Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dreifðcir minningar. Eftir Magnús Jónsson prófessor. Fyrstu persónuleg kynni mín af Jóni Þorlákssyni voru þau, að við vorum báðir í kjöri til Alþingis hjer í Reykjavík í árs- byrjun 1921. Við vorum þá sinn á hvorum lista og því andstæð- ingar kallaðir. Báðir náðum við kosningu og báðir komum við þá á þing í fyrsta sinn, jeg ger- samlega ókunnur nýgræðingur í stjórnmálum en hann einn af jtektustu mönnum þjóðarinnar. Kosningahríðin var ein sú harðskeyttasta, sem jeg hefi nokkru sinni tekið þátt í. Fund- ir voru haldnir næstum því dag- lega svo að vikum skifti. Flokk- ar voru þá að miklu leyti á ring- ulreið, og þótti því alt undir því komið, að hrafla til sín fylgið með duglegri framgöngu á fund- um. Á þeim fundum fauk margt óþvegið orð og margar hvell- liettur vo) u þar sprengdar. — f liverri sennu var Jón Þorláksson þar sem vopnaburðurinn var mestur. iín aldrei heyrði jeg liann, í öllum þeim orrahríðum, inæla eitt orð, sem ekki hefði vel sómt sjer á hverju þjóðþingi. Svona hófst okkar viðkynning, í deilum og orðasennum. Nú er þetta 1 svo mikla fjarlægð kom- ið, að mjer finst það næstum því ótrúlegt, við hlið þess er síðar varð. En jeg vil ekki heldur glata þessari endurminningu. Mjer finst sú mynd, sem meitlast hef- ir í liuga minn af samstarfi við Jón Þorláksson, enn auðugri fyr- ir það, að jeg kyntist honum líka sem andstæðing, kyntist slitnaði sambandið við þessa æsku vini mína. Frjetti jeg stöðugt um vaxandi frama þeirra og vel- gengni. Gladdi það mig innilega. Þrjú þeirra eru nú borfin. En á lífsstarfi þeirra allra bregð- ur Ijóma vitsmuna, atorku og mannkosta, er seint mun slokkna. En hugstæðust í minningunni eru þau mjer sem „systkinin á IIólum“. vopnaburði hans frá þeirri hlið. Eg þekti hann ekki aðeins sem hinn mikla foringja, heldur líka sem drengilegan mótherja. Jeg hefi ekki aðeins horft á hann með aðdáun liðsmannsins, held- ur einnig með glöggu auga and- stæðingsins. Báðar þær próf- raunir stóðst hann með jafngóðri einkunn. Þegar Jón Þorláksson var kos- inn á þing í fyrsta sinn, 1921, var hann löngu orðinn þjóðkunn ur maður og búinn að vinna svo mikið starf, að flestir mættu vel við una að hafa afrekað slíkt um ævina. — Hann hafði þá um margra ára skeið gefið sig við opinberum málum og meðal ann ars verið í kjöri í alþingiskosn- ingum. Það má sjálfsagt benda á ástæður fyrir því, að hann komst ekki á þing fyr. En ekki er það fyrirkomulag gallalaust, sem heldur slíkum mönnum frá starfi árum saman, eftir að þeir bjóða fram krafta sína. — Það verður náttúrlega aldrei metið, hvert tjón hefir af því orðið, að Jón Þorláksson kom ekki á Al- þing fyr, en jeg er viss um, að það var mikið. Því að einmitt með þingsetu hans, og því, sem af henni leiddi, fekk Jón fyrst það starf, sem kröftum hans hentaði. Flestir menn eru svo gerðir, að verkefnin verða þeim því erf- iðari sem þau eru stærri. Þeir geta verið ágætir í hreppsnefnd, sæmilegir í sýslunefnd, ljelegir á Alþingi og alls ófærir í ráð- herrasessi. Og þetta virðist líka vera mjög eðlilegt. En svo eru líka til örfáir menn, sem eru gæddir þeim sjaldgæfa hæfileika að vaxa með verkefn- unum og vaxa meira að segja örar en verkefnin. Og einn í þess um hóp var Jón Þorláksson. Jeg held, að mörgum hafi verið sýnna en honum um smástörfin. Hann var vel hlutgengur í hin- um venjulegu störfum. Hann 109 varð ágætur á alþingi. En hann fekk ekki verkefni við sitt hæfi, hann fór ekki að gnæfa yfir all- an hópinn fyr en honum hafði verið falið vandasamasta starf- ið, sem þá var til á landinu, f j ir- málaráðherraembættið 1924. — Hann rjeði best við stærstu verk- efnin. Sama kom svo í ljós þegar hann kom í borgarstjórastöð- una síðar, þó að hann væri þá farinn að heilsu. Verkefnið var nógu stórt til þess að leika í höndum hans. Þó held jeg að Jón Þorláksson hafi aldrei fengið verkefni full- komlega við sitt hæfi. — Hann hefði þurft að hafa málefni stór- veldis til meðferðar til þess að kraftar hans gætu til fulls notið sín. Makedónía var of lítil fyr- ir hann. Jeg gat þess hjer að framan, hve drengilegur mjer reyndist Jón Þorláksson sem andstæðing- ur. En erfiður andstæðingur var hann, það get jeg sannað af eig- in raun. Því að mjer tókst það alls ekki nema um stund, að vera andstæðingur hans. Jeg minnist sjerstaklega starfs okkar saman í einni erfiðri þing- nefnd, að mig minnir á öðru þinginu eftir að við vorum kosn- ir. — Við vorum oft ósammála um málsatriði. En ómögulegt var mjer að verjast aðdáun á skarp- leika hans við nefndarstörfin. Jeg held, að í því efni hafi hann engan sinn líka átt meðal þeirra, sem jeg hefi starfað með. Hann leit á málin, hugsaði þau um stund, og var þá engu líkara en því, að hann kryfði þau til insta kjarna. Flestir verða að ræða málin, velta þeim fyrir sér hing- að og þangað. En Jón Þorláksson var einn af þeim fáu útvöldu, sem geta hugsað málin út í æs- ar aleinir og steinþegjandi. Það var eins og hans hvassi skilning- ur færi hindrunarlaust gegnum hvert moldviðri — rekti hvern þráð 1 flækjunni. Hann sá hverja veilu, skoðaði allar afleiðingar með einni sjónhending. Og alt þetta raðaðist svo í huga hans í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.