Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 4
324 LBSBÓK MOHQUNBLAÐ8IN8 sem hafa ort og samið sögur fyr- ir mína daga, þeim, sem hafa gert það að fagurri list, að segja frá mönnum, sem fremstir gengu og vísuðu leið? Er jeg ekki á margan hátt skuldug þeim, sem í æsku minni voru mestir skáld- jöfrar, hinum miklu Norðmönn- um og ágætu Rússum? Er það ekki skuld, sem jeg á að gjalda, að mjer hefir auðnast að vera uppi á þeim tíma, er skáldskap- ur míns eigin lands var í feg- urstum blóma; að jeg hefi sjeð Marmarakeisara Rydbergs, skáld heim Snoilskys, Skerjagarð Strindbergs, Þjóðlífslýsingar Gejerstams, leikrit Tors Hed- bergs, lýsingar á nútíðarmönn- um eftir Anne Charlotte Edgren og Ernst Ahlgren, ljóð Helene Nyblom, Austurlönd Heiden- stams, ljóslifandi sögu Sophie Elkan, Vermalandsljóð Frödings, helgisögur Levertins, Thanatos Hallströms, heyrt strengi Karl- feldts um Dalabændurna og sjeð svo margt fleira birt, nýtt og gamalt, sem hefir kvatt til kepni og frjóvgað ímyndunaraflið ?“ „Jú, sannarlega", segir pabbi „það er ekki ofsagt, að'þú ert stórskuldug, en ekki skal okkur verða ráðafátt“. „Jeg held, þú skiljir ekki til hlítar, hve erfitt það er, pabbi“ segi jeg. „Þú hefir víst ekki hugs að út í, að jeg er líka stórskuld- ug lesöndum mínum. — Hversu miklar þakkir eiga þeir skilið: alt frá aldraða konunginum* og yngsta syni hans, sem sendu mig í ,,prófferð“ mína til Suður- landa, til ungu skólabarnanna, sem sýndu mjer í verki þakklæti sitt fyrir Njálssögu þumalings? Hvað hefði orðið úr mjer, ef menn hefðu ekki viljað lesa bæk- ur mínar? Þú mátt ekki heldur gleyma þeim, sem hafa skrifað um mig. Hugsaðu til danska rit- dómarans mikla, sem aflaði mjer vina um alt land sitt einungis * Þ. e. óskar II. Svíakonung- ur og Eugen prins, er veittu S. L. fje til þessarar ferðar, eftir að Gösta Berlingssaga kom út — í þeirri trú, að hún yrði skáld. ÞfG. með fáum orðum! Og hugsaðu til hans*, sem nú er dáinn, er sameinaði snjallar hið bitra og blíða í list sinni, en nokkur kunni hjer fyrir hans tíð! Hugsaðu til allra )>eirra, sem hafa starfað er- lendis fyrir mig! Jeg er skuldug, pabbi, bæði þeim, sem hafa lof- að, og þeim, sem hafa lastað“. „Rjett og“, segir pabbi, og mjer virðist hann varla vera ró- semin sjálf lengur. Honum er nú víst að verða Ijóst, að ]>að verður ekki svo auðvelt, að gefa mjer ráð. — „Hugsaðu til þeirra allra, sem hafa hjálpað mjer, pabbi“, segi jeg. — „Hugsaðu til Erselde** tryggu vinkonunnar minnar, sem reyndi að brjóta mjer braut, þeg- ar enginn hafði enn áræði til að trúa á mig! Hugsaðu til hinna mörgu, sem hafa haldið hlífi- skildi yfir skáldskap mínum og hlúð að starfi mínu. Og hugsaðu til vinar*** míns og samferða- manns, sem fór ekki aðeins með mig til Suðurlanda og sýndi mjer alla listadýrðina þar, heldur og gerði alla æfina glaðari og auð- ugri! Og hugsaðu til allrar þeirr- ar alúðar, sem mjer hefir verið sýnd, hugsaðu til alls heiðurs- ins og framans! Geturðu ekki skilið, að jeg er neydd til að koma til þín, og fá að vita hjá þjer, hvemig menn borga svonr stórskuldir?" Pabbi drýpur höfði, og jeg er ekki eins viss um úrræðin og upphafi. „Jeg sje að vísu, að ]>að verður ekki svo auðvelt að hjálpa þjer, stúlka mín“, segir hann. „En skuldirnar eru nú víst upptald- ar?“ „Enn sem komið er, hefi jeg getað undir þeim risið“, segi jeg. „En nú koma verstu vandræðin. Það var vegna þeirra, að jeg hlaut að koma til þín, að biðja þig um ráð“. „Mjer er óskiljanlegt, að þú * Þ. e. Oscar Levertin. Þýð. ** Þ. e. Erselde Adlersparre, barónsfrú. *** Þ. e, Sophie Elkan, skáld- kona af Gyðingaættum. Þýð, getir verið skuldugri“, segir pabbi. „Jú“, segi jeg, og svo segi jeg honum frá „því“. „Þú færð mig aldrei til að trúa því, að sænski háskólinn ....“, segir pabbi. En í ]>ví bili lítur hann á mig, og þá skilur hann, að „það“ er satt. Og þá titrar hver hrukka ' gamla andlitinu hans, og tár koma honum í augu. „Hvað á jeg að segja við þá, sem hafa tilnefnt mig til verð- launanna, og þá, sem hafa úr- skurðað mjer þau?“ ségi jeg. „Því að ]iú verður að muna, pabbi, að það er ekki einungis heiður og peningar, sem þeir hafa veitt mjer. Þeir hafa líka gert sjer svo góðar hugmyndir um mig, að þeir hafa ekki hikað við að gera mig valinkunna um allan heiminn. Hvernig á jeg að borga þá ]>akklætisskuld?“ Pabbi er hugsi um stund, en svo þurkar hann gleðitárin af augum sjer, rjettir sig í sætinu og slær með kreptum hnefa á stólbríkina. „Jeg sit ekki hjer lengur, og brýt heilann um það, sem enginn, hvorki á himni nje jörðu, getur svarað!“ segir hann. „Sje það satt, að þú hafir hlot- ið Nobelsverðlaunin, þá get jeg ekki hugsað um annað en að vera glaður!“ Tignu konungmenni! Konur og menn! Úr því að jeg f jekk ekki betra svar við öllum mínum spurningum, ]>á á jeg ekki annað eftir en biðja ykkur að drekka með mjer þakkarfullið, sem mjer hlotnast að hefja nú fyrir sænska háskólann. Einar Guðmundsson þýddi. Ferðamaður kemur í gistihús: Hvað kostar að dvelja hjer í vikvi 1 — Ja — hm — það veit jeg ekki. — Það er skrítið að þið skuluð ekki þekkja verðlag ykkar sjálfra ! — Sjáið þjer til •— það hefir aldrei nokkur maður verið hjer í vilru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.