Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 6
38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Meðferðin á bændum í Rússlandi. Útdráttur úr grein eftir Joseph Douillet ritstjóra í París. Bændur og búalið er níu tíundu hlutar rússnesku þjóðarinnar. — Þegar bolsar komu til valda lof- uðu þeir bændum tvennu; að þeir skyldi eignast jarðirnar og að skattar skyldi lækka stórum, jafn-' vel afnemast með öllu. En hvernig hafa bolsar staðið við þessi loforð sín? Þegar jarðirnar voru teknar af stóreignamönnum, tók ríkið allar bestu jarðirnar undir tilraunabvi og fyrirmyndarbú o. þ. h. og hafa engir gagn af þeim nema kommún- istaforingjar. Á þennan hátt voru 20% af jörðunum ráðstafað. Ennfremur var ýmsum, sem hofðu unnið vel fyrir „málefniðV fengnar jarðir til æfilangrar eign- ar. Var þetta gert í laumi, en þó er vert að geta þess. Enn aðrar jarðeignir, sem tekn- ar vorú af fyrri eigendum, voru gefnar útlendum fyrirtækjum. — Þannig fekk Krupp t. d. nokkrar þúsundir hektara hjá Don, enn- fremur má nefna Nansens-sjer- r jett indin, Gy ðin gas j err j ettindin o. s. frv. Eins fór um hitt loforðið. Og höfundurinn lvsir því svo hvernig bolsar rændu og þrautpíndu bænd- ur til skattgreiðslu: — Jeg átti heima úti á landi og sá því hvernig farið var að. — Bændur ljetu ræna sig. Bolsar tóku ekki aðeins ltorn þeirra, held- ur alt annað sem hönd á festi. 1 Kúban var hverjum bónda gert að skyldu að láta af hendi 810 gröm af smjöri, tvö kíló af hlaup- osti á mánuði fyrir hverja kú, sem þeir áttu, og, 3 egg fyrir hverja hænu. Auk þess 5 kíló af kjöti á ári fyrtr hvert naut. Með þessu lagi tókst bolsum að safna gríðar- miklum birgðum af þessum mat- vælum, en þau urðu öll ónvt vegna trassaskapar. Smjörið var ósalt og varð því undireins súrt og myglað, grísir, sem átti að reka langa leið í steikjandi sólarhita, drápust unn vörpum á leiðinni. Afleiðingin af þessu varð hungursneyð, hræði- Jegri ep áður hafði þekst. Og bolsa stjórnin hefir á sinni samvisku Ííf þeirra 51/) miljón manna, sem hrundu þá niður úr hungri í Rúss- landi. Þegar bændur sáu að skattarnir hækkuðu í stað þess að lækka, drógu þeir saman seglin, ræktuðu sem allra minst eða rjett svo að þeir geti treint fram lífið á því. En ríkið varð að fá peninga, og bændur áttu að leggja fjeð fram. Voru nii skattarnir heimtir með oddi og egg og hinni ótrúlegustu grimd. Stundum kom til blóðsút- hellinga, eins og t. d. í þorpinu Rojdestvenskaja í Kákasushluta Kúbans. Vegna óárans höfðu bænd ur ekki getað greitt skatta sína. Sveitarstjórnin skrifaði þá yfir- völdunum og bað um að skattarnir yrðu lækkaðir, en fjekk það svar, að ef þeir væri ekki greiddir að fullu innan ákveðinstíma,þámundu þeir verða teknir með valdi. En bændur gátu alls ekki greitt skatt- ana, þeir vissu ekki einu sinni hvernig þeir ‘áttu að treina fram lífið, þangað til næsta uppskera kæmi, og skattarnir voru ekki greiddir. Viku seinna byrjuðu bolsar að heimta inn skattana með valdi. Þorpið var lýst í hernaðarástandi og 15 menn úr „kúgunarliðinu“ komu þangað. Hið fyrsta, sem þeir gerðu, var að taka nokkra gisla, og svo ljetu þeir það boð út ganga, að væri skatturinn ekki greiddur þegar í stað, mundu gislarnir verða skotnir. Bændur tíndu til alt það lausafje, sem þeir áttu, alla þá aura, sem þeir höfðu reitt saman roeð siirum sveita, en þeir hrukku ekki nándar nærri fyrir sköttun- um. Og þá voru gislarnir skotnir. Þetta þoldu bændur ekki. Þeir gerðu uppreisn og allir kommún- istar og „kúgunarliðsmenn“, sem ekki gátu forðað sjer á flótta, voru drepnir. Þeir fáu, sem undan komust flýttu sjer til næstu járn- brautarstöðvar, sem er 12 km. frá þorpinu. Þar komst alt í uppnám hjá sovjet-yfirvöldunum. Setulið frá næstu stöðvum yar kallað þangað, og tvær lestir fullar af TÖrturum voru sendar gegn uppreisnarmönnunum, og ennfrem nr var sent þangað herfylki frá Rostov. Uppreisnin var kæfð í blóði. Flestir bændanna voru skotn ir þar sem þeir náðust, en þeir, sem hjeldu lífi voru séndír í út- legð til eyjunnar Solovetzky, sem er utan við Arkangel, eða þá til Síberíu. Það kemur oft fyrir, að þá er bóndi hefir greitt skatt sinn, þá á hann bókstaflega ekkert eftir nema skyrtuna á kroppnum. Jeg nefni hjer eitt dæmi af mörgum: Akime var duglegur og vinnu- samur bóndi og átti hann dálitla jörð í Riazane-sveit. Áður en bols- ar komu til valda var hann vanur því að fara til Rostov og vinna þar daglaunavinnu til þess að afla sjer fjár svo að hann gæti keypt sjer kú og hest. Þegar sovjet fór að hreiðra um sig í Rostov, hafi Akime safnað sjer nógu fje til þess að kaupa kú og hest. Jeg hitti hann þegar hann hafði gert kaupin og komið skepn- unum á járnbraut. Yar hann þá hinn kátasti og hugði gott til fram tíðarinnar. Nokkru seinna kemur hann til mín, mjög illa til reika og bað mig um vinnu. Jeg varð alveg forviða og spurði hvað fyrir hefði komið. Hann svaraði með því að bölva sovjet-stjórninni og kommúnistum niður fyrir allar hellur og öllum áhangendum þeirra. Hann skýrði mjer svo frá því að .þegar hann kom heim og átti nú tvær kýr og tvo hesta, þá var hann talinn „efn- aður bóndi“, og honum var gert að greiða svo háan skatt, að hann varð eigi aðeins að selja allar skepnur sínar, heldur einnig jörð- ina og hiisið, til þess að geta greitt skattinn. Og nú var hann hættur að hugsa um búskap. „Bolsivikkar hafa drepið í mjer löngunina til þess að vera bóndi“, sagði hann. Og svo bætti hann við: „Og það var svo sem ekki nóg að jeg yrði að greiða skatt, heldur var mjer líka gert að skyldu að flytja póstinn, og í miðri viku var mjer máske skipað að aka með einhvern embættismann bolsa 30 til 40 km. Og meðan jeg var a§

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.