Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 6
246 LESBÓK MORQTJNBLAÐSINS Ætl u narverk Zeppelinsmanna. Stórfeldar rannsóknir á veðráttu og- öði’um náttúrufyTÍrbrigðum á pólssvæðinu. Á myndinni s.jest flugleið sn er loftskipið fttti að fara: P’rá Leningrad yfir Arhangelsk tii Franz .Jósefslands, og þaðan yfir ,.Nýju síberisku eyjarnar“, í Norðuríshafinu. Áður en. loftfarið „Zeppelin greifi“ lagði af stað í pólflugið hafði blaðamaður einn tal af Ber- son prófessor. sem verið hefir með- al |)eirra manna er nndirbúið hafa ])essa merkilegu ferð. Berson prófessor er kominn vfir sjiitugt. Enginn maður sem eldri ei' en fimtugur fjekk leyfi til þess að taka þátt í þessari svaðilfiir henia dr. Eckener. Berson fjekk far með Zeppelin til Leningrad. En þar varð hann að sltilja við pólfarana. Alt frá því að Zeppelin greifi, hofundur hinna frægu loftfara var í blóma lífs síns, hafa verið ræddar ]>ær fyrirætlanir í. Þýskalandi, að gera skipulagsbundnar rannsóknir í norðurhiifum, og nota til ]>ess hin mjklu loftfiir. Var þetta einn af mörgum framtíðardraumum hins fræga liugvitsmanns. Fynr tíu árum var stofnað fje- lag meðal vísindamanna með þeim tilgangi aA-gora.út rannsóknaferð- ir í lofti yfir pólliafinu. Hefir Ber- son prófessor um skeið verið for- maður ]>essa fjelags. Eftirmaður hans var Friðþjófur Nansen. En nú hefir dr. Eckener- for- menskuna á hendi. í fjelaginu eru vísindamenn frá 22 ])jóðum. Um Zeppelinsferðalögin um Norðurhöf farast Berson prófessor orð á ]>essa leið: Þeir vísindamenn, sem taka þátt í pólflugi ]>essu, eiga að hafa margskonar, verkefni með höndum. Þeir eiga að rannsaka öll náttúru- fyrirbrigði þar norður frá, og eiga rannsóknir þessar að halda áfram í eitt missiri eða ár. Til þess að þetta geti tekist, þarf loftfarið að geta staðnæmst norður yfir ísnum, og lagst við landfestar. Körfur verða látnar síga niður úr loftfarinu, og verða vísindamenn með áhöld sín og útbúnað, settir í ])eim niður á ísinn. Þegar þeir hafa lokið rannsóknum sínum, á loft- farið að sækja ])á aft.ur. Allmörg- i'm flokkum vísindamanna verður þannig dreift um hjer og þar norð- ur í ísnum. Allir hafa flokkamir með sjer loftskeytatæki. svo að þeir geti komið boðum til loftfars- ins, eða til rússneska ísbrjótsins „Malygin“, sem fer eins langt norður í ís og unt er, til þess að vera þar loftfarinu til aðstoðar. P’lokkarnir geta og haft loftskeyta samhand sín á milli, svo að vís- indamennirnir geta daglega borið saman athuganir sínar. Búist er við, að rannsóknir ])ess- ar taki missiri eða ár. Zeppelin verður í förum milli athugana- stöðvanna altaf við og við, færir vísindamönnunum allar nauðsynj- ar ]>eirra, og tekur þá upp, ásamt farangri þeirra, í hvert skifti sem athugunum er lokið á einhverjum staðnum. og óskað er eftir að koma upp athuganastöð annars staðar. En áður en bvrjað verður á þessu margþætta rannsóknastarfi. fer Zeppelin eina ferg vfir pól- svæðið, til ])ess að full reynsla fáist fyrir ]>ví, að hægt verði að staðnæmast jrfir ísnum, setja þar frá sjer menn og farangur þeirra, og taka þá upp aftur. Reynist þetta framkvæmanlegt, er erfið- asti hmiturinn leystur ,og opin leið t-il þess, að alt hið ókunna svæði umhverfis heimsskautið, verði rannsakað til hlítar á næstu tímum. Loftfarið hefir með sjer ákaf- lega mikið af áhöldum og útbún- aði handa norðurförunum. Er ætl- ast til þess, að þeir sem settir verða á athuganastöðvamar á isn- um, hafi svo mikinn og vandaðan útbúnað með sjer, að þeir geti ver- ið þar um kyrt í eitt ár, án þess að þá saki. Aðalforingi fararinnar er dr. Eckener, maður forsjáll með afbrigðum og gætinn. Er Berson prófessor í engum efa um, að hon- nm takist að vinna bug á öllum erfiðleikum, svo að vísindamönn- um þeim sem þama eiga að vinna, takist að inna Wutverk sín af hendi. Meðal þeirra manna, sem þátt taka í ferðunum er Ellsworth, sá er var samferðamaður Amundsens um árið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.