Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 4
180 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS Mjög var það ljóst, að söfnuður Oampbells hlýddi á hann hug- fanginn, en hreint frá svo alger- lega dáleiddur eins og við hlýdd- um á Harald, vonandi að ræðan tæki aldrei enda. Þó voru áheyr- endur Campbells breskir, en á- heyrendur Haralds voru Islending- ar, en þeir kunna annars, því miður, ekki alment að haga sjer sæmilega í guðshúsi. Ritningin segir að gnýr af himni, eins og aðdynjandi sterkviðris, hafi fylt alt húsið þegar heilagur andi kom yfir postulana. Það er minni þekk ingu ofva-xið að skýra þann at- burð og jeg veit ekki einu sinni hvað það var, sem ritningin nefnir heilagan anda. En ómótstæðilega leitaði hún stundum fram í huga mínum frásögnin þessi þegar jeg sat undir ræðum Hara-lds, og enn- þá rennur hún saman við endur- minninguna um þær stundir. Víst er um það, að okkur sem þar sát- um fanst orð hans fylla kirkjuna eins og einhver undramáttur þeg- ar ha-nn talaði, og það er ekki efamál, að allur sá mannfjöldi, sem troðist hafði inn, hefði á þeim stundum ótrauður gengið út 1 eld með hinum mikla prjedikara, ef því hefði verið að skifta. Minningu þessa manns vil jeg að Reykjavík reisi musteri. Minn- ingu hans á það við að hjer sje veglegt musteri helgað, og til þess að svo megi verða, má öll þjóðin gjarna leggja hönd á plóginn eftir því sem hver og einn finnur sig til þess knúinn. Minning Hallgríms Pjeturssonar hygg jeg hins vegar að sje best geymd í Saurbæ — þar og í hjört- um þjóðarinnar. Það vill nú líka svo vel til, að þeir sem af góðum skilningi hafa beitt sjer fyrir því máli, hafa þegar sýnt að þeir ætl- ast til að það sje meira en kirkjan ein og tóm, sem þar geymi minn- ingu hans. Að þeirra hvötum — líklega einkum síra Einars pró- fasts Thorlacius’ — var það fyrir tveim árum (jeg fer hjer eftir sam tímis blaðafregnum) samþykt á hjeraðsfundi og prestastefnu að skora á veitingavaldið að vinna að því, að jafnan yrði valinn í sæti Ilallgríms sá maður, sem sýnt hefði sjerstaka hæfileika til bók- mentastarfa, einkum skáldskapar. Og nú nýlega hefir prófasturinn skýrt frá því í Morgunblaðinu að ónafngreindur maður hafi gefið 150 krónur sem vísi til sjóðs, sem á sínum tíma á að launa slíkan prest. Skilst mjer að hann muni þá eiga að þjóna Saurbæjarsókn einni, en eigi þrem sóknum, eins og á sjer stað með núverandi skipulagi. Ef jeg man rjett, hafa tveir ágætir menn, Bogi Th. Mel- steð og síra Magnús prófastur Bjarnarson, áður stofnað slíka prestlaunasjóði, hinn fyrri við Strandarkirkju en hinn síðar- nefndi við Hólakirkju. Má ætla að sjóðunum áskotnist að staðaldri nokkurt fje í gjöfum og áheitum, svo að eigi þurfi að líða óratímar áður en þeir geti tekið til starfa. Alveg í samræmi við þessa hug- mynd virðist það einnig vera, að sira Einar Thorlaeius hefir nú ráð- ið sjer aðstoðarprest, sem talinn er að vera efnilegt skáld og að öðru gott mannsefni; en ef að- stoðarprestur vinnur hylli safn- aðarins, má telja það vísast að hann hljóti að lokum kallið, einkum þar sem sú venja hefir myndast, að varla þykir viðeig- andi að sækja á móti aðstoða-r- presti. Fróðlegt er að veita því athygli að með þessari samþykt presta- stefnunnar virðist ekki ólíklegt að stigið hafi verið spor, sem leiði til þess að hjer myndist „embætti“ hliðstætt því, sem hingað til hefir eigi þekkst nema á Englandi. Jeg á við stöðu lárviðarskáldsins (poet laureate). En sá verður þó munur- inn, að af okkar skáldi verður ekki vænst lofsöngva um jarð- neskan konung — enda má vel vera að da.gur slíks konungsvalds á íslandi sje nú að kveldi kominn. Það lá í orðum mínum hjer að framan, að mjer þætti þessu Hall- grímskirkjumáli skila hægara á- fram en æskilegt væri. Rjett er það. En þó virðist mjer nú í seinni tíð, sem of mjög eigi að hrapa að framkvæmdum. Það þykir mjer stórum verra og tel þá illa farið. Jeg er sem sje sannfærður um að forgöngumennimir, sem hingað til hafa haldið svo vel á því, eru nú að lenda á glapstigum með það. Þess er getið, að búið sje að teikna kirkjuna og gera þá áætlun, að henni — nú bið jeg menn að taka eftir — verði komið upp fyrir h. u. b. 37.000 krónur, eða fyrir sama verð og litlu einnar fjölskyldu húsi hjema í Reykjavík. Hjer kennir bersýnilega skorts á fram- sýni, því með þessu væri aðeins bygt fyrir nútíð, og þó varla það, en ekkert tillit tekið til framtíð- arinnar. En það ríður einmitt á að gera, því þessi kirkja á að standa í þúsund ár og allan þann tíma að vera þjóðinni til sóma. Það mun sennilega mega ganga að því vísu, að þegar fram líða stundir verði ávalt sjerstakir úr- valsmenn presta<r í Saurbæ, og þá leiðir það af sjálfu sjer að menn vilja gjama heyra þá. Fjarlægð- irnar em sem óðast að hverfa. Nú er þegar svo komið að okkert er auðveldara að sumarlagi en að sækja kirkju í Saurbæ hjeðan úr Reykjavík og vera þó kominn heim aftur til kvöldverðar. Samt er mikið af leiðinni ólagður vegur ennþá og ókomin bOferja á Hval- fjörð. Innan mjög lítils tíma hlýt- ur hvort tveggja að verða komið, vegurinn og bflferjan. Samgöngu- tækin má segja að fullkomnist með hverju árinu sem líður. Svo hvað verður orðið úr þessari vega- lengd eftir 50 ár, að við ekki töl- um um 500 ár? Mjer hefir verið tjáð, að jafnvel að undanfömu hafi það átt sjer stað að síra Einar hafi prjedikað fyrir fullri kirkju af Reykvíkingum. Að minnast á Akranes í þessu sambandi ætti að vera alveg óþarft, því jafnvel með núverandi vegleysi tekur það ekki nema í hæsta lagi þrjá stundar- fjórðunga að fara utan af Skaga inn að Saurbæ. Allar líkur eru til þess, að Akranes eigi fyrir sjer að verða stór bær, og þó að nú sje ekki ákaflega þjettbýlt á svæðinu þaðan inn að Saurbæ, þá á það sannarlega eftir að breytast. Sú kemur tíð — og er sennilega ekki ákaflega langt undan — að allur flóinn frá Akrafjalli og inn úr verður ein ræktuð sljetta með görðum og fjölmörgum býlum. Þá verður þar fagurt umhverfis vötn- in, og þá verður þar líka ma-nn- margt. Þetta era engir draumórar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.