Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 1
10. tölublað. Sunnudaginn 4. mars 1934. IX. árgangur. tufuldirprtntimKji h.f. ænland. G i? Eftir Árna Óla. Framh. Laxveiðar eru miklar í Græn- landi, og er laxinn aðallega veidd- ur í net, sem ýmist eru lögð í árósa, eða í sjó rjett utan við ármynni. Flestar ár og lækir eru full af laxi ’ á sumrin, en stanga- veiði er alls ekki stunduð, enda eru árnar bæði stuttar og' vatns- litlar. Stundum fara menn með öngulprik upp með ánum og krækja laxa í hyljum, en það þykir lítilmótleg veiði og varla sæmandi dugandi veiðimönnum. En veiðin hjá ósunum er þeim mun meiri, og betur stunduð. Rjett til veiða þar hafa sjerstak- ar fjölskyldur, sem lengi hafa veitt á sama stað, mann fram af manni. Er það hefð. Nýir veiði- menn eða aðskotamenn, sem vilja veiða lax, mega ekki ganga á þennan rjett, heldur verða þeir að fara eitthvað annað, nema þeir komist að samkomulagi, um fje- lagsveiði. Það mun þó sjaldgæft, því að sama fjölskyldan veiðir ár eftir ár á sama stað, og þar verður aldrei þrot á, því að hver tekur við af öðrum. Laxveiðarnar byrja í öndverð- um júnímánuði og eru stundaðar fram til ágústmánaðarloka. 1— Stjórnin hefir þá flutningaskip í förum milli veiðistöðvanna og aðal kauptúnanna í sýslunum. Flytja þau tunnur og' salt til veiðimanna og laxinn pækilsaltaður frá þeim til útflutningshafnanna. Tunnurn- ar eru ámóta og síldartunnur. Laxinn er allur hnakkaflattur. — Þegar skúturnar koma með hann til útflutningshafnanna, er hann tekinn upp úr tunnunum, þveginn og saltaður að nýju. Síðan sendur til Danmerkur, reyktur þar og seldur svo. Grænlendingur í sunnudagSfötum. Það er nú orðið svo, að víðast hvar er fleiri en ein fjölskylda um hverja á. Er það alt eftir samkomulagi. Veiðirjett þarf ekki að borga. Þær fjölskyldur, sem hafa náð hefð á veiðirjetti hjá einhverri á, hafa öðlast þar tals- verð hlunnindi fram yfir aðra, því að enda þótt verðið á laxinum sje lágt, miðað við verð hjer, ber þess að gæta að þarna er nær ótrúlegur uppgripaafli. Er það talin lítil veiði ef hver fjölskylda fær ekki 70—75 tunnur af laxi yfir veiði- tímann, að meðaltali. Loðnuveiði o. fl. Áður en fisk- veiðunum er slept, er rjett að g'eta þess, að til útflutnings frá Græn- Grænlensk fjölskylda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.