Sierpes, skoðuðum Alcasar, nauta- atshúsið o. s. frv. Við komum heim á gistiliúsið dauðþreytt og fórum nú að ráð- gera ferðalag næsta dags, því að nú átti að halda af stað næsta morgun til Granada til þess að skoða Alhambra og öll þau undur, sein þar eru. Og svo var að raða niður hjá sjer dótinu og vera til búinn. Þá alt í einu glymur dynjandi hergöngulag úti á götunni, fjrir framan gluggan okkar. Það var ekki um að villast. Það voru sömu hálffölsku og rifnu tónarnir, sama garganslega háreistin eins og kvöldið áður. Veri þeir blessaðir komnir Nú höfðu þeir ekki verið að mæna upp í gluggana ofar í götunni, heldur haldið beina leið til gömlu góðu kunningjanna í Lion d’or. Við gengum út á svalirnar og þarna stóðu þeir vinir okkar. Ann ar sneri „hljómsveitinni‘r í ákafa, en hinn tók ofari eins og þjóð- Eftir próf. Magnús Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.