Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1932, Blaðsíða 2
22 LESBÓK MORÖUNBLAÐSÍNS eru ekki síður nauðsynlegir sál- inni en brauðið líkamanum. Hin stórkostlega þróun kvikmynd- anna, sem veita öllum stjettum mannfjelagsins augnagaman og lausn frá sjálfum sjer, er einn af aðaldráttunum í svip hins nýja tíma. Þæf flæma dapurlegar hugsanir á brott á hverju kvöldi í smæstu bæjum Evrópu og Am- eríku. Og þetta gildir meira að segja líka um sorglegar kvik- myndir. I>ví að sorg, sem stefnir að einhverju utan við okkur, legst ekki í hug okkar til lengd- ar. Annað heilræðið: að hafast að. Enski heimspekingurinn Ber- trand Russell skrifar: „Ef jeg les bækur vina minna eða jeg hlýði á mál þeirra, þá liggur mjer við að komast að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sje að vera hamjngjusamur í þessum heimi. En jeg uppgötva fljótc að þessi hugmynd er tómur til- búningur þegar jeg fer að tala við garðyrkjumanninn minn“. Garðyrkjumaður Russels er ekki óhamingjusamur af því að hann berst á móti kanínunum (og kanske kanínurnar sjálfar gleymi sinni eðlilegu bölsýni með því að berjast á móti garðyrkju- manninum,). Einhver hamingju- samasti maður sem Russel hafði þekt, var verkamaður, sem vann að brunngrefti. Hann var sterk- ur, hann átti að bora í gegn um klappirnar, hann vissi að hann mundi komast í gegn um þær að lokum. Þarna er ein tegund hamingju. Það er hamingja hins mikla listamanns. En það er ekki nóg til þess að vera hamingjusamur að mað- urinn hafist að. Hann verður ennfremur að samræma athafn- ir sínar þjóðfjelagi því sem hann lifir í. Deilurnar slíta mannin- um og auka á erfiði vinnunnar. Á hann þá að afsala sjer frelsi í hugsun og starfi? Engan veg- inn, heldur fara eftir þriðja heilræðinu: Velja sjer í dag- legu lífi samvistamenn sem fást við lík viðfangsefni og þú og hafa áhuga fyrir störfum þín- um. 1 stað þess að eiga í höggi við ættingja þína, sem að þínu áliti skilja þig ekki, og spilla hamingju þinni í þeirri baráttu, skaltu leita að vinum sem hugsa eins og þú. Þetta varnar þjer ekki að sannfæra hina vantrú- uðu, en þú ættir að minsta kosti að gera það með stuðningi þeirra sem þjer eru andlega skyldir. Fjórða heilræði: Ekki búa sjer til vanlíðan með því að ímynda sjer einhverjar skelfingar, sem langt eru framundan eða ófyrir- sjáanlegar. Fyrir jiokkurum dög- um var jeg í skínandi sólskini í einum skemtigarði Parísar, þar sem börnin, gosbrunnarnir og birtan Vörpuðu dásamlegum gleðiblæ á alla hluti. Þar mætti jeg manni, sem leið illa. Hann var einmana á gangi, í þungu skapi undir trjánum, sem fai-in voru að gulna, og hugsaði um hið ógurlega f járhrun, sem hánn sagðist sjá fyrir árið 1935. „Er- uð þjer frá yður“, sagði jeg við hann. „Hver skrambinn veit hvað verður 1935? Alt er erfitt, og róleg tímabil eru sjaldgæf og skammvinn í sögu mannkynsins. En það sem kemur og það sem verður mun áreiðanlega ekki verða neitt líkt þeim ósköpum sem yður órar fyrir. Njótið augnabliksins, verið þjer eins og börnin, sem ýta hvítum bát- unum sínum út á pollinn. Gerið skyldu yðar og látið guðina um hitt“. Hver maður á að hugsa um framtíðina, hvar sem hann get- ur haft áhrif á atburðina. Húsa- meistarinn á að hugsa um fram- tíð hússins sem hann reisir, verkamaðurinn að tryggja e:' ■ sína. Þingmaðurinn að gera sjer grein fyrir afleiðingum þeirra fjárlaga sem hann greiðir at- kvæði. En þegar maður hefir tekið ákvörðun og afráðið hvað gera skuli, þá á hann að gefa huga sínum nokkura ró. Ekki að æðrast út af gerðum sinum... Sá sem gerði eins vel og hann gat tekur rólega öllum aðfinslum. Aldrei að gefa skýringu til að rjettlæta sig, aldrei að kvarta. Enginn skyldi ætla sjer þá dul að reyna til að sjá fyrir þá stór- viðburði sem eru komnir undir svo ótölulegum orsökum að þeir hljóta að sleppa undan útreikn- ingum mannanna. Hvaða Frakki hefði árið 1793 getað hugsað sjer Napóleon? Hver 1807 St. Helena? Hvaða fjármálamaður árið 1925 núverandí gengi og mátt franska frankans? Ham- ingjusami maðurinn á að kunna vel við sig í iðu örlaganna, eins og vaskur sundmaður í bylgjun- um. Blindra hjálp. Franskur verkfræðingur, Thom- as að nafni, misti sjónina í stríð- inu. Hann hefir nú gert uppgötv- un, sem hann kállar „Photo- Electrograph“ og er það áhald fyrir blinda menn. Fullyrðir hann að með hjálp þess geti þeir lesið allar bækur (þótt þær sje ekki með blindra letri). Hjer er mynd af Thomas með áhalld sitt. Ný koparnáma fundin í Sví- þjóð. Árið sem leið veitti sænska rílc- isstjórnin nokkurt fje til þess að rannsaka hvort ekki fyndist nýjar námur í landinu. Árangurinn varð sá, að auðug koparnáma fanst skamt frá Boliden í Norður-Sví- þjóð. Lagið, sem koparinn finst í, er 4.63 m. á þykt og úr hverri smálest af grjóti fást þar að með- altali 14.8% af kopar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.