Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 6
326 LBSBÓK MORðUNBLADSrKS skera fiskinn og fleygja honum í kassana, hinir að koma pokanum út aftur, og enn aðrir að draga. inn neti-ð, svo fiskurinn renni hetur niður í næsta poka sem tekinn verður. Þessu er haldið áfram þar til allur fiskur er búinn úr vörp- unni og kominn inn á þilfar. Þá er varpan sett út aftur, en aðgerði i byrjar. Nú eigum við að fiska í ís og salt og sigla með aflann til Eng- lands, því var það að hásetar hál«- skáru ekki nema upsann. Hinn fiskurinn er allur skorinn á kviðinn, tekin úr lionum innyflin og fleygt inn í miðkassann. Þar á að þvo hann vandlega. — Nú skul- um við litast um á öðrum stað á skrpinu, það er lestin. Henni er skift í þrent: Stórlest, miðlest og afturlest. Þær eru hólfaðar í sundur í stí- ur, 20 í sumum skipum og rúma þær ca. 6—7 smálestir af flöttum fiski. Nú er ísinn í fremstu stíu skipsins. Hann er mulinn og hon- um mokað aftur eftir að stíum þeim sem fiskurinn á að leggjast í. Sá sem ísar, byrjar þá á því að fieygja íslagi í botninn á stíunni. Að því búnu er fiskurinn tekinn niður í körfu og hent inn í stíurn- ar. Þar er honum raðað þannig, að kviðurinn viti niður; að því búnu er mokað yfir hann íslagi. Þegar komið er upp undir fyrstu hillu í stíunni, er raðað borðum á hana, svo að minni þungi hvíli á fiskinum. - 1 lestinni vinna venjulega 3 menn. Á þiljum hafa karlarnir verið að liamast við að fara innaní fiskinn, þvo hann og rjetta niður, sumir ef til vill að bæta vörpuna. 011 vinna verður að ganga fljótt, svo að sem minst verði eftir á þiljum, þegar næsti afli kenmr. Hafi m'i ekki verið nema 1 poki í vörpunni, en togað t. d. rúman klukkutíma, hafa skipverjar oft tíma til að skreppa niður til sín, halla sjer útaf, rabba saman eða líta í bók. En við sjáum að ekkert af þessu ætla þeir að gera, þeir flýta sjer aftur eftir þilfarinu, því af það er komlnn matartími. Sumir fara inn í borðsalinn, aðrir niður í káetu. Matsveinar tveir eru á þönum að framreiða matinn, mennirnir þurfa að vera búnir að borða áður en varpan er t.ekin inn aftur. Það er kallað að taka inn vörp- una og vinnan byrjar á nýjan leik. Þeir láta þá fyrst niður ísaða fisk- inn, en að því búnu eru flatnings- borðin sett upp, innri brún þeirra livílir á miðkassabrúninni, en sú ytri út við borðstokk. 4 menn raða sjer að borðinu, en sá 5. afhausar 2 og 2 fletja saman; annar ristir á kviðinn og sker fiskinn frá hryggnum, öðrum megin, hinn tek- ui við, slítur lifrina frá og tekur hrygginn úr, aftan við blóðdálk- inn og hendir honum inn í eitt hólfið í miðkassanum, í það er dælt sjó, fiskurinn þveginn úr honum og fleygt niður í öftustu lestina, þar er liann saltaður. En nú hefir veðrið skjótlega breytst. Það er níðdimm skamm- degisnótt; stormur og með frosti. Skipstj. kallar aðvörun til mann- anna, en þrátt fyrir það fellur þung alda inn á þilfarið og brýtúr flatningsborðin, skolar fiskinum úr kössunum og fellir 2 karlana svo að þeir verða alvotir. Skipstj. kall- ar að taka inn vörpuna. Mikils virði er þá að vera undir stjórn þess skipstjóra, sepa gefur rólegar, rjettar og ákveðnar skip- anir, ef eitthvað ber út af því rjétta, sem altaf getur orðið, þótt vanir menn sjeu og harðsnúnir, en eitt öfugt handtak getur valdið meiðslum og tjóni. Eftir allmikið ei-fiði er búið að ná inn vörpunni; hún var rifin, enginn fiskur í henni, og er því bundin föst út við borðstokk. Það er skipaður 2ja stunda vörður. og haldið með hálfri ferð til lands. Hinir mennirnir fara niður að hvíla sig. — Það er haldið alla leið inn á einn fjörðinn, þar er varpað akkerum, losað um netið og farið að bæta, en netið er frosið, svo dæla verður sjó á það, svo það þiðni, og tök sjeu á að bæta, en það.er kuldsamt verk berhentum mönnum í ca. 10 st. frosti, og sannast þar, sem ein- att er sagt um okkur: að köld sje sjómannshendin, en skapið heitt. Eftir alllangan tíma er þó búið að bæta netið. Komið hefir tilkynning frá loftskeytamanni að veðrinu sje að „slota“. Skipstj. kallar að „ljetta“, vinda iim akkerin. Það er gert og lialdið út á miðin aftur. — Eftir að við höfum lesið frjettirnar, sem loft- skeytin hafa fært okkur, förum við niður að hvíla okkur, þeir sem ekki eiga vörð. Yið lítum yfir hdpinn, og gæt- irðu lesið í hug „drengjanna“, sem nú eru að sigla út á miðin aftur, mundirðu sjá ljóma af aflavoninni efst í huga þeirra, en ekki neitt kjarkleysi fyrir hættum og crfiði sem bíður þeirra á miðunum. Eftir ca. 7—8 stundir erum við farnir að fiska aftur. Fiskurinn hrúgast inn á þilfarið í hundraða og þúsunda tali. Alt er á fleygi ferð, það er eins og skipið sje orðið að iðandi mauraþúfu stafnanna á milli og það er ósvikinn glumrugangur í körlunum; þar skiftist á stiltar samræður, stríðni, önnur gaman- yrði, skammir, klúryrði, alt eftir skapgerð hvers eins; en yfir öllum þessum iðanda gnæfir skipstjóri eða stýrimaður í „hólnum“, gæt- andi að vinnu manna, sjóhættu, skipum, sem hann verður að víkja fyrir, eða „vírunum“, að ekki renni út, því það er verið að toga; en ekkert af öllu þessu virðist trufla hinar yfirleitt fimu og styrku sjómannahendur, því að óð- fluga dyngist fiskurinn niður í lestina og hver stían af annari fyllist, og eftir 8—10 daga eru lestirnar fullar. Það er líka vel far- ið, því að fiskurinn verður þá hýrri þegar á markaðinn kemur og heimþráin var farin að segja til sín hjá mörgum. Ollu lauslegu er komið í fastar skorður; lúkur birgðar og reyrðar. Lýsistunnur bundnar ramlega o. fl. Bræðslumaður hefir fengið feita lifur og nær úr henni yfir 50% lýsi. 1. vjelstj. hefir fengið skipun um að sigla skuli með fylstu ferð, því að veður er kyrt og förinni þarf að flýta. Hann sjálfur og hjálpar- maður eru í vjelarrúminu, en kyndarinn hamast fram við eldana, sveittur af hita og erfiði. 2. vjelstj. og kyndari sofa. En óðfluga ristir skipið öldur i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.