Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 4
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þessir leggja þá til aðalundir- stöðuna undir sjómenskuna undir Eyjafjöllum. Það er lítið vitað um þeirra sjómensku, en bæði er það, að þeir komu sjóleiðina og svo má ganga út frá því, að þeir liafa haldið úti sjóróðrum þar. En þó fornrit okkar, Landnáma, geti ekki um sjómensku þeirra, þá gleymir lnin ekki að skýra frá ýms um af afkomendum þeirra, og hvað þeir voru fyrir okkar land. Um Þrasa í Skógum er það að segja, að hann var víst mesti galdramaðurinn sem Eyjafjöll hafa átt, samanb. viðureign hans og Loðmunda-r hins gamla, þegar þeir veittu Jökulsá á Sólheima- sandi hvor á annars land. — Ætt- inenn Þrasa bjuggu í Skógum hver fram af öðrum fram á 13. eða 14. eld sem rekja má. Hann var kom- ínn af konungaættum. Maður verð- nr að ætla að hann hafi komið að landi fram af Skógum (á Skóga-" fjöru) og sjeð upp til fossins. Sjálfsagt hefir hann sótt sjó (ró ið) við Jökulsá, vestan við liana, á sinni landareign. Jeg bæði heyrði talað um gott íitræði ])ar, og jeg man eftir miklu fiski þar, eink- aniega lúðu (lieilagfiski). Þar að auki var Skógafjara rekasælasta fjaran undir Fjöllunum. —- Hrafn ■enn heimski bjó á Raufarfelli hinu eystra. Hann nam land á milli Kaldaklifsár og Lambafellsár; það er miðparturinn af Austur-Eyja- fjöllum. Fyrir austan hann var landnám Þrasa í Skógum, frá Jök- ulsá á Sólheimasandi vestur að Kaldaklifsá. Hrafn enn heimski var kominn af konungaættum, enda eru frá honum komnir mestu og bestu höfðingjar þessa lands, Oddaverj- ar, og Jón Loftsson talinn þeirra inestur og bestur. Eins og áður er minst, nam Hrafn land milli Kaldaklifsár og I-ambafellsár. I því landnámi voru á fyrri öldum þrjár kirkjur, en nú í beila öld eða meir ekki nema ■ein kirkja; tvær kirkjusóknir, þær sem næstar voru sjónum hefir því sjórinn tekið, og fært jarðveginn fyrir mynnið á Holtsós, sem í gamla daga var nefndur Arnar- bælisós og dregið nafn af Arnar- bæli sem var kirkjusókn og næst sjónum. Jeg man eftir bæjarnöfnum, t. d. Miðbæli og Ystabæli sem nú eru eyðijarðir en hafa í gamla daga tilheyrt Arnarbæliskirkjusókn. Að ur fyr hefir þarna verið breiður tangi i'it í sjóinn, líklega eystri kampurinn á Arnarbælisós og sjálf sagt vestan við tangann gott út- ræði í austanátt. Jeg heyrði líka oft um það talað að betra væri að vera þar með skip en annars stað- ar; og þegar skipin voru vestar, sem oft var, var talað um að sjór- inn mundi fær austan undir Mið- bæli, þó hann ekki væri fær fram af Berjanesi. Asgeir kneif nam land milli Lambafellsár og Seljalandsár og bjó á Auðnum. Frá honum er kom inn Jón biskup hinn helgi Ög- mundsson og Þorlákur biskup hinn helgi Þórhallason. Þorgeir enn hörski son Bárðar blönduhorns keypti land af As- geiri kneif milli Lambafellsár og írarár og bjó í Holti; hann giftist Ásgerði ömmu Njáls á Bergþórs- livoli. En synir hennar og Þorgeirs voru Þorgrímur enn mikli og Holtaþórir faðir Þorleifs kráks og Skorar-Geirs. Jeg læt lijer staðar numið með landnámsmennina undir Eyjafjöll- um, sem jeg álít mega telja fyrstu sjómenn þar, að minsta kosti Þrasa, Hrafn, Ásgeir og Þorgeir, þeir voru allir nálægt sjó, og því ugg- laust stundað sjóróðra. Um landnámsmenn undir Eyja- fjöllum má segja það, að þeir voru sjálfir, og sömuleiðis afkomendur ]>eirra, engin smámenni. Bernskuáxin. Það hefir verið svo, er svo, og það verður sjálfsagt áfrarn svo, að það veljast ekki ávalt þeir rjettu eða hæfustu menn til að vinna þetta eða hitt verkið; og því mið- ur sannast það nú sem oftar, að jeg skuli verða til að skrifa um sjómenskuna undir Eyjafjöllum. Það var nú bæði það, að jeg var ekki upplagður fyrir svo sem kallað er, þó mjer þætti það betra en smalamenska, og það vil jeg segja um fiskinn, að hann gerði meir eftir mínum vilja að koma á öngulinn, en kindurnar að fara þann veg sem jeg vildi — og svo það, jeg reri þar aðeins 7 vorver- tíðir, og það á mínum ungu árum frá 15—21 árs, með öllu eftir- tektarleysinu sem fylgir ungling um á þeim árum, og svo fluttist jeg þaðan 21 árs. Það er ekki hægt annað en láta mig vera meira og minna riðinn við ])essar frásagnir mínar, og vil jeg strax biðja afsökunar á því, og jeg tek það fram, að jeg vil ekki og það má eklci dæma sjómensku Eyfellinga eftir minni sjómensku, því ]>eir verða að vera góðir sjó- menn í því tilliti sem útheimtist þar, og ])að voru þeir líka. Það fyrsta sem jeg man eftir mjer í sambandi við sjóinn (jeg hefi líklega verið 8—-9 ára gamall) var þetta tvent, og mig minnir það fyrra væri á föstunni: Það var verið að róa austur við Jökulsá; faðir minn reri þar þá. Jeg mau vel eftir að hann kom stundum lieim með fjórar stofnlúður. Jeg inan ekki nákvæmlega stærðina, en það var mjög góður fengur, og jeg man að jeg fjekk þá nóg að borða. Einnig minnist jeg. að jeg vorkendi föður mínum mikið, hanu kom frá sjónum seint á vöku, og varð að fara aftur fjórum tímum áður en dagljóst var. Yegurinn var svo langur og mjer fanst pabbi vera einn á þessu ferðalagi, og þá stundum gangandi n. f. 1. þegar vel fiskaðist, en mig minnir að hann hefði stundum tvo hesta. Jeg man mjög vel hvað lúðan var feit og góð. Öðru sinni man jeg vel eftir. Jeg var þá á Leirum eins og áður. ])að var á vetrarvertíðinni, það var róið um morguninn en svo briinaði sjóinn svo fljótt að þeir gátu ekki lent, og þá var ekki um annað að gera en leggja frá sem kallað var, fara til Vestmanna- eyja. Það voru talin neyðarúrræði. en um annað var ekki að ræða. því ekki þótti gerlegt að liggja úti um nóttina ; það var líka hættu legt að fara til Vestmannaeyja 5 til 6 vilcur sjávar. Jeg man mikið vel eftir því kvöldi. Rjett fyrir gjafatíma vorum við Helgi bróðir minn að leika okkur úti á svelli, vorum að bruna okkur fótskriðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.