Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 4
36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fjölbreytnin, binir sjerstöku hæfi- leikar einstaklinganna, dugnaður og framtak, hafa haft á þrifnað þjóðfjelaganna og framför alla, skulu hverfa úr sögunni, en þróun- in framvegis vera undir hand- leiðslu hinnar alþjóðlegu hjarðar. Þetta er, eins og sýnt er, brot á öllum þróunarlögmálum í þjóð- fjelaginu og náttúrunni yfirleitt. Baráttan fyrir t.ilverunni og nauð- syn hennar á að nokkuru leyti að hverfa úr sögunni. En hiín hefir grundvallarþýðingu fyrir þroska alls sem lifir, og enginn getur gengið á svig við frumlögmál nátt- úrunnar, án þess að honum hefnist fyrir það. Ef slík jöfnun yrði fram kvæmd, myndi hún hafa ennþá al- varlegri afleiðingar fyrir menn- ingar framfarir mannkynsins en jöfnun þjóðernisins. Menn kunna að vilja benda á kommúnista-þjóðfjelagið svonefnda í Rússlandi. En í fyrsta lagi hefir það fyrir löngu horfið frá kom- múnismanum og í öðru lagi eru augljósar mótsagnir milli orða þess og verka, kenningar og fram- kvæmdar. Þó að kenningin afneiti þýðingu einstaklingsins fyrir þró- unina, dýrka og tilbiðja áhangend ur hennar einstaka menn, einkum Marx og Lenin, eins og þeir væru yfirburðamenn, snillingar og um- bótamenn, sem hefðu skapað menn ingu nútímans, og án þeirra væri hún óhugsandi. Og þótt stefnan miði ennfremur að því að stofna alþjóðlegt og einslaga öreiga- heimsríki hafa hinir ýmsu þjóð- flokkar innan takmarka Sovjet- ríkisins fengið víðtæka sjálfstjórn. Lýðveldin í Kákasus hafa á síðari öldum aldrei átt betri daga en nú, að því er snertir frjálsræði þeirra um þjóðlega menningu, og sama er að segja um Ukraine, Hvíta- Rússland og mörg fleiri. Það fer hjer sem oftar, að kenningarnar og kennisetningarnar eru eitt, en lífið og kröfur þess eru annað. Ef vjer viljum draga það sam- an í stuttu máli, sem vjer getum lært af ástandinu í Evrópu, eins og það er nú sem stendur, verður það á þessa leið: Látum oss sameinast um að vinna ósleitilega að friði og vináttu milli þjóða. og stjetta, en vörum oss jafnframt á því að steypa alt í sama móti og stuðla að einræni og fábreytni í mannlífinu. Látum oss ekki gleyma því, að það er margbreytni ljóss og hita, sem gerir tilveruna auðuga og frjó- sama. Umfram alt eigum vjer að muna, að það eru ekki blákaldar kennisetningar, ekki smámunaleg og kaldræn sannindi eða reglur, sem eru skilyrði framfaranna — ]>að er fegurðin, sem á að umskapa lieiminn. -------— RrnarhjðniD ð Höfða. Þau bjuggu í Höfðanum ár eftir ár og einvöld þau drotnuðu þar. Hásæti þeirra var hamarinn grár; þau horfðu í kolbláan mar, er hafaldan æðisleg hamarinn sló, en hvergi hann skelfdist nje bif- aðist þó. Hjer ólu þau börnin sín hugdjörf og hraust, þeim hjeldu ei átthaga bönd. Þau vængjanna neyttu, er nálgað- ist haust og námu sjer ókönnuð lönd. Sem herskáir foreldrar röskuðu ró, þau rændu og herjuðu á landi og sjó. Þau voru af hreysti og hugrekki fræg, þau heiðruðu sjálfsmáttar trú. Þau áttu ei matvina marglitan sæg sem mest virtu stórmenni nú. Aidrei þau heimsótti svanni’ eða sveinn, því sextugan hamarinn kleif ekki neinn. En herskáa drotningin hugdjörf og ung hneig fyrir eitraðri bráð. Nú sá hann það fyrst hversu sorg- in er þung; því sárasta stríðið er háð, er háfleygu vonirnar hníga í dá og horfin er insta og sterkasta þrá. Hann skapstyggur gerðist og eyrði ei eins, við óðalið. Burtu hann fló. Og bændunum vann hann nú meira til meins og morðþyrstur strandhögg ’ann hjó. A herferðum sínum hann veitti ei vægð en varkár hann forðaðist mann- anna slægð. Að morgni á þorra hann flughrað- ur fló að finna sjer einhverja bráð. Hann leitaði víða, loks sá liann við sjó, sauð, er var rekinn á láð. Hann sveimar þar yíir með harð- geðja hug og hættu sjer enga. Þá lækkar hann flug. En sjerhverjum bregður á síðustu stund og svo fór með konunginn hjer. í fvlgsni er skotmaður falinn á grund og flughraða örninn hann sjer. Hann hikaði ekki, en óðara skaut og örninn flaug reikandi, særður á braut. Hægfara sveif ’hann um helkaldan geim en heimförin ,var ekki greið. A langþráða klettinn sinn komst hann þó heim, en kraftarnir þrutu um leið. Hálfbrostnum augum ’hann horfði yfir grund og hafflötinn bláa á síðustu stund. Nákaldan dauðann hann nálgast sig fann, ei neitt við þeim gestinum hraus. Rólega blóðið frá brjósti hans rann á blágrýtisklettinn — og fraus. Hann fullvel það vissi að falla ’ann hlaut nú fann hann sinn þrótt vera að ganga á braut. Miðþorranóttin var draugslega dimm, dapurleg, kaldlynd og löng. In háværa stórhríð var harðtæk og grimm og hafgyðjan náhljóðin söng. En örninn á klettinum örendur lá, með aflvana vængi og lokaða brá. Gunnar Einars,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.