Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 7
TÆSBOK morgunblaðsins 391 Jólamorgunn. Eftir Richard Beck. Hrímrósir glitra við hækkandi sól; húmskykkja nætur í tætlur rifnar. Hauðrið, í líkklæðum, hýmar. — Lifnar hjartnanna von, sem í byljunum kól. Hlýleikans faðm breiða heilögust jól hreldum sem glöðum, þeim ríka og snauða; lífið ]>au vekja úr vetrar-dauða, vegmóðum faranda bjóða þau skjól. Cecilía helga1 og píslaruoetti hennar. ■ katakombunum í Róm,i þessum dimmu graíhvelf-j ingum, er á hverju ári 22. nóvember haldinn hátíðleg- ur minningardagur hinnar heilögu Ceciliu. Þá loga ljós og messur eru sungnar í grafhvelf- ingu þeirri, sem lík hennar vai lagt í fyrir 1700 árum. Altarið og skotið, þar sem lík hennar var, er prýtt með blóm- um. Með trúarfjálgleik krjúpa menn þar og minnast með þakk- látum huga hennar, sem fórn- aði lífi sínu fyrir trú sína. En hver var svo þessi Cecil- ía? Hún var kynborin, af hinni göfugu Cecilli Massimi Fausti ætt. Og af þeirri ætt höfðu margir tekið kristna trú þegar á annari öld. Cecilia var frá blautu barnsbeini alin upp í þeirri trú, og snemma átti hún sjer enga heitari ósk en þá, að fá að láta lífið fyrir trú sína. Á uppvaxtarárum hennar sættu kristnir menn ekki of- sóknum í Róm. Enginn bannaði henni að verja fje sínu til þess að útbreiða fagnaðarboðskap- inn, og opinberlega mátti hún biðjast fyrir við grafir píslar- vottanna og sækja samkomur hins kristna safnaðar. Á þeim rum hjet hún því mpð sjálfri sjer, að helga Kristi alt sitt líf, en engum veraldlegum brúð- guma, ]iví að skrifað stóð, að sú kona væri heilög, sem varð- veitti sál og líkama óflekkað. Hún ljet sjer ekki nægja að vera í hinum kristna söfnuði, heldur prjedikaði hún trú fyr- ir heiðingjum, og með mælsku sinni, brennandi áhuga og andagift, sneri hún mörgum sál- um frá villutrú. Aldrei dró hún dul á það, að hún var af göfugum ættum. Sagan segir: „Fyrir augum mannanna var hún klædd skrautklæðum patricia, en inn- an undir var hún í vaðmáls- kyrtli, eins og hinir trúuðu“. En það leið nú að því, að hún átti að giftast, samkvæmt rómverskri siðvenju, og for- eldrar hennar völdu henni mann. Hann hjet Valerianus og var af jafn göfugum og auð- ugum ættum og hún. Var hann ágætismaður, en heiðinn. Cecilia var foreldrum sín- um hlýðin, og eftir heiðnum sið giftist hún Valerianusi og kom sem húsfreyja til hallar hans. En á meðan brúðkaups- söngurinn var sunginn, baðst Cecilia fyrir: ,,Herra, varðveittu hjarta mitt hreint, svo að ástríður freisti mín ekki og jeg sje alt af jafn saklaus og nú“. Hún var ákveðin í því að halda fast við heit sitt að helga ekki líf sitt jarðneskum brúðguma. Munnmæli herma, að þá er þau hjónin voru ein, hafi hún sagt manni sínum frá trú sinni og heiti sínu — og hvernig henni hafi tekist að snúa honum til kristinnar trúar. Og eftir að Valerianus hafði skírst og af lífi og sál helgað sig þeirri trú, eins og munnmælin segja, þá lagði hann alt kapp á að snúa Tiburtius bróður sínum til hinnar sönnu trúar, og með að- stoð Ceciliu tókst það. Tiburti- us ljet skírast og lagði upp frá því jafn mikinn hug á það og þau, að útbreiða trúna. Þetta var um 176 og þá hóf- ust ofsóknir að nýju gegn hinu leynilega bræðrafjelagi. Ýmis óhöpp komu fyrir í ríkinu, t. d. miklir jarðskjálftar í Efesus og Smyrna. Og alþýða kendi hinum kristnu mönnum um þetta. Árið eftir kom út stjórn- arboðskapur, sem tók upp þessa hjátrú alþýðu, og í hon- um stóð meðal annars að „allir, sem játuðu hina nýju trú skyldi líflátast, en þeir, sem afneit- uðu henni skyldi sleppa“. ' Nú hófust hræðilegar ofsókn- ir gegn kristnum mönnum. En Cecilia og vinir hennar Ijetu ekki hugfallast. Þau söfnuðu saman hinum limlestu líkum, eða keyptu þau af hinum róm- versku böðlum, og grófu þ'.u svo samkvæmt kristinni ven.iu. Að lokum kom röðin að þeim bræðrum Valerianus og Tiburtius. Þeim var stefnt fyr- ir dómstól, en vegna þess, hvað þeir voru af göfugum ættum og mikils virtir, ætlaði dóm- arinn að reyna að láta þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.