Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 2
114 „Kristur er upprisinn“ og „Já, sannarlega er hann upprisinn“ ; og menn snæða páskakökur og lituð egg, sem brotin eru.með smáhöggi. * í Vesturlöndum halda meun af- mælisdag sinn hátíðlegan. í Aust- ur-Evrópu, einkum í Búlgaríu, halda menn í þess stað svonefnd- an nainadag hátíðlegan. Flestir eu skírðir nöfnum einhverra helgra manna, sem skoðaðir eru verndardýrlingar þeirra, sem heita eftir þeim. Þeir, sem heita nafni ákveðins dýrlings, halda hátíðleg- an þann dag, sem helgaður er minningu hans. T. d. er dýrlingn- um Jóhannesi skírara haldin há- tíð 20. janúar; þann dag halda allir með nafninu Ivan (nafnið Jóhannes er á búlgörsku Ivan), og konur með nafninu Ivanka, hátíð- legan. Að morgni þessa dags eru þeir við guðsþjónustu í kirkjunni. Það, sem eftir er dagsins fer í það að taka á móti gestum: ætt- ingjum, vinum og kunningjum. Gestirnir koma og heilsa; þeir standa við um stundarfjórðung til hálftíma hver. „Afmælisbarnið" veitir gestum sínum smáskeið af sultu (á búlgörsku ,,sládko“), öolla af svonefndu „mokka“-kaffi glas af víni ásamt einhverju með því. Menn kpma og fara allan dag- inii þar til seint um nóttina. Jafn- vel heilir hópar koma. Menn skemta sjer við söng, hljóðfæra- slátt og dans. Oft fær „afmælis- barnið gjafir — heimatilbúna muni eða blóm —, en fyrst og fremst ein- lægar hamingjuóskir um langt líf og góða heilsu. * Einkennilegir siðir eru ennþá tíðkaðir í Búlgaríu. Einn af hin- um fallegustu og einkennilegustu er hinum svonefnda Prostopalnik eða kaka, í tilefni af hinum fyrstu skrefum, sem barnið gengur á æf- inni, ásamt ýmsum hlutum, sem menn spá eftir um framtíð barns- ins. Þegar barnið getur í fyrsta sinn staðið hjálparlaust á fætur og reynir að stíga skref áfram, ríkir mikil gleði hjá fjölskyldunni. Brátt byrjar hátíð — ættingjar og vinir eru heimsóttir. Barnið er klætt í besttt föt, sem völ er á. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Síðau er það leitt inn í stofu, þar sem gestir eru saman komnir. I miðri stofunni er lágt borð, sem látnir hafa verið á ýmsir smáhlutir s. s. blýantur, skildingar, leikföng, bók, tvinnakefli o. s. frv. Barnið er látið að borðinu, og verður það í fyrstu hálfhrætt við alla þessa óþektu muni. Eftir að það hefir skoðað þá í nokkrar mínútur, rjettir það .út höndina — allir standa á öndinni — og tekur ein- hvern hlutinn, t. d. blýant. Allir viðstaddir hrópa af fögnuði. Blý- «1 .... anturinn taknar, að barnið vilji mentast og gerast vísindamaður! Hvílík vonbigði hefði það ekki verið fyrir móðurina, ef barnið hefði tekið leikfang eða spegil, því fólkið trúir því, að með vali sínu ákveði barnið framtíð sína. Hver hlutur táknar ákveðna stöðu í líf- inu, t. d. táknar gullpeningur kaupmann, kross — prest, hnífur — slátrara, heiðursmerki — em- bættismann, kökur — sætinda- belg, glas af víni — gárunga eða drykkjumann, blómvöndur — ridd ara eða kvennagull, bók — skáld eða rithöfund o. s. frv. Að þessu loknu gefa gestirnir barninu gjafir. Því næst er fram borin hressing handa öllum, rósa- sulta og tyrkneskt kaffi í smá- bollum að búlgörskum sið. Það er hafður ljósmyndari til að mynda þessa athöfn, sem er svo mikil- væg í augum þjóðarinnar. Ef til vill trúir þjóðin, að á bak við val barnsins standi einhver leynd- ardómsfullur vilji, sem ráði því, hvaða hlut barnið velur. Barnið tekur ekki þennan eða hinn hlut- inn blint og eftir eigin geðþótta, heldur eftir tilvísan innri hvatar, því að hin blinda skynjun eða eðlishvöt stjórnar fyrstu hreyf- ingu barnshandarinnar. Ef til vill birtist líka í þessu vilji dáinna forfeðra, sem þá stjórnar vali barnsins. -— Kemtir þú heim til okkar í kvöld ? ■— Yeit konan þín um það? — Já, við rifumst heilan klukku tíma um það í morgun. Fjaðrafok. Knattspyrnumenn í Tyrklandi heldu mikla hátíð á dögun- um í tilefni af því að einn besti knattspyrnumaður landsins, Enn- er Iizel, kvæntist dóttur eins tyrk- neska ráðherrans. Ungu hjónin höfðu kynst á landbúnaðarháskóla, þar sem þau voru bæði við nám. Blöðin í Istambul skýra frá því að önnur eins giftingarhátíð hafi ekki sjest í Tyrklandi síðan fyrir heimsstyrjöldina. Við kirkjuna voru 150 bílar, 50 riddaraliðsfor- ingjar í öllum herklæðum og á hestum sínum og þrjár hljómsveit- ir. Yeislan var haldin á besta hót- eli Tyrklands, Hotel Pera Palace, og voru þangað boðnir 450 fyrir- menn og konur landsins. * Foreldrafundur var nýlega hald inn í barnaskóla einum í bænum Lodz í Póllandi. Svo róstusamt varð á fundinum að fundarmenn komu þaðan stórslasaðir margir. Það er fallegt fordæmi fyrir börnin! * Ungverska ríkisstjórnin hefir nýlega bannað kvikmyndahúsum þar í landi að sýna amerískar kú- reka-kvikmyndir, vegna þess að þær hafi svo æsandi áhrif á al- menning. En þess má geta um leið, að hvergi í Evrópu eru háð jafnmörg einvígi, og einmitt í Ungverjalandi! * Enska blaðið „Daily Sketch" segir frá „heimsmeistara“ í munn- hörpuleik. Heimsmeistarinn er 24 ára gamall og á heima í Boston. Blaðið segir að það sje alveg ótrú- legt hvað hann leiki vel á munn- hörpu, en á önnur hljóðfæri kann hann ekbi að spila. * Langt er nú orðið síðan ame- ríski leikarinn Ramon Novarro hefir sjest í kvikmyndum, en nú kemur hann aftur, því ákveðið er að hann leiki í nýrri útgáfu af „Sheiken", sem margir munu kann ast við frá því að sú mynd var sýnd hjer með Rudolph Valentino í aðalhlutverkinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.