Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 7
LESBÓK MORG-UNBLAÐSINS 183 Glæpamannakóngurinn Al Capone, sem fram að þessu hefir drotnað yfir Chicago. Pacley heitir amerískur blaða- maður. Hann hefir nýlega gerst svo djarfur að gefa út bók um gla,pamannakónginn A1 Capone í Chieago. Er það ófögur lýsing, sem hann gefur þar af ástandinu í borginni. Segir hann að dómur- um, lögmönnum og lögreglu sje mútað, og þess vegna viðgangist þar óátalið að framin eru morð og rán, hvít þrælasala blómgast og f je er tekið af mönnum með hót- unum. Og aðalmaðurinn, sá, sem mestu ræður um alt þetta, er smygl arakóngurinn A1 Capone. Um hann segir Pasley í bók sinni, „að hann hafi komið til Chicago 1920, sem heilsteyptur óþokki, og algerlega eignalaus“, en árið 1929 hafi skattanefnd borgarinnar áætlað að hann hefði um 4 miljónir dollara skattskyldra tekna á ári. Það var aðflutningsbannið í Bandaríkjunum, sem kom fótum undir A1 Capone. Að vísu kostaði það hann æma fyrirhöfn að ná undir sig mestu völdum meðal smyglaranna þar, en honum tókst það með því móti, að hann stofn- aði „morðingjaher“, 700 manns. Allir þessir menn höfðu áður fram- ið einhvem glæp, og þeir ruddu honum nú veginn til valda og auðæfa. Innan skamms tókst hon- um að ná tökum á flestum leyni- knæpum borgarinnar. Og nú sem stendur valdi hann þar 500 stúlk- um atvinnu. Lögreglan veit ósköp vel um þetta, en hún lætur sem hún sjái það ekki. A1 Capone hefir það fyrir sið — segir Pasley — að vera á hverri leikhússýningu í Chicago. Fylgja honum þá jafnan 18 prúðbúnir menn, og er lífvörður hans. Sitja þeir ýmist í ,,stúku“ - hans eða næstu „stúkum“ til þess að vernda líf hans. Hvert sem hann fer ekur hann í brynvarinni bifreið, sem Vegur 15.000 punda, og er svo úr garði ger, að engar kúlur vinna á henni. Þessi bifreið kostaði 100.000 króna. En jafnan aka aðrar bifreiðir fyr- ir framan ‘hana og aftan, og er lífvörður hans í þeim. A1 Capone byrjaði á því að leggja undir sig þann borgarhluta Chicago, sem Cicero nefnist. Eru þar um 70 þús. í búa. Þetta gerði hann á þann hátt að koma sínum mönnum að í bæjarstjórnina, svo að þeir hefði þar meiri hluta. Síð- an hefir hann verið einráður í þessum borgarhluta. Samkvæmt rannsóknum, sem rík isstjórnin hefir látið gera, hefir komið í ljós, að árið 1927 hafði hann um 500 miljóna króna tekjur. Nokkru af þessum geisilegu ttkjum, ver hann til þess að múta stjórnmálamönnum, dómurum, lög regluþjónum og helstu embættis- mönnum borgarinnar, segir blaða- mí ðurinn. T. d. hefir hann haft fyrverandi borgarstjórann í Chica- go, William Hale Thompon, sem venjulega er nefndur „Big Bill“, alveg í vasa sínum, enda var það A1 Copone sem kom þessum þorp- ara í borgarstjórastöðu. 1 öldungaráði Bandaríkjaþings- ins hafa verið færðar fram óyggj- andi sannanir fyrir því, að A1 Capone hafi með mútum haft yfir að ráða 60% af lögregluliði Chica- goborgar, og að þessi fjöldi hafi sífelt hjálpað honum við smyglun- ina og áfengissöluna. Þess vegna hefir lögreglan hvorki þorað nje getað hreyft við honum, nje nein- um af þeim glæpamönnum, sem hann hefir í þjónustu sinni ,og stela, myrða, kveikja í húsum og pynda menn tij fjárútláta. Vegna þess valds, sem A1 Ca- pone fekk með mútum sínum, þorðu dómarar ekki að dæma öðru vísi en sýkna glæpamennina, vitni mistu mælið er þau komu fyrir rjett, af ótta við óaldarklíkuna. Til dæmis um það, hvernig flokkur smyglaranna hefir farið fram í Chjcago, má geta þess, að síðan Titanic-minnisvarði. Þó nú sjeu bráðlega 20 ár liðin síðan Titanic fórst, er sá atburður enn í fersku minni — er eitt hið stærsta og vandaðasta farþega- skip heimsins fórst í Atlantshafi í fyrstu ferð sinni, og fjölmargir farþegar drukknuðu. Þegar velja skyldi um hvorir ættu að sitja fyr- ir rúmi í hinum alt of fáu og smáu björgunarbátum, voru konur og börn látin sitja fyrir. Til minn- ingar um þá hugprýði, og sjálfs- fórn er karlmenn sýndu þá, hafa amerískar konur reist minnismerki það sem sýnt er á meðfylgjandi mynd. árið 1923 hafa þar verið framin 500 morð, en enginn einasti mað- ui verið dæmdur til dauða. Bók Pasleys er glöggt sýnishorn af ástandinu í Bandaríkjunum eins og það nú er. Þykir það mikil dirfska af honum að koma fram með þetta, því að áður hafði ann- ar maður Ijóstað nokkru upp um starfsemi A1 Capones og glæpa- mannaflokks hans, en hann var þegar myrtur. Er búist við að Pasley muni fara sömu förina, enda þótt veldi A1 Capones í Chica go liafi verið hnekkt til stórmuna með borgarstjórakosningunum þar síðast, þegar „Big Bill“ var al- gerlega kveðinn niður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.