Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 388 þann hátt orðið brú milli orð- anna jól og öl — í-ól. Þess háttar króka-brögðum er enn í dag skotið við í skop-skáldskap. Páll vitnar í ýmsar bækur, til að sýna að öl þýðir gleði- gjafa og yrði langt mál að taka upp þau atriði. Jeg get þó ekki stilt mig um að setja hjer kafla úr Kristnirjetti. Þar segir svo: „Það er nú því næst, að vjer höfum ölgerð heitið; það kalla menn samanburðar-öl, mælis- öl, búandi eitt, en annað hús- íreyja; geri bændur þrír saman it fyrsta; nema svo utarla búi á eyju, eðr svo ofarla í fjalli, at eigi megi ölgerð sína bera til annara manna. Þá skal hann jafnmikit öl einn saman sem þeir þrír; en sá er minna á en 6 kúa bú, eða 6 álna sáð, þá skal hann því aðeins öl gera, ef hann vill. Þat öl skal gert vera allraheilagra messu, it seinasta, en það öl skal signa til Krists þakka og sankti Maríu, til árs og friðar“. — Hjer sjáum vjer öl það, jól þau, veislu þá, sem kom hjá þeim kristnu Norðmönnum í stað veturnátta blóts heiðingja. Berum saman frásögu Snorra Sturlusonar, um mælis ölið til heiðnu jólanna og helgi haldið, meðan öl ymrist og sjáum hversu þetta er gert til árs og friðar eins og heiðingja veturnátta blótið var til árs. Nú var aukið friðnum, síðan kristnin var komin og þessi veisla heitir öl; það segi jeg að sje jól og merki sælgætisveislu og mannfagnað. Strax í sama kapítula segir sami Kristnirjettur: Ölgerð höf- um vjer enn heitið að gera, bú- andi og húsfreyja, jafnvægi sitt hvort ok signa þat nótt hina helgu, til Krists þakka og sankti Maríu, til árs og friðar. En ef eigi er svo gert, skal bæta fyrir þat mörkum þremur biskupi. En ef hann situr svo vetur þrjá, at hann heldur ekki ölgerðum uppi ok verður hann at því kunnur ok sannur, eðr svarar eigi þeim viðurlögum, er vjer höfum lagt til kristin- dóms vors, þá hefir hann fyrir- gert hverjum peningi fjár síns“. Svo sem sjá má ok skynja á þessum útdrætti, er útlistun Páls Vídalíns málfræðisleg. Hann tekur á þessu efni með fræðimanns höndum. Hann íjallar á þvílíkan hátt um orð- ið heiðn. Heiðni merkir allan átrúnað sem ekki er grundvall- aður á eða tengdur við Messí- as. En þessa grein geri jeg á uppruna orðsins: Heiði eða heiður heita háttliggjandi pláss, þar sem ekki er bygðum sett. Nú af því að það liggur hátt, ætla jeg nafnið dregið af hæð. Svo segir í Egils sögu: Þar var heiður sljett, sem haslaður var völlur til orustu millum Eng- lands og Skotakonungs, þegar Þórólfur fjell. Nú er það öll- um kunnugt, að eins og mann- kynið dreyfðist út um heiminn frá Babel, svo fór það um landveg fyrst meir en sjóleiðis og bygðust þá hin föstu lönd fyr en eyjarnar og eins sem lýð- urinn hafði vanist út í Asíu, bygðu menn fyr meginlönd en sjósíður, meðan skip og sjó- ferðir vóru iítt á veg komnar. Jósepus Flavíus — sagnarit- ari Gyðinga — lætur af sjer merkja, að hin næstu 100 ár eftir flóðið, hafi flestir menn a hæðum og fjöllum búið og af mistrausti til guðs náðar fyrir- heita óttast fyrir nýju flóði, meinandi sjer óhættara fyrir því á fjöllunum en á láglend- inu. Hann segir og að Nimroð hafi bygt Babel í þeirri mein- ingu, að sínum undirsátum skyldi óhætt vera fyrir vatnsflóðinu, þótt annað sinn koma kynni, og hafi svo komið fortölum sín- um, að lýðurinn skyldi treysta forsjá hans, hvað sem guð tæki til ráðs . . . Líkindi eru, að minning Nóaflóðs hafi lengi verið og einnig hjá vantrú- uðu afkvæmi Jafets, sem kom norður hingað yfir Norðursjó- inn, í Russíam, Svíaríki, Finn- land og Noreg. Venjan hjelst við, þó að breytt væri um bú- staði. Þegar þetta er yfirvegað, má það eigi kynlegt virðast, þó að meiri hluti manna hafi um margár undanfarnar aldir held- ur numið bólfestu til fjalls en fjöru, enda fæddu menn sig og sína að mestu leyti á fjenaði, er þeir fluttu bygð sína úr einu landi í annað, meðan þeir þektu lítið eða ekki til sjóferða og fiskiveiða og fundu þá lands- kosti betri til fjalls en fjöru. Var því eins háttað erlendis og hjer. Brást eigi Egli Skalla- grímssyni hugarburður sá eins og segir 1 sögu háns. Nokkrir þeirra er fyrst komu hjer til lands, tóku sjer bygðir við fjöll uppi; þótti þeim, sem þar mundi land betra, er peningur þeirra leitaði þangað frá fjör- unni og var sú orsök þess, að þeir tóku bólfestu langt frá sjó í dölum, milli eyðifjalla. Þótti mönnum og vænna til bygða á hálendi, þar sem víðsýnt var, er bæði var bygðin skemti- legri og óhultari, ef ófrið kynni að að bera. Og af landslagi slíkrar bygðar, kölluðu þeir sjálfa sig heiðingja — hæð- ingja — þ. e. heiða-búa, hæða- búa. Og svo er úlfurinn heið- ingi kallaður í Sæmundar Eddu, kviðunni grænlensku, eins og fjallbygðarmennirnir. Enn eim- ij. eftir meðal Finna og Lappa, af lifnaðarháttum þessara fornu hæða eða heiða-búa, og þarf ekki því að lýsa. — Og þó að nú Norðurbúar ekki enn væri orðnir mentaðir eða vel siðað- Þ, meðan þeir bjuggu á há- lcndinu, en af þeim bústöðum ccrógu þeir nafn, vissu samt þessir heiðingjar, að þar var eir.n guð til ... Heiðingjanafn- ið var í fyrstu sæmilegt, af hæð eða heiði dregið, alt til þess er kristnin kom til sög- unnar og siðaskifti urðu. Heiðn- in, átrúnaður heiðabúanna, dró nafn af þeim og hjelst við nafn- ið, þó að sjálfir mennirnir breyttu um bústaði, bygðu borg- i og tækju upp sjóferðir. Nafn- ið heiðni þótti sómasamlegt og hafði nokkurskonar þýðingu, því að heiðríkja, heiðskírt veð- ur er nátengt heiðni. Það felur í sjer skygni, víðsýni og mikla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.