Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 2
186 LESBÓK MORGrUNBLAÐSINS Yerksmiðjubærinn Rjúkan í Vestfjorddalen á Þelamörk. íbúar 9 til 10 þúsund. Dalurinn er þröngur og hlíðarnar brattar. Fjallið Gausta (1883 m.) gnæfir yfir dalinn. Saltpjetursýruturnar við verksmiðjurnar í Oppau við Rín. Orkuverið Sa-aheim við verksmiðjurnar á Rjúkan í Noregi. Fallhæð 275 metrar, veljaorka 116 þúsund kílóvatt. Aflstöðvarhúsið er bygt eftir teikningum hins fræga húsameistara Nordhagens. og jafnvel heilir bæir, eins ög t. d. Rjúkan, þar sem nú eru um 10 þúsund íbúar. Norsk Hydro hefir nú 4 aðalverksmiðjur eða verk- smiðjuhverfi: Notodden, Rjúkan, Vemork og Heröen. Ársframleiðsl- an nemur 450.0000 tonöum af Kalksaltpjetri, Aflstöðvar sem Norsk Hydro hefir reist og notar við fram- leiðsluna eru þessar: Pröistul, fallhæð 50 metrar, vjelaorka 24.500 kílóvatt . Vemork, fallhæð 300 metrar, vjelaorka 135.000 kílóvatt. Saaheim, fallhæð 275 metrar, vjelaorka 116.00Ú kílovatt. Svælgfoss, fallhæð 48 metrar, vjelaorka 42.000 kilovatt. Lienfoss, fallhæð 17 metrar, vjelaorka 14.000 kilovatt. Það leið ekki á löngu frá því Birkeland og Eyde tóku að fram- leiða Noregssaltpjeturinn, sem svo var kallaður, þangað til aðrir vís- indamenn fetuðu í fótspor þeirra og fundu nýjar aðferðir til þess að handsama köfnunarefni loftsins. Kunnastir meðal þeirra manna eru Þjóðverjar tveir: Fritz Haber og Carl Bosch. Við þá er kend sú að- ferð sem nefnd er Haber-Bosch aðferðin. Reyndist aðferð þeirra Haber og Bosch stórvirk og hag- kvæm. 1913 var reist afarstór verksmiðja, við Oppau í nánd við Ludwigshaven í Þýskalandi, til þess að framleiða köfnunarefnis- áburð með Haber-Bosch aðferð- inni, og 1917 önnur enn þá stærri í Leuna við Merseburg. Fjelagið sem á þessar verksmiðjur er hið volduga og víðgreinda stóriðju- fjelag I. G. Farbenindustrie, sem alt í alt hefir á annað hundrað þúsund manns í þjónustu sinni, en af þeim manngrúa vinna um 37 þúsund að áburðarframleiðslunni. Eftir 1928 er hafið samstarf milli fjelaganna I. G. Farben og Norsk Hydro. Megnið af áburðin- um sem Norsk Hydro framleiðir er nú framleitt með Haber-Bosch aðferðinni. En annars er harla mikill munur á framleiðslunni í þýsku og norsku verksmiðjunum, því norsku verksmiðjurnar nota hvítu kolin við framleiðsluna, en þær þýsku venjuleg kol og kola- gas. Setur þetta tvent ólíkan svip

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.