Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24 neinu óhappi! Okkur virtist það æðsti sigur æfinnar, að hafa leikið svóna á eldastúlkuna. Þegar næsti rjettur kom, sem jeg efast ekki um áð hafi veríð eins svívirðilega till- búinn og sá fyrsti, þá vorum við svo kát vfir því hvernig kænsku- bragð okkar hafði tekist, að við átum það eins og það væri guða- fæða. Til allrar hamingju hafði eldabuskan eftir fáeina daga stolið svo mörgu, að hún hafði sig á fcraut, og skildi eftir svo lítið sem hún gat annað en minninguna um ókjör af pipar. Mjer verður það jafnvel enn í dag á að súpa dáh'tið hveljur, þegar jeg liugsa tíl hennar. Það er nú samt algerlega sitt- livað að 'losna við súpuskál heiina lijá sjer og losna við tröllasúru- ldaup, þar sem maður býr hjá öörum. Mjer flaug fyrst í hug að opna gluggann og henda hlaupinu út í þjettan runn. -Jeg hefði gefið fuglunum það, ef jeg hefði verið viss um, að þeir vildu eta það. Þá fór jeg að hugsa um, livort jeg gæti ekkj stungið því í eldinn. Ef jeg aðeins liefði átt það víst, að hlaup væri eitt af því, sem brenn- ur fljótt! En þá fór jeg að liugsa um það, livernig færi, ef hinn litli, iflati, hvíti hlaupskjöldur sæti enn snarkandi á eldskíðinu, þegar liús- móðirin kæmi inn í lierbergið, til að taka af borðum, og mig brast hugrekki til að hætta á það. Jafn vel þótt jeg lemdi hann með eld- skörungnum, þá vissi jeg að jeg mundi ekki geta barið hann svo, að liann líktist neinu öðru en hlaupi. „Hvað er þetta, livað hafið þjer verið að gera við eldinn?“ mundi húsmóðirin segja; og jeg er nú ekki einn af þeim tungu- mjúku mönnum, er mundu geta talið henni trú um, að lilaupið hefði lent þarna af óhappi. Ef til vill þykir það undarlegt, að jeg skyldi ekki vefja pappír utan um hlaupið og fleygja því út á völl seinna um kvöldið, en þó að það væri hægt — og hafi, jafnvel, að jeg hygg, verið gert við kanínu- kjöt og við feitbýting — þá finst mjer það ekki í anda hlaupsins. Ef jeg hefði látið svona böggul í vasa minn, þá liefði jeg áreiðan- lega gfleymt honum. A endanum lierti jeg upp hugann og gerði það vsem ekki varð undan komist. Jeg át hlaupið. Það var jafnvel verra en jeg bjóst við; en ekki eins illt og að styggja húsmóðurina. Eftir það reyndi jeg að koma í veg fyrir að nokkurt ,hlaup‘ kæmi aft- ur, með því að standast öl! tilboð um að ,kjósa um“ hvaða aldin- mauk sem var. Húsmóðir mín var vís til að reyna að ginna mig með því að seg.ja: „Hvað segið þjer, herra, um ögn af plómumauki ?“ en með því að jeg bjóst við að það yrðj með „hlaupi“, þá ful!- vissaði jeg hana í áhafa um það, að kex og ostur væri hið eina, sem jeg kærði mig um. Af óhappi fjell jeg aftur fyrir kænskubrögðum húsmóður minnar einn dag, er við að vanda voruin að skrafa sainan eftir morgun- verðinn ; jeg hafði orð á því, að hún mundi víst. hafa allmikla aðsókn árið um kring. „Ójá“, sagði hún og tók upp svínakjötsdiskinn,, „það er venjulga fullskipað hjá mjer“. Hún kinkaði kolli íbyggi- lega. „Menn vita hvar þeim muni liða vett“, fullvissaði hún mig um, „þeir komast fljótt á snoðir um, livar þeir geta fengið góðan mat — góðan mat og góða, einfalda e]dimensku“, bætti lnin við, án þess að henni stykki bros. Hún lækkaði róminn og sagði eins og í trúnaði, og ]>að birti yfir and- litinu á henni. „Jeg skal segja 3rður, livað sumum þeirra þykir gott“, sagði hún — „vel soðinn feitbýtingur með ofurlitlu af góð- um sykursafa. Hvað er að tama, þjer hafið, lield jeg, ekki fengið hann enn þá! Nei. Hugsa sjer! Hvað hefi jeg getað verið að liugsa? Nú skal jeg segja yður herra, jeg skal gera yður dálít- inn dagamun í dag. Já, þjer skul-' uð fá hann — ofurlítinn góðan, soðinn býting, með dálitlu af góð- um sykursafa." Það var árang- urslanst, að jeg niælti á móti og sagði að jeg væri sparneytinn maður og sárbændi hana að gera sjer ekki óþarfa fyrirhöfn. „Það er alls engin fyrirhöfn,“ full- vissaði hún mig; „og þó að svo væri, svona einu sinni, hvað ger- ir það til ? Lífið er ekki annað en fyrirhöfn“, bætti hún við, og um leið og hún strokaði út úr herberg- inu, gat jeg heyrt að hún taut- aði, ósjálfrátt: „Já, þjer skuluð fá liann.“ Og jeg fekk hann. — Þegar liann ltom í Ijós, verð jeg að játa að jeg leit einu sinni enn löngunaraugum til eldsins, en hugsunin um það, að annað hvort lyktin eða snarkið í brennandi býtingsleðjunni mundi svíkja mig í hendur húsmóður minnar, skaut mjer aftur skelk í bringu. — Jeg var nú reyndar orðinn sá andleg- ur aumingi, að jeg mundi jafnvel hafa haft samviskubit af þvi, að gera úr ]>essu böggul og fela hann langt úti í skógi. Jeg átti ekki neinn vilja eftir, þó að nóg væri af óskunum. Þess vegna át jeg býtingssneiðina, og hældi húsmóð- urinni fyrir tilbúninginn. „Það er rjett“, sagði liún, eins og hún væri að liæla kraklta fyrir að gleypa meðalaskamt; „þjer skuluð fá hann aftur“. Og jeg fekk liann aftur. Nú er það skrítið, og þess A'ert að sálarfræðingar gefi því gaum, að ef jeg kæmi á þessar slóðir aft- ur, þá mundi jeg fara aftur til þessarar sömu húsmóður, blátt á- fram af því, að jeg væri of mikill lieigull til að fara neitt annað. Jeg imundi ekki þora að ganga fram hjá dyrum hennar ef jeg byggi í öðru húsi. — Jeg mundi óttast, að hún kynni að líta út um gluggann eða standa við hliðið og hugsa það, sem hún væri of hæversk til að segja. Og þessi Ihræðsla við húsmæður hygg jeg sje alls ekki óalmenn. Jeg liefi þekt menn, sem mjög illa fór um þar sem þeir bjuggu, en hjeldu áfram að vera þar, vegna þess að þá brast hugrekkj til að segja upp. Þegar jeg var drengur, þekti jeg gamlan heiðursmann, sem var vanur að segja verstu ókvæðisorð um húsmóður sína, þegar hún sneri að honum bakinu, en var ekkert annað en brosið og blíðan, undir eins og hún kom inn í herbergið. Hann var við teverslun og hafði þverskorið skegg og augu sem voru á njósn um það, sem miður fór, og var svo útskeifur að fæt- urnir sneru innhliðunum fram á göngunni eins og Charlie Chaplin hefir síðan vanið oss við. Jeg yar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.