Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MOivGUNBLAÐSINS 33!) I)r. Guðm. Finnbogason: VETRI FAGNAÐ . v . ' m Eftirfaraijdi ræðu flutti dr. (íuðm. Finnbogason lauds- bókavörður fyrsta vetrardag' s.l. á skemtifnndi Stúdenta- fjelags Revkjavíkur, sem bald- inu var að ITótel Borg. I—»ormaður Stúdentafjelagsins bað mig að segja hjer nokk- ur orð til að fagna vetri. Það var svo sem auðheyrt á honum, að hann bjóst við því sem sjálfsögðu, að jeg væri fús til að b.jóða vet- urinu vejkominn, eins og einhvern góðan gest, og segja eitthvað vin- samlegt um hann, því að ekki mundi það kallað að fagna ein- hverjum, að taka á móti lionum með skömmum. Það er nú reynd- ar ekki nvr siður að fagna vetri engu síður en sumri. Forfeður vor- ir gerðu það. „Þat var þá marg’ra manna siðr at fagna vetri .... ok hafa þá veislur og vetrnáttablót", segir í Gísla sögu Súrssonar, og í Olafs sögu helga segir um Þrændi: „Þat var siðr þeirra al hafa blót á haust ok fagna þá vetri“. En hvers vegna á að fagna vetri? Ef hann er borinn saman við sumarið, þá er þar einhver mesti munur á, sem til verður uefndur, sumarblíða og vetrar- harka er eins ólíkt og ljós og myrkur, og ef menn ættu að velja um eilíft sumar og eilífan vetur, þá yrðu þeir eflaust fáir, sem kysu sjer eilífan vetur. Það skyldu þ;Í’ vera þeir, sem hugsa eins og skáld- ið, sem kvað: Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en jeg hæli vetrinum, því nóttin er löng. Ilann hefir verið í ætt við drauginn, sem sagði: „Skemtilegt er myrkrið", eða þá farið eitt- Iivað sjerstaklega vel um hann á nóttunni. Mjer fyrir mitt leyti dettur ekki í hug að telja veturinn þvílíkt fagnaðarefni sem sumarið. En bessi siður, að fagna vetri, kann þá iun á við: ingi og lífsreynslu en í fljótu bragði virðist. Mennirnir eru svo gerðir, að þeir una ekki til lengd- ar hinu sama, hve gott og fagurt og' indælt sem það kann að vera. Þeim mundi leiðast eilíft sumar og ekki kunná að meta það. ef þeir liefðu ekki veturinn til sam- anburðar. Mjer dettur í hug hann dr. Jón Stefánsson. Hann var um tíma á eynni Mauritius austur í Indlandshafi. Þar er mikil nátt- úrufegurð og blíðviðri, en' dr. Jón þráði mest af öllu íslenskan blind- byl. Og svona er það um alla hluti. Aldrei er svo fögur kven- tíska í klæðaburði, að konur grípi ekki fegins hendi hve ljóta nýja .ísku sem er, til þess að vera ekki lengur í samskonar búningi og áð- ur, hve fagur sem liann var. Það virðist því svo, sem menn þurfi að hafa blítt og strítt, gott og ilt til skiptis, til þess að njóta blíð- nnnar og gæðanna til fulls, þegar þau koma aftur, og sjerstaklega, að menn verði að lifa í tilhuga- lífi við það, sem gott er, áður en þeir eignast það. Það er þetta tilhugalíf við betri tíma en líðandi stund, sem gefur lífi livers manns mikið af gildi sínu. Ætti jeg ekki vífa val von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mjer þætti á stundum. Björnson segir einliverstaðar: „Lífið hefir yfir sjer draum, sem er sálin í því, og þegar sá draum ur dvín, er lífið sem liðið lík“. Frá þessu sjónarmiði geta þá allir fagnað vetrinum. Hann er sá tími, er menn lifa í tilhugalífi við sumarið: Gleður æ. það saga er segin, sólskinsbakkinn hinumegin. En veturinn hefir sjálfur margt til síns ágætis annað en það ,að vera brúin til sumarsins og and- stæða þess. Iíaun er að jafnaði sá tíminn, sem drýgstur verður til audlegra starfa, hugurinn snýst að eiga sjer rætur í dýpri skiln- Vjer eigum sUmár innra fyrir and- ann, . þá ytra herðir frost og kingir snjó. Og úti bíður stundúm hin hreina, kalda fegurð liins hvíta snjós og stálblárra svella, stjörnubjartar nætur, tunglskinstöfrar og flug- eldar norðurljósanna. Veturinn er tími skauta- og skíðaferða, sem æskulýðurinn leggur nú meiri og meiri stund á, sem betur fer. Hann stillir þá strengi. er síst mega slakna, strengi karlmepsku og þols. En viðhorfi manna til vetrarins er auðvitað líkt farið og viðhorf- inu til tilverunnar í heild sinni. Og sú hugsun hefir í seinni tíð ástótt mig meir og meir, að þessi heimur, sem vjer lifum í, væri eins konar útvarp, og þá er svo sem auðvitað, að hann, eins og útvarp- ið okkar, liefir mismnandi dag- skrá eftir árstíðum, aðra dagskrá á sumrum en vetrum, sumarþætti og vetrarþætti o. s. frv. Og þó að flestum þyki sumarþættirnir betri en vetrarþættirnir, þá er satt að segja útvarp tilverunnar á öll- um árstíðum svo óþrjótaudi fjöl- breytt, að hvenær sem er stendur öllum til boða jafnt hið æðsta sem liið lægsta og' alt, sem þar á nilli er. Það kemur fram í orðun- am: Hann lætur sína sól upp renna yfir vonda og góða og rigna yfir rjettláta og' rangláta. Alt er komið undir því, hvernig viðtæki hver og einn hefir og hvað hann velur af óþrjótandi gnægð út- varpsins. En einmitt í valinu, ein- mitt í því hvaða stöð menn kjósa að komast í samband við og hvað þeir velja af því, sem þar er á skrá, ltemur það í Ijós, hver mað- urinn er. Jeg vil fagna vetri með þeirri ósk, að okkur öllum og raunar sem flestum mönnum takist á kom- andi vetri að ná með sem minst- uin truflunum í alt hið besta í vetrarþáttum tilverunnar. Gleðilegan vetur! Guðm. Finnbogason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.