Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1931, Blaðsíða 2
242 LESBÓK M0R0UNBLAÐSIN8 Þá fór iiann að fást vig ölgerð. 01- gerð getur verið liættuleg atvinna fyrir unga menn, á þeim slóðum geta margar freistingar íalist. Því sagði hann skilið við ölið og fór á geðveikrahæli. Ekki fór hann þangq;ð sem sjúklingur, heldur sem lijúkrunarmaður. Það er erfitt fyrir þá sem ekki hafa reynt það, að gera sjer grein fyrir hve lærdómsríkt það er fyrir mann með fullu viti, að vera um tíma á geðveikrahæli. Þar geta menn á einni viku orðið meiri sálfræðingar _og mannþekkja-rar, en menn annars verða við 10 ára at- hugun annars staðar. Því er það skiljanlegt, að Hjalma-r Lindroth hefir rjett fyrir sjer, er hann segir um Kristmann Guðmundsson, í bók sinni um ísland, að sálfræði- legar ályktanir hans beri vott um að hann sje mikill mannþekkjari, og setningar hans og málfar sögu- persónanna sjeu bæði eðlilegar og þróttmiklar. Því næst var Kristmann tímarits ritstjóri og síðan blaðaútgefandi og þá var líklegt að honum hefði fundist hann vera kominn á rjetta hillu. En svo var ekki. Eu ekki er hægt að rekja öll þau störf er hann nú tók sjer fyrir liendur. Hann var garðyrkjumað- ur, málari, múrari, sjómaður, stundaði eyrarvinnu, verslun, var farandsali, innheimtumaður, vika- drengur, þjónn, hnefaleikakennari o. m. fl. En þetta nægir til þess að sýna að hann fjekk margháttaða lífsreynslu, og umgekkst margskon ar fólk, Hann er af íslenskum embættismanna- og bændaættum kominn; í báðar ættir. „Jeg hefi gengið í marga skóla um æfina' ‘; sagði Kristmann 6uð- mundsson eitt sinn; en sjaldan tek ið próf. Jeg þykist hafa náin kynni af flestum stjettum þjóð- fjelagsins, og að jcg yfirleitt fylg- ist vel með því sem er að gerast í nutímauum. En jeg gef öðritm tímabilum engu síður gaum, ekki síst framtíðinni“. Fyrstu bók sína gaf Kristmann Guðmundsson út árið 1921 á ís- lettsku. Það voru ástaljóð, er heita „Rökkursöngvar“. Þá var hann 19 éra. Árið 1926 kom út í'yrsta bók lians á norsku. Bókin heitir „Is- landsk Kjærlighet“, og er sa-fn af smásöguin. Jafnast bók þessi fylli- lega við það besta sem út kom á norsku það ár. Og það sem rnerki- legra er. Þá þegar skrifaði höf. eins góða norsku eins og hann væri Norðmaður. Næsta ár kom út önnur bók eftir hann: „Brodekjolen“. Sagan er frá íslenskri sveit, og gerist á um- rótstímum. Lesandinn fær glögga hugmynd urn sögupersónurna-r, og umhveríi þeirra. í bókinni eru margar hrífandi og glöggar frá- sagnir frá sveitalífinu, og lýst er þar mörgu sjerkeunilegu fólki. Arið 1928 kom út skáldsagan „Ármann og Vildís“. Þar er íagur- lega lýst ástum karls og konu, þar sem dauðinn bíður með brugð- inn brand við brúðarsængina. í bók þessari kemur fram mikil mannþekking, hugmyndaflug og djúpsæi. Næsta bók ha-ns kom út árið eft- ir: „Livets Morgen“. Þar eru margar ágætar manniýsingar. En áhrifamest er frásögnin um Hall- dór og Salvöru, konuna, sem unui hugástum, og hann sem hugsunar- laust mætti ástríki hennar — og sveik, því hún uppfylti ekki drauma hans. Ronald Fangen skrif aði um bók þá, að þar hefði Krist- mann Guðmundsson sýnt og sann- að að hann væri það skáld, sem menn í upphafi gátu gert sjer vonir um. iákáldskapur hans sver sig í ættina til hinnar fornu ís- lensku frásagnarlistar. Síðasta skáldsaga Kristmanns kom út um jólin í vetur, og heitir „Bigmar“. Er hún allfrábrugðin hinum fyrri. Þar er fjörlega og ánægjulega sagt frá ungum ástum. f fáum orðum er brugðig upp ótal skýrum og skilmerkilegum mynd- um. > i ■ Frásögnin um hið einkennilega ástalíf uuglinga.nna, öigmars og Köllu er uiynduð úr daglega tíf- inu. Hefir skáldið, með eftirtekt sinni og endurminningum ofið þar saman áhrifaríka frásögn. Þar eru litauðga.r náttúmlýsingar og ör- lagaþrungmim atbiirðum lýst með þrótti miklum, svo að lesandinn verður hugfanginn. ■■ ■" Hvers vegua valdi Kristmanu sjer að fara til Noregs og setjast þar að? Enginn nema. hann getur um það sagt. iSjálfur hefir haun sagt, að hann kynni best við sig í Noregi. Á næstu árum munu marg ir taka sjer fyrir hendur að lýsa sambandinu miili íslendinga. og Norðmanna. — Jeg ætla að gera það í skáld- söguíormi“, sagði Kristmann eitt sinn. „En áður en jeg fer út í þá sálma verð jeg að æfa mig á ein- hverju sem auðveldara. er. Ein- liverntíma kem jeg að því að skrifa skáldsögu sein á að lýsa því livernig þessar tvær þjóðir hafa þroskast hver með sínu móti. Á yíirborðinu eru þær ólíkar. En ef betur er að gætt, kemur skyld- leikinn í ljós. Skáldsaga. sú, sem jeg á við, á að gerast á Siglufirði, og fjalia um viðskifti Norðmanna og íslendinga þar. Mikið er þar frásagnarefni. Jeg held að skáldsagan sje mjer hentugust“, bætti ha.nn við. „Jeg hefi skrifað mörg leikrit; jeg er að æfa mig, en sögurnar verða mitt svið eftir sem áður“. Bækur Kristmanns Guðmunds- sonar hafa mikið verið þýddar. Ný lega hefir hann undirritað samn- ing við bókaforla.g í Ameríku um útgáfurjett að þeim bókum hans, sem út eru komnar. Byrjar forlag- ið í sumar á því að gefa út Brúð- arkjólinn , er kemur samtímis út í Englandi og Ameríku. Þessi bók hefir á 6 mánuðum verið prentuð í 30.000 eintökuui í Þýskalandi. Þykir slík útbreiðsla fágæt fyrir ungan rithöfund. Ymsar af bókuin lians hafa nú verið þýddar á frönsku, spönsku, sænsku, portúgölsku, rúmensku, tjekkisku og ítölsku. Kristmann Guðmundsson er nú meðal þeirra fremspu af ungum norskum rithöfundum. (Lauslega þýtt).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.