Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORG-UNBLAÐSINS 181 heldur eins víst og að da-gur kemur ■eftir þenna. Jafnvel í landi sjálfs prestsetursins hljóta þegar fram líða stundir að rísa upp ný býli. í Vatnaskógi hlýtur áður langt líður nð rísa upp sumarhótel, sem með tímanum verður sennilega mikið og fjölsótt. Þar er öll sú dýrð og öll þau gæði, sem íslensk náttúra hefir upp á að hjóða, nema- bara jarðhiti, en í hans stað mun bæði þar og annars staðar sem með þarf koma rafmagnið. Þar er skógur og sljetta-r grundir, fjöll og hálsar, vötn til fegurðar, veiðiskapar og íþrótta, og strax þegar komið er npp á hálsinn eða suður á Móa- dalinn, blasir hann við, fjörðurinn fagri, sem svo mjög hefir heillað skáldið. Sumarhótelin eru yfir höf uð svo mikill menningara-uki, í stað einrænings-kumbaldanna, sem verið er að planta hingað og þang- að úti um hagana, að ekki er ann- að hugsanlegt en að þeim fjölgi stórlega á næstu áratugum. Þrasta lundur er gott dæmi þess, hve vin- gjarnleg og aðlaðandi þau geta verið. En ætli ekki að hótelgestirn- ir í Vatnaskógnum komi til með að taka upp talsvert rúm í Saur- bæjarkirkju? Trúað gæti jeg því. Ekki verður fyrir öllu sjeð, en það held jeg að allir hljóti að geta sannfært sig um, ef þeir vilja reyna að horfa með ofurlítilli skynsemi fram eftir veginum, að það væri alveg óverjandi fyrir- hyggjuleysi að reisa í Saurbæ svo litla kirkju sem nú er fyrirhugað. Verði það gert finst mjer, í hrein- skilni sagt, að það vera háðung. Þeim sem það gera, verður álasað af komandi kynslóðum. Hitt get jeg skilið, að fyrir þá, sem eiga við að búa hina hrörlegu og fá- tæklegu kirkju, sem nú er í Saur- bæ, sje nokkur freisting að hefj- ast handa, en fyrir þá sök má ekki gera það í dag, sem allir myndi óska á morgun að ógert væri. Ekki svo að skilja að jeg vildi ekki gjama að biðin yrði sem skemmst, en meðan fjeð er ekki til dugir ekki annað en að bíða. „Því er engin hirð um slíkan mann?“ spyr skáldjöfur nítjándu aldarinnar þar sem hann stendur við dánarbeð skálcteins á Ferstiklu. Vafalaust var hirð um dánarbeð Hallgríms Pjeturssonar, hvort sem líkamleg augu sáu hana eða ekki. Og síðan þá tíð hafa hirðmenn hans verið hvar sem íslensk tunga var töluð og enda víðar. Þessa hirð, sem enginn fær talið, hefir Einar Jónsson táknað eftirminni- lega á listaverki því, sem hann hefir gefið hinni fyrirhuguðu Hallgrímskirkju, Ef nú allir þeir, sem játa vilja sig hirðmenn hans og einhvem eyri hafa að gefa, vildu láta eitthvað örlítið af hendi rakna, hver eftir efnum og ástæð- um, þá verður þess skamt að bíða Það var 2. sept. 1924. Islensku skipin Lagaríoss og Goðafoss hitt- ust þá í Leith og lágu við sama hafnarbakka. Goðafoss var á för- um til íslands, en Lagarfoss ný- kominn frá Danmörku og á leið hingað líka. Meðal farþega á Lagarfossi var Ágúst Jóhannesson bakarameist- ari. Fór hann ásamt fleirum um borð í Goðafoss um kvöldið. rjett áður en liann fór, til þess að kveðja kunningja, sem j)ar voru. Komið var fram undir miðnætti og sva-rta myrkur. Alt í einu kall- ar einhver á þilfari Goðafoss, að maður hafi fallið fyrir borð. Það var einn þjónanna á skipinu. Mönnum brá mjög í brún, því að allir töldu víst að maðurinn mundi drakkna þama því að hann var ósyndur. — En ekkert sást til hans vegna myrkurs og þarna er straumur mikill og var því hætt við að hann mundi óðfluga bera brott frá skipinu. Þenna sama dag hafði og maður drukknað þarna í höfninni. Fjell hann fyrir borð á að unt verði að hefjast handa og reisa Hallgrímskirkju, og það enda þótt til þess þurfi þrefalda þá fjárhæð, sem áætlað liefir verið að duga. mundi. Og fyrir minna en þrefalda fjárhæðina má þjóðin ekki láta s.jer sæma að reisa þá kirkju. Jeg skora á hvern þann íslend- ing. sem þetta les, hvar sem hann dvelst á hnettinum. að gera sitt til þess að fjárskortur þurti ekki lengi að harnla framkvæmdum. Ritað á uppstigningardag. 1931. Á.gúst Jóhannesson með Álafoss- gullmedalíuna. skipi, og vegna þess að hann var ósyndur, og enginn nálægur, til að rjetta honum hjálparhönd, þá fórst hann þar rjett hjá landi, eins og svo margir aðrir. En hjer fór ekki jafn hastar- lega, því að um borð í Goðafossi var hugrakkur og djarfur sund- Sundafrek. Mannslífi bjargað. Agúst Jóhannesson bakarameistari var 31. maí sæmdur „Álafoss-gullmedalíuuni11, fyrir sundafrek og björgun. Áður hefir aðeins einn maður fengið jiessa medalíu, Jón Þorsteinsson íþróttakennari (1930).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.