Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23 Hræðsla. Eftir Robert Lynd. Jeg er hræddur við svo margt, að mjer hefði ekki átt að koma það á óvart, þegar jeg kom mjer fyrir í litlu húsi í Buchingham- hjeraðinu, að jeg var altaf dauð- hræddur við húsmóðurina. Jeg var liræddur um að jeg kæmi of seint tii morgunverðar, hræddur um að verða of seinn í hádegisverðinn, hræddur um að koma of seint í teið, hræddur um að verða of seinn í kvöldverðinn — hún aftók nú með öl'u að búa til heitan inið- dagsmat handa mjer — og jeg var hálfsmeykur um að jeg færi of seint að hátta. Jeg held nú ekki, að hún hafi ætlað að hræða mig, því að hún var heiðvirð, kristin kona, en liún vildi fara sínu fram. Hún neyddi mig jafnan til að eta hvað sem hún ætlaði sjer. — Að vísu lofaði hún mjer altaf að kjósa mjer mat, en jeg komst altaf að raun um ]>að, að jeg varð að lok- um að kjósa eininitt það, sem hún hafði kosið að jeg kysi. „Hvað viíj- ið þjer nú hafa í hádegisverð t dag, herra?“ mundi hún segja við mig og staldra við í dyrunum, stór vaxin, dökk, brosandi og cgileg, er hún hafði sett morgunverðinn á borðið. Jeg fór þá með sjálfum mjer að bera saman alls konar ágætismat og fann næstum því bragðið af honum fyrir mjer í hug- anum. En með því að jeg er eng- inn sælkeri og vildi gerá konunni sem minst ómak, þá sagði jeg sisona til reynslu: „Hvernig væri að fá kjúklingasteik og eppla- tertu?“ Augun í lienni með bláum baugum fyrir neðan verða þá alveg eins og í freðinni ýsu, hið mifcla höfuð riðar á þrekvöxnum herð- unum með veikum efavöflum. — „Jeg á góða sneið af köldu svíns- læri1*, segir hún þá hugsandi, livessir á mig augun og dregur upp munnvikin í gleðisnauðu brosi. Með því, að mjer stóð nokkurn veginn á sama, sagði jeg: „Gott og vel! Kalt svínslær og terta er víst ágætt“. Aftur lengdist and- litið á hennj og höfuðið mikla fór aftur að riða til og frá með veik- um vöflum á þrekvöxnum Iierð- unum. „Jeg er hrædd um, að jeg geti ekki bakað“, sagði hún í sorg- arróm. „Hefi engan tíma“, sagði liún til skýringar og lagði langa áherslu á síðasta orðið og liækkaði röddina um leið. Og svo bætir liún við með veiku ávítubrosi ti 1 mni fyrir að gleyma því, sem jeg hefði átt að vera nógu gamall til að niuna: „Það eru nú ekki nema tuttugu Og fjórar stundir í sólar- hringum, eins og þjer vitið.“ — „Tæja“, segi jeg, dálítið skömm- ustulegur, „búið þjer til það, sem er fyrirhafnarminst“. Hún varð næstum því alúð'leg við þetta. — ,,Hvað segið þjer um dálítið af tröllasúrumauki“ ?, segir hún til að laða mig og heldur erin um liandfangið á hurðinni. ,,Ágætt!“ sagði jeg. „Það var rjett,“ sagði liún og kinkaði kolfi eins og það væri í viðurkenningarskyni við krakka, sem hefði verið óþægur og væri nú orðinn góður; „trölla- súrumauk með hlaupi“. Nú, þó að jeg sje ekki sjerstaklega mat- vandur, þá get jeg játað það hreinskHnislega, að jeg næst- um því hata hlaup, svo að jeg sagði undireins: „O, verið þjer ekki að gera yður ómak með hlaupið. Tröllasúrumauk væri á- gætt“. Hún varð næstum hrærð af þeirri fórrifýsi, er jeg sýndi henni svona hvað eftir annað, en hún þvertók fyrir að þiggja þetta. „0, þjer skuluð fá hlaupið yðar“, sagði hún við mig, og kínkaði kolli glaðlega um leið og hún hvarf út úr dyrunum. Og jeg fekk það. En ósköpin, sem hugleysinu fylgja, eru þau, að maður neyðist altaf til að eta það sem maður vill ekki eta. Maður sleppur ekki einu sinni við ]iað heima hjá sjer, ef maður er hræddur við vinnu- konuna. Jeg man það, að á stríðs- árunum var jeg laflrræddur við eldabusku, sem var í senn svo rammaukin og undirfurðuleg, að við grunuðum hana um að vera karimaðpr, sem strokið hefði úr hernum og klæðst í kvenmanns- föt. Eitt var víst: hún knnni ekki að elda. mat. Að niinsta kosti kunni hún ekki að búa til súpu. — Hún vissi ekki, hve inikið salt hún átti að láta í hana; hún vissi ekki, hve mikinn pipar hún átti að hafa í henni. Og afleiðingin varð sú, að við fengum á borðið hvort sína súpskál fulla af heitu, fitugu vatni, er fyrst logbrendi varirn- ar, lagði síðan tunguna í pækil, og loks (svo iiríát hafðj hún verið á piparinn) sveið innan kverkarn- ar, svo að, þegar fyrstu inatskeið- inni var lokið, vorum við öll más- andi eins og liundur um heitan dag. Nú er það reyndar vanda- laust fyrir einn mann að koma sjer undan því, að eta súpu. Hann þarf ekki annað en segja, að lækn- irinn hafi bannað sjer að eta hana. Eldastúlkan getur ekki talið það neina móðgun við sig, og það get- ur jafnvel verið, að lienni verði hlýtt til manns af því að maður er sjúklingur. En þessi súpa var nú svo vond, að jafnvet gestir vorir (þeir voru tveir) virtust 6- fúsir að halda áfram við hana, og það hefði auðvitað verið ógerlegt. að sannfæra eldastúlkuna um það, að margir menn, karlar, konur og börn, innan við fertugt, væru allir svo magaveikir, að læknirinn hefði bannað, þeim að eta súpu. — Slík látalæti hefðu verið álíka móðandi og að hringja á stúlkuna og segja henni að taka ómatinn burt. Það var því einskis annars kostur en að Oosna einhvern veginn við súp- una á annan hátt en að eta hana. Til allrar hamingju var aukavask- ur í húsinu, og þó að ekki yrði komist að honum nema eftir gangi er aðgætið auga hefði sjeð úr eld- húsinu, þá var veik von um það, að eldastúlkan liti ekki í þá átt- ina. Og þarna læddumst við nú á tánum hvert af öðru, gestir, börn og öll hin, eftir ganginum, bvert með sina súpuskál, heltum úr henni í vaskinn svo hljóðilega sem við gátum og flýttum okkur svo feimnislega í dauðans ofboði inn að borðinu. Hvað við vorum glöð, þegar við vorum öll komin heilu og höldnu í sætin okkar aft- ur án þess að hafa orðið fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.