Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Blaðsíða 2
106 LESBÓK MORGtTNBLAÐSINS UllllllllllllllllllllllllllllllllHlMIIIIIIHIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIlHIIIIIIMMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIir | lif. Pípuverksmiðjan. | Árið 1903 stofnaði Jón Þorláksson hlutafjelagið | Pípuverksm iðjuna í Reykjavík. Hafði þá fyrir skemstu | verið byrjað á því að leggja holræsi í götur bæjarins. f Fyrstu holræsin voru gerð úr brendum leir og keypt frá | Danmörku. Það þótti Jóni Þorlákssyni ekki hyggilegt og | því rjeðist hann í stofnun þessa fyrirtækis. Sýnir það 1 ásamt ótal mörgu öðru framsýni hans, og hve umhugað f honum var um, að auka atvinnu landsmanna með því að 1 sem flest yrði unnið hjer, er landsmenn þurfa að nota. f Á fáurn sviðum höfum vjer íslendingar verið jafn I örskamt á eftir öðrum þjóðum í framkvæmdum, því að f rjett áður en Pípuverksmiðjan tók til starfa, var byrjað | á því erlendis að steypa holræsapípur úr sandi og sem- 1 enti. Hefir það gefist svo vel, að þessar holræsapípur hafa \ f nú víðast hvar útrýmt leirpipunum. f Nú er svo komið, þótt ótrúlegt megi virðast, að Pípu- I verksmiðjan er með allra stærstu og fjölbreyttustu fyrir- f tækjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. Framleiðir | hún um 60 tegundir af steypuvörum, svo sem alls konar \ pípur, holsteina, skilrúmssteina, múrsteina, netjasteina, I gangstjettahellur, girðingastólpa, skrautker o. m. fl. Auk i þess skjólplötur úr íslenskum vikri, sem sóttur er austur | að Þjórsá og frauðplötur til einangrunar í húsum. Hjer á myndinni sjest verksmiðjan að ofan og að | neðan nokkuð af framleiðslu hennar. f MIIIIIIIIIMIIIMIIIIMIIIMIIIIIIMMIIIIIIIIIIMIM.Illllll.IIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIJIIIMIIMIIIIIIIMMIIIIIIIMIMIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIM að mestu, þau ár er jeg dvaldi þar. Vesturhópshólar er stór jörð, slægjur víðáttumiklar, en þýfðar og fremur snöggar. Þurfti því margt fólk og mikla vinnu, til að afla heyja fyrir hið stóra bú. Þorlákur hafði þá einnig til á- búðar jörðina Sigríðarstaði (kirkju jörð frá BreiðabóLstað), er hún á hálsinum beint á móti Hól- ur og skilur áin löndin. Var þar ágætt beitarland og melrif mikið á sandinum. Var það notað tölu- vert og reiðingar saumaðir úr melnum og seldir um allar sveit- ir. Var því nóg að starfa á þessu stóra heimili, því fyrir utan venju- leg heimilisstörf, var unnið hvert vor að jarðabótum, af hinu mesta kappi. Þorlákur var lágur maður vexti, snarlegur og skjótur í hreyfing- um, ör í ]und, glaðlegur og livers- daglega siðlátur, kappsfullur í orðasennum og ljet ekki hlut sinn, við hvern sem var að skifta Stjórnsamur á heimili, sem best mátti vera, smiður ágætur á trje og járn. Stundaði hann smíðar jafnframt búskapnum. Reisti hann hús og bæi nábúa sinna og þó víð- ar. Var hann eftirsóttur smiður, vandvirkur og mikilvirkur. Margrjet hújfreyja var kona fríð sýnum og tíguleg, dul í skapi, vinföst og vinavönd, sívinnandi og heimiliskær. Man jeg ekki að liún færi náttlangt frá heimili sínu, vakti hún sífelt yfir því með sínu alt sjáandi auga. Voru þau hjón hjúasæl, var sama fólkið þar árum saman. Man jeg sjerstaklega eftir þeim Sig- urði Árnasyni og fyrri konu hans, Helgu Guðmundsdóttur (Sigurður er nú búsettur hjer í Reykja- vík), Stefáni Kristmundssyni og Björgu Sigurðardóttur, systur þeirra merku manna, Björns Sig- urðssonar bankastjóra og Boga kaupm. í Búðardal. Njóta þau hjón nú á gamalsaldri ávaxta iðju sinnar og trúmensku hjá Magnúsi bónda Þorlákssyni á Blikastöðum. Mörg fátækra manna börn tóku þau Þorlákur og Margrjet tíl fóst- urs að nokkru eða öllu leyti. Með- al þeirra er Árni Jóhannsson skó- smiður hjer í bæ. Þorlákur gegndi alla sína bú- skapartíð, margþættum trúnaðar- störfum sveitar sinnar. Var hann hreppstjóri um 30 ára skeið, sýslunefndarmaður og í skóla- nefnd Ytri-Eyjarskóla. Báru sveit- ungar hans hið mesta traust tíl hans eins og verðugt var, og knýtt ust honum margir þeirra innileg- um vináttuböndum og er eftirfar- andi eitt dæmi þess: Árið 1893 andaðist síra Gunn- laugur Halldórsson á Breiðaból- stað í Vesturhópi, en veitingu fyr- ir brauðinu fekk síra Hálfdan Guðjónsson í Goðdölum. Fluttist hann að Breiðabólstað vorið 1894.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.