Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 75 ur kemur til Grænlands og kennir l>ar liákarlaveiðar og lætur reynsl- una sýna hvers virði þær sje. Má þar til dæmis taka, að dag nokk- urn fóru þeir út á sjó, sinn á hvorum vjelbát, Ágúst og' Poul Ilansen. Hafði hvor bátur 4 lóðir með 50 hneýfum hverja. Nú var lagt og svo dregið eftir litla stund. Á lagvað Ágústs voru þá :J2 hákarlar á einni ióðinni, en færra á hinum. Þegar var lagt aftur, og eftir þessar tvær lagnir hafði báturinn fengið 83 hákarla, flesta stóra, með tunnu-lifur, eða þar vfir. Og samtímis fekk Poul Hansen skamt frá álíka marga og álíka væna hákarla í tveimur lögnum. Grænlendingum getur áreiðan- lega orðið mikið úr hákarlaveið- unum, bæði vegna þess, að þær eru á þeim tíma, er lítils er að vænta af öðrum veiðiskap, og eins vegna þess, að stjórnin hefir gert hákarl- inn að verslunarvöru. Borgar hún Grænlendingum 8 aura fyrir kilo af lifrinni nýrri og kaupir skráp- inn af hverjum hákarli, sem er yfir 114 meter á lengd. Skrápurinn er sendur til Hafnar saltaður, og þaðan suður til Sviss, í verk- smiðju, sem býr til úr honum hið allra vandaðasta og dýrasta leður, •sem hægt er að fá, og notað er í dýrustu kventöskur, á bókakili og fegurstu vasagull, svo sem spegla- hlífar, umgerðir að fegurðarmeð- ulum, skreyting' á sköft og um- búðir vasahnífa og rakvjela, í peningahuddur, seðlaveski og ótal margt annað. En þegar vjer ís- lendingar sjáum þessa fallegu muni koma hingað í höndurnar á okkur, líklega sunnan frá París, og þaðan frá Sviss, mun okkur þá nokkuð gruna, að efnið í þá var sótt í sjó af Skrælingjahönd- um norður í Grænlandi, og að vjer getum líka náð í það sama efni hjerna úti í flóanum og hringinn í kring um alla íslands strönd, ef vit og' vilji væri með? Og að vjer getum líka unnið úr hinu óaðgengilega hráefni, hákarls- skrápnum, dýrmæta verslunar- vöru til útflutnings handa hof- róðum og glæsimönnum veraldar- innar? Rostungsveiðar. Haust og vor, þegar á milli er annara veiða, fara vjelbátarnir á rostungsveið- ar, og við þann veiðiskip eru sömu kjör eins og á fiskveiðunum. — Rostungsveiðarnaar eru þó aðal- lega stundaðar nyrst í Grænlandi, en nokkuð suður með ströndinni. Fer það eins og um selveiðar, að spikið er lagt inn í verslunina, en kjötið taka menn til bús. Tenn- ur fá veiðimenn og' gera úr þeim ýmiskonar gripi, sem minst verður á í sambandi við heimilisiðnað. Hvítingsveiðar. — Af afspurn munu flestir þekkja íshafshvalinn, sem nefndur er Hvítingur, Hann er veiddur á vetrum í Grænlandi, aðallega í Norður-Grænlandi og suður að Sykurtopp. Hvítingurinn fer í vöðum og er nú veiðiaðferðin sú, þegar Grænlendingar sjá vöðu, að þá fara þeir út á fjörð og leggja þar nætur frá báðum lönd- um sem girðingu, en hafa op í milli. Síðan er róið út fyrir hvít- ingatorfuna og þeir reknir inn í fjörðinn, líkt og þeg'ar grind er rekin í Færeyjum. Hlaupa þeir inn um hliðið milli nótanna, og síðan er það byrgt. Hvítingur er óskarjettur allra Grænlendinga. — Þegar hvalurinn er kominn á land þyrpast allir að til þess að fá sjer bita.Og þá er ekki hugsað um að flá nje sjóða, heldur eru skorn- ar sneiðar af hvelju og spiki og efnar hráar. Þykir það eitt hið allra hesta sælgæti. Nú eru Hvítingsveiðar óðum að hverfa úr sögunni, því að hvöl- unum fækkar stöðugt. Og suður í Holsteinshorgarsýslu hefir veiðin verið svo lítil seinustu veturna að fólk vill ekki sinna henni. Hefir stjórnin því tekið veiðimálin í sín- ar hendur, hefir þar sjerstakan umsjónarmann, sem ræður fólk til veiðanna fvrir eitthvert ákveðið dagkaup eða tímakaup, og' svo hundraðshluta af afla. Hvalveiðar eru reknar árlega við Grænland af einu hvalveiða- skipi, sem stjórnin á. Heitir skip- ið „Sonja“. Þessar hvalveiðar eru stundaðar eingöngu af heilbrigðis- legum ástæðum, vegna þess, að læknar halda því fram, að Græn- lendingar geti alls ekki verið án kjöts og spiks *á sumrin, þegar fiskveiðar eru stundaðar og ekki er annað sjer til munns að leggja en „soðning", Á þessu hvalveiða- skipi er dönsk skipshöfn. Skipið veiðir livern þann hval, sem það kemst í færi við, bláhval, reyðar- hval, hrefnu o. s. frv. Fer það svo með hvalinn til næstu hafnar og skilar honum þar af sjer í hendur umsjónarmanns á staðn- um. Grænlendingar, sem þar búa sundra svo hvalnum. Verslunin fær mestan hluta af spikinu, en Grænlending'ar alt hitt, og er það kaup þeirra fyrir hvalskurðinn. En undir eins og „Sonja“ liefir skilað af sjer veiðinni leggur hún út aftur og fer með næsta hval í aðra bygð, og svo koll af kolli. Með þessu er reynt að sjá Græn- lendingum fyrir f jörefnaríkri fæðu og feiti, á þeim tíma er fiskur, rúghrauð og kaffi er að- alfæðan. Hjer má geta þess, að Græn- lendingar hafa ekki neina inn- lenda jarðarávexti til fæðu. — Nokkrir Danir, sem búsettir eru í Grænlandi, hafa garða hjá hús- um sínum og rækta þar grænkál og fleiri garðávexti. En út við ströndina, þar sem flestir búa, þrífast t. d. ekki kartöflur og' Grænlendingum hefir aldrei dottið í hug að rækta þær nje annað, því að kynslóð eftir kynslóð hafa þeir eingöngu lifað á veiðum, og aldrei treyst á jarðargróða, Nú geta þeir fengið kartöflur hjá grænlensku versluninni, og hafa þær þar sem annars staðar reynst ágæt vörn við skyrbjúg. En sá er hængur á, *að þeir þurfa að panta þær með fyrirvara hjá versluninni, því að hún getur ekki geymt birgðir af kartöflum þegar frostin byrja, En þá kemur að því, að Grænlendingar eru engir for- sjálnismenn, hugsa meira um líð- andi stund heldur en morgundag- inn. Og þess vegna er enn svo, að af jarðargróða borða þeir fátt nema brauð. Fuglaveiðar. Eins og' áður er sagt frá, fara Grænlendingar á húðkeipum sínum út til selveiða og fuglaveiða þegar vjelbátarnir hætta fiskveiðum. Fugla skjóta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.