Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 4
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Landamæravörður brotnar niður. Þeííar eftir að stjórnarskrá Þýskalands var breytt þannig að afnum- in var sjálfstjórn hinna ýmsu ríkja fóru flokkar ungra Nazista um alt ríkið til þess að rífa niður allar vörður og merki á landamærum hinna ýmsu ríkja, svo að ekkert væri sem benti á annað en Þýskaland væri eitt ríki. Hjer á myndinni sjást Nazistar vera að brjóta niður landamerkin milli Oldenburg og Lybeek. þeir, en veiða hvorki í gildrur, háf, nje taka þá í björgum. Yirðist yfirleitt sem þeir beri virðingu fyrir heimilislífi fuglanna og vilji ekki gera þeim mein, meðan á eggtíð og' ungatíð stendur. Æðar- fuglinn er friðaður frá 1. júní til 1. september. Sá fuglinn sem mest er skotinn er þó æðarfugl.Er hann þarna í ótelj- andi verum. Það mun sjaldgæft að Grænlendingar ræni vörpin, vegna eggjanna, en undir eins og æðurnar hafa ungað út, fara þeir um varphólmana til að ná í dúninn og leggja hann inn í verslunina. Tekúr verslunin við dúninum eins og hann kemur úr hreiðrunum, og' hreinsar hana síðan. Þetta er á vorin. Á haustin eru Grænlendingar ekki eins góðir vinir æðarfuglsins. Þá skjóta þeir hvern fugl, sem þeir komast í færi við. Aðrir fuglar, sem þeir veiða með skotum, eru einkum rita og álka við sjóinn, og rjúpa á landi. Rjúpan í Grænlandi er nákvæm- lega eins og hjer að öllu útliti. Og þar eins og hjer eru áraskifti að því hve mikið er af henni. í haust var til dæmis alveg krökt af henni upp um hlíðar og hálsa, og alveg óvenjulega mikið. Rjett er að minnast á það, að í Grænlandi er enn mikið af örn- um, fálkum (bæði gtáum og hvít- um) og uglum (snjóuglum og katt uglum). Er talsvert skotið af fugl- um þessum á hverju ári, vegna hamanna. Eru þeir ýmist notaðir í dúka og svæfla, eða þá út troðn- ir handa söfnum. í Godthaab er Grænlendingur, sem hefir stundað það að troða út fuglahami og gera þá sem líkasta lifandi fugli. Hefir honum tekist þetta svo vel, að hann hefir fengið heiðurspening úr gúlli í viðurkenningarskyni. — Sýnir þetta eitt með öðru hvað Skrælingjar eru framúrskarandi verklagnir og listfengir. — Jeg þekki mann í Kangam- iut, segir Ágúst Ólafsson, og hann er svo hagur, að hafi hann aðeins öxi og sög og hníf, þá held jeg að engin takmörk sje fyrir því, hvað hann g'etur smíðað. Landdýr. Á vesturströnd Græn- lands eru engin sauðnaut, og bjarndýr ekki nema allra nyrst. En þar er fjöldi refa, hjera og hreindýra. og mikið veitt af þeim dýrum. Refarnir eru bæði bláir og hvítir. Þeir eru nú nær eingöngu veiddir í dýraboga, en þó eru gildrur til enn, hlaðnar úr grjóti. Tilraun hefir verið g'erð í Godt- haab um að koma þar upp refa- búi, þar sem eingöngu eru rækt- aðir grænlenskir refir, og virðist það ganga vel. Hreindýr eru veidd á sumrin langt inni 1 landi, í instu fjall- dölum. Fara menn þangað með byssu og skjóta þau niður unn- vörpum. Veiðimennirnir flá dýrin og lifa á kjöti þeirra meðan þeir eru í veiðiförinni. En það, sem þeir geta ekki etið, eða komist með til bygða, verður eftir refum og hræfuglum að bráð. Kjötið, sem þeir komast með til bygða er selt á 75 aura og alt að krónu hvert kg. Aðallega eru hreindýra- veiðarnar stundaðar vegna skinn- anna, sem þykja afbragð. Framh-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.