Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Page 3
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 243 Jöklajörð. Nú f>jóta rafboð yfir Eiríks bygðir, ng ótal skiði lopts um strönd ng fjörð. Því vnmu flugi fylgja djúpar hygðir. Vort Frón skal bera deUur undir gjörð. Þess skylda er að máttkast og að muna. Við minna hlut skal rjettur vor ei una. Vm frelsi Islands heldur veröld vörð. 'i : ' Lát horfa augu heims til ystu rikja, er hliði norðurskauts á gátt er svift. Gegn sið og lögum orðhefð á að víkja. Sjá, aldamyrkvinn hefir grimu lypt. Hjá djúpsins auðlegð Bretinn yppir brúnmn. og blakta erlend fjóðavje að húnum. Frá hæðaveggjum starir stjörnuskrift. í lögum Eiríks lifði íslensk tunga. Með landans máli bar hann hjör og skál. Að rjettu nam hann óðal sitt hið unga, við islensk rök og voldug merkjabál. Þótt meginhavður mannheims yrðu lokuð, og menning jarðar væri smáð og okuð ei deyr sú frægð, að fluttust Atlamál. 3 - Vor Sóley fagra, svipstór yfir höfum, bar sögum vitni, fram að Rómastól. En öld vor bjúghljóð, grúfir yfir gröfum, í guðadýrð, af tveggja dægra sól. Lát birta sannleik, bergsins höggnu stafi; og berist flekklaust merki vort í trafi. Hjá oss á norrænn andi höfuðból. Á löngum rökkvum lifði þjóðarandi, við lága arins glóð, en seiga trú. Mun saga nokkur slík af lýð og landi. Vjer lögðum yfir djúpin stefjabrú. Vor göfga tunga tengdi rarnmur sifjar. Eitt táky, eitt orð voru málstofn endurrifjar. Á fróni orktu allir, fyr og nú. Vor öldnu lög og sögu þjóðir þekkja; hve Jmngt var undir fót, með hlekki sjálfs. Hvort skal sig norrænn andi endurblekkja við orðaprang nm snævalöndin frjáls. Vor meginauðgi liafs og hanðra geymur sjer hallar Jmngt að ísaströndum tveimur. / eining Jæirra er afl og rjettur máls. Vort kyn, vor örlög knýja Frón til dáða. t kynnum Nýheims urðu djúp vor spor. Og sjálfstætt íslands ríki skal hjer ráða. Lát rísa yfir Hvarfi frelsis vor. Vjer eigum kost sem öllum heimi sæmir. Af alj/jóð metast rök og sjálf hún dæmir. Á rústum Garða sæki hlut sinn hvor. k I ' . • Að austan flugu neistar norræns anda, J)á námust Garðars fögrú rikislönd. En vestlæg eyj/jóð Ijet sjer blóði blanda. Svo byggðist tslands sagnafræga strönd. Og móti kveldátt skín í himinshæðum vors hnattar undur. Frerinn mikli í slæðnm. Þar skyldi aldrei lyptast löglaus hönd. Þá beinöld hrárra bráða mætti stálum var búðarherrans einkaveldi sett. Og villisjót nam yndi af eiturskálum. Við okurborðin spik og skinn varð létt. Til drýgra fanga væntust hirðir Hafnar. Af hæstu völdum urðu reiddir stafnar Á nokkur saga til svo blakkan blett. A Suðurgöngum bundust mál á munni: eitt minjastef bar nöfn um strönd og fjörð. Sá gestur mætur var er kvæðin kunni ]>au kváðust jafnt </ gnoð og yfir hjörð. Soo brunnu stjömur yfir himnahafi. Og heilög Róm Ijet geyma minnisstafi er Jnngskáld Helgi sannhjet Jöklajörð. Eftirfarandi kvæði hefir borist frá Einari skáldi Benediktssyni, sem um þesar mundir er staddur í Tunis. Einar Benediktsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.