Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1938, Blaðsíða 1
jmorðnnMaðsÍnð 15. tölublað. Sunnudaginn 17. apríl 1938. XIII. árgangur. ÍM/oldwpiMtiBltJt b.f. IVAN H. KRESTANOFF: Páskarnir í Búlgaríu f Ymsir fagrir þjóðsiðir og venj- ur, sem þeim fylgja, hafa haldist hjá nokkrum þjóðum alt vfrá því í heiðni og til vorra daga. Iljer eru nokkrir þeirra, sem Búl- garar hafa varðveitt. Páskarnir. í Vestur-Evrópu eru jólin aðal- hátíð ársins. Hjá hinum heittrú- uðu Slöfum, einkum Búlgörum, eru páskarnir (á búlgörsku Velik- den = Stóridagur) aðalhátíð árs- ins. Laugardaginn fyrir pálma- sunnudag, sem heitir Lazarus- dagur, fara litlu stúlkurnar út um þorpið með smákörfur á liand- leggnum til að safna eggjum. Þegar þær koma inn í húsin, segja þær ekki orð, heldur standa kyrrar uns húsimóðirin tekur eftir þeim. Þegar húsmóðirin sjer þær, gefur hiín liverri þeirra egg; síð- an fara þær brott jafnþögular og þær komu. Þannig gengur ]>að fram að há- degi. Ttm eftirmiðdaginn sama dag koma þær saman á ný og ræða þá um, í hvaða röð þær skuli heimsækja þorpið á pálma- suunudag. Þá staðnæmast þær í miðjum húsagarðinum, áður en þær ganga inn, og syngja einn söng fyrir húsið og einn söng fyrir hvern íbúa þess, síðan ganga þær inn og gefa þá húsbændurnir þeim egg og skildinga. Nú byrjar dymbilvikan. Menn undirbúa sig af kappi undir páskahátíðina; umhverfis húsin og inni í þeim, alstaðar er unnið af kappi; húsfreyjan þvær og þurk- ar frá morgni til kvölds, því alt verður að vera hreint og fágað, og öllum undirbúningi verður að vera lokið á fimtudaginn. Þá eru eggin soðin og lituð, og búnar til í sambandi við munnmælin hinar svonefndu kuzinaci eða páskakök- ur. Hver fjölskylda býr til a. m. k. tólf slíkar kökur, og vegur hver þeirra 3—4 kg. Bakararnir eru svo önnum kafn- ir, að þeir vira ekki lengur, hvernig þeir eiga að hafa höfuðið. Þetta er áhrifamesti hátíðarsiður árs- ins; öll þjóðin gleðst og tekur þátt í þessari fornu hátíð páskalambsins, alveg eins og það væri á dög- um Abrahams. Jafnt þjóðsiðunum vaka munnmælin í vitund þjóðar- innar. — Fyrir þennan dag verða allir' að fá ný föt, skó eða eitthvað annað, því hver og einn verður að klæðást Búlgarskur mjólkursali á leið til Sofia. því besta, sem hann á völ á, til hátíðina, sem stendur yfir þrjá að gera klæðnað sinn jafnfrá- daga, heilsast menn ekki með hin- brugðinn hversdagsleikanum og um venjulegu orðum „góðan dag- hátíðin er sjálf. Urn sjálfa páska- inn“, heldur með því að segja:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.