Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 þessu var uppskerutíminn og jeg náði ekki að bjarga lcorninu í hús áður en haustrigningarnar komu“. Ef einhver bóndi er duglegur og stundar vel búskaijinn, er hann talinn Kulak (efnaður bóndi, venjulega andstæður bolsum). — Hann er ofsóttur, á hann eru lagðir óhemju skattar og honum er þröngvað til að greiða þá. — Allir bændur forðast því það sem heitan eldinn að fá á sig Kulak nafn og þess vegna rækta þeir ekki meira en það, sem þeir þurfa sjálfir að nota. Það er ástæðan til þess, að Rússland, sem áður var kornforðabúr Evrópu, flytur nú aðeius sáralítið út af korni, og það er aðeins gert til þess að sýnast. Fyrir hönd hjálparnefndar Nan- sens, sneri jeg mjer til stjórnar- innar og bað liana að selja nefnd- inni um 5000 smál. af hveiti, sem geymdar voru í Novorossislc, en hún neitaði að verða við því. — Eftir mikið þref og margvíslegar fyrirspurnir fekk jeg loks að vita að þetta hveiti ætti að flytjast út, svo að erlendis hjeldi menn að nóg væri til af Öllu í Rússlandi. Kosningafrelsi er ekki í Rúss- landi. Frá því að bolsar komu til valda liafa kjósendur verið neydd- ir til að greiða atkvæði eins og þeim líkar. Eftirfarandi atburður er til vitnis um það: Kosningar áttu að fara fram í þorpi nokkru. Kjörstaðurinn var kirkjutorgið og þar stóð maður við mann. 1 miðju var hápallur. Þar sátu fimm bolsar —• yfir- völdin í þorjiinu. Einn þeirra, Oubiykone heldur kosningaræðu og útmálar hvað kommúnisminn hafi gert mikið fyrir bændur — og lofar enn meiri friðindum framvegis. Svo er gengið til kosn- inga. Oubiykone talar þannig til kjósenda: „Hjer eru komnir fram þrír listar, og einn er frá kom- múnistum. Þeir, sem eru á móti þeim lista, rjetti upp hönd!“ — Jafnframt draga þeir Oubiykone og fjelagar lians upp marghleypur sínar og Oubiykone kallar: „Hver greiðir atkvæði á móti lista vor- um? Enginn. Jeg lýsi þá vfir þvi, að hann er kosinn í einu hljóði. Það er óþarfi að kjósa um hina listana------------“ Ef einhver hefði andmælt lista kommúnista með því að rjetta upp hönd, mundi hann þegar hafa verið tekinn fastur eða skotinn. Þegar þessu hafði farið fram í nokkur ár, vissu bændur livern- ig sovjetkosningar voru. Og þeim lærðist að beygja sig til þess að bjarga lífi sínu. Árið 1925 stóð í „Sovetskiy Youg“ að hjer eftir skyldi vera frjálsar kosningar í sveitunum, og bændur fögnuðu því að fá nú að kjósa þá, sem þeir vildu helst. Og þá var það að kjósendur í Kuban feldu með yfirgnæfandi meiri hluta alla þá kommúnista, sem voru í kjöri. Þetta var hættulegt fyrir ríkis- stjórnina, og lýsti hún yfir því, að kosningar þessar væri ólöglegar og svo voru látnar fara fram nýjar kosningar — en þá var at- kvæðisrjettur tekinn af 30—50% af bændum. Það hvílir ógurleg martröð á rússnesku bændunum, og þeir finna það vel hvernig stjórnin kúgar þá. Þess vegna eru allir bændur á móti sovjet og kommún- istum. Upp frá bverju þorpi um þvert og endilangt Rússland, líð- ur hin sama bæn til hæða: „Guð, kollvarjiaðu kommúnistastjórn- inni. Það er sama hvað vond stjórn kemur í staðinn — alt er betra en sovjet.“ Langferð á hjóli. Ungur stúdent, Einar Wilhelm- sen frá Horten, hefir sennilega sett met í langferð á hjóli. Hann lagði á stað frá Moss í Noregi hinn 3. júní og fór gegnum Tiste- dalinn inn í Svíþjóð og til Stokk- hólms. Þaðan lagði hann á stað með 30 aura í vasanum og hiól- aði norður alla Svíþjóð, yfir til Finnlands og komst til Helsing- fors. Vann hann sjer fyrir fæði á leiðinni. Frá Helsingfors fór hann með skipi til Danmerkur, hjólaði yfir eyjarnar og Jótland og inn í Þýskaland. Lagði leið sína um Flensborg, Lúbeck, Berlín, Witt- enberg, Leipzig, Frankfurt, Köln. Þaðan niður með Rín til Hollands, yfir Holland og Belgíu. Þar rjeð- ist hann á skip, sem fór til New- castle on Tyne, og hjólaði svo þaðan norður um alt Skotland og tii baka aftur, suður vesturströnd Englands, um Liverpool og Birm- ingham og þaðan til Lundúna og Dover. Þaðan komst hann með slcipi til Antwerpen og steig nú enn á lijólið og fór suður til Frakklands, yfir vígstöðvarnar og til París. Enn ætlaði hann að halda lengra áfram, en þá varð hann fyrir því óhappi að rekast á aniian hjólreiðamann. Hjól hans brotn- aði og hann meiddist á handlegg. Fór hann þá til Rouen og komst þar í skip, sem fór til Ósló, og var kominn heim fyrir jól. Galdratrn í Bandaríkjunnm. Að undanförnu hefir morðmál nokkurt verið fyrir rjettinum í bænum York í Pennsylvaniu. —- Bóndi nokkur, Nelson Relnneyer að nafni, sem kunnur var að því að vera „ramgöldróttur“, var myrtur og morðingjarnir voru þrír ungir menn, keppinautar hans í galdralistinni. Þeir báru það fyrir rjetti, að Jieir hefði alls ekki ætlað að drepa bónda, heldur að- eins að raka af honum hárið, því að eftir það hefði hann ekki getað gert þeim neitt mein, en þeir hefði cðlast alla þekkingu hans í galdra- listinni um leið og þeir hefði náð í hárið. En Rehmeyer hafði ekki verið á því að láta þá krúnuraka sig. Hann hafði veitt þeim örð- ugt viðnám og viðureigninni lauk svo, að þeir drápu hann. Rannsóknir ]>ær; sem fram liafa fari, í sambandi við morðmál þetta, liafa leitt í ljós, að það úir og grúir af galdrakonum og galdramönnum í þessu fylki og helstu töfragripir þeirra eru ýms- ir lilutir úr mannlegum líkama. Og þetta skeður á því herrans ári 1929 í hinu mikla znenningarlandi Bandaríkjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.