Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 341 í brekkunni fyrir ofan Bólstaðarhlíð nú bíllinn von bráðar og- ókum við strax af stað tii Skagastrand- ar. Fórum við þarna um eiua sveit sem við höfðum aldrei heyrt nefnda fyr, en það var Refasveit. Einnig sáum við þarna skip skamt frá landi. Spurðum við bílstjórann hversvegna það lægi iijer. Sagði liann að þetta væri gamli ,,Þór“ í strandi. l'ar skipið þarna óbrotið að sjá og á rjettuin kili, líkast og ]>að lagi fyrir akkerum, og var því eðlilegt að við spyrðuin. Segir nú ekki meira af ferð okkar fyr en við komum til Skaga- straiular. Byrjuðum við strax á að rífa í sundur „bílræksnið“. Okkur til hægðarauka veltum við honum á hliðina og síðan alveg á hvolf. til að komast betur að því sem við þurftum að losa. Stóð þarna vfir okkur fjöldi fólks, mjög svo undrandi yfir þessari gráðugu rifrildisaðferð. Gekk okkur bærilega að ná öxl- inum úr, og var liann minna slit- inn og betur útlítandi en við höfð- um búist við. Lofuðum við því að senda eigandanum peninga fyr- ir öxulinu eins og nýr öxull kost- aði í Reykjavík. Okum við því næst til baka, mjö'g ánægðir í skapi yfir veiðinni. Ilægðum við ekki á ferðinui fyr en við komum að tjöldum brúargerðarmanna, sem þarna voru á leiðinni. Þar var maður sem bílstjórinn þurfti að tala við. Sem betur fór var liann ekki sofnaður þó framorðið væri. Bauð hann okkur inn og kveikti á prímusnum og hitaði kaffi handa okkur. Drukkum við þarna nokkur mál af vel sterku kaffi. Yar það sannarlega hress- andi tlndir þessum kringumsfæð- um. Hjeldum við því næst ferðinni áfram, uns við komum að brekk- unni aftur. Skildum við nú við bílstjórann, sem liafði gert okkur þennan mikla greiða. Þrömmuðum við því næst upp brekkuna með öxulinn. Var klukkan nálega 3*að nóttu, þegar við konnun til fje- laganna, sem sváfu allir, sumir inni í tjaldi, en aðrir undir ber- um himni. Vorum við nú búnir að vera nákvæmlega 15 klukkustund- ir í þessurn öxul-leiðangri, og höfð- um farið ca. 117 km. Vöktum við nú liina, til að koma bílnum í lag, en sjálfir fórum við að sofa. Höfð um við þannig vaktaskifti. Víkur nú sögunni til þeirra sem eftir voru við bílinn. Fóru þeir frá Bólstaðarhlíð npp að ’bílnum aftur og bvrjuðu strax að rífa í sundur afturpartinn. Einn varð samt eftir á Bólstaðarhlíð til að síma suður í Revkjavík. Þurfti hann að bíða nokkuð lengi eftir samtalinu, fór því að ganga í kringum kirkjuna, sjer til afþrey- ingar. 26 hringi var hann búinn að ganga þegar símasamband náð- ist. Síðan fór hann uppeftir til hinna, sem voru langt komnir með að ná hinum brotna öxli úr „Mix- inum“. Þegar því var lokið var ekki hægt að gera meira að sinni. Fórn þeir þá að skima í kringum sig og sáu þá 3 kvenmenn við rakstur, þar neðst í brekkunni. Gátu þeir þá ekki staðist mátið. fóru til stúlkiianna og buðust til að hjálpa þeim. Þáðu þær það, þó svo þær hjeldu að lítið gagn væri í Reykvíkingum við heyrakstur. Sjálfar fóru þær lieim á bæ að mjólka. ★ Hömuðust þeir með hrífurnar í heyinu í. ca. 2 klukkutíma. Kom þá til þeirra dreugur, og sagðist vera sendur frá stúlkunum og vildu þær finna þá heim. Fóru þeir því strax heim í bæ. Var þá búið að framreiða góðan og' kröftugan mat handa þeim. Leið þá ekki á löngu, þar til þeir þurftu að losa á sultarólunum, sem voru orðnar talsvert strengdar. Sátu þeir þarna fram eftir kvöldinu í fjörugum samræðum við heimafólkið. — Kvöddu síðan þetta kurteisa og góða fólk og hjeldu af stað upp að „Mixinum" aftur. Reistu þeir þá upp tjaldið og fóru að sofa. En sumir sváfu úti undir berum himni, vegna þess hve veðrið var vndislegt. Sváfu þeir nú eins og steinar, þar til kl. 3 um nóttina að við komum með öxulinn. Kringum kl. 6 að morgni var alt komið í lag aftur. Brunaði „Mixinn“ ennþá einu sinni af stað. Var nú tekið lagið eins ogf oftast jiegar alt ljek í lyndi. Ekki vor- um.við samt komnir langt, þegar við fórum að heyra smelli aftur í drifinu, sem altaf voru að aukast, þar til við þorðum ekki að halda lengur áfram en stoppuðum, og tókum ennþá í aimdur afturpart- inn. Kom þá í ljós að tvær slíf- arnar voru brotnar. Gátuin við samt lagað þetta í snatri og haldið ferðinni áfram. Stönsuðum við nú ekki fyr en við koinum á móts við Björilólfs- staði. En þar var ráðskona sem tveir af okkur þektu, frá því hún var við afgreiðslu í bakaríi í Revkjavík. Leið nú ekki á löngu þar til við hittum hana káta og skemtilega eins og vant vár: Var okkur gefið kaffi og kökur eins og við gátum jetið og drukkið. Ekki gátum við samt staðið lengi við þarna á Björnólfsstöðum, því áfram urðum við helst að halda á meðan „Mixinn“ hjekk saman. Hjeldum við því ferðinni áfram til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.