Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 mjer þykir ákaflefra vænt um þau bæði. En satt að segja þá þoli jeg ekki menninguna. Jeg hefi nú í 4 á>‘ reynt að láta mjer nægja þau æfintýí, sem maðnr kemst í með því að vera á sífeldu ferðalagi í litlum vjelbát. En það er mjer ekki nóg. Jeg get ekki þrifist hjer í Ameríku. Hjer halda menn, að Evrópa sje einhver afkimi verald- ar, sem engan varði neitt um, og 1 þeir halda að þeir einir viti alf • * og liafi á rjettu að standa. Og ef maður situr ekki og stendur eins og þejm þóknast, þá er maður vargur í vjeum. Jeg þoli þetta ckki. Út vil jeg. Um leið og jeg er kominn heim, langar nug til að komast eitthvað þangað sein eitt- bvað er gert. Og nú er hann skipstjóri á suð- urpólsskipi Byrds. Hann er líka eini kafari leiðangursins. Hann lærði að kafa meðan liann vSr perluveiðari og síðan í enslca flot- anum. Hann er kominn suður í heimskautsísinn og ætlar að vera þar í tvö ár, til þess að koma sjör út úr sollinum — og hvíla sig! Hjóuaband. Atvinnuleysi í Bandaríkjuni. Nú sem stendur er ógurlegt at- vinnuleysi í Bandaríkjunum, og margar miljónir manna ganga auð- um höndum. Er gert ráð fyrir að þingið láti þetta mál til sín taka og reyni að bæta úr atvinnuskortinum með atvinnubótum. — Efri myndin sýnir atvinnuleysingja, sem hafa safnast saman fyrir utan opinbert matgjafahús. Neðri myndin sýnir kröfugöngu atvinnuleys- ingja í New York. augunum á tollvörðum og lögreglu þjónum. Jeg flutti um borð 5000 riffla, nokkrar miljónir skota og nokkrar vjelbyssur. Það var látið lieita svo, að farmurinn ætti að fara til Argentínu handa veiði- mönnum. Mjer tókst að flytja 4 siíka farma ti! írlands. f hvert skifti varð jeg að leika á þýsku og bresku yfirvöldin og það var „spennandi“ gaman. Þjóðyerjar höfðu ekki leyfi til þess. að senda vopn til írlands. Englendingar höfðu slegið her- skipahring um írland, og jeg þótt- ist viss um það í hverri ferð að verða gripinn. En þegar jeg koin með seinasta farminnT höfðu Bret- ar og írar samið frið og foringj- ar fra bönnuðu mönnum að bera vopn. Þá fór jeg til Ameríku. Þar hitti jeg fulltrúa Chang-Kai-Shek, yfir- herstjóra Kantonhersins. Við átt- um tal saman um hergagnaflutn- ing. En einn góðan veðurdag skifti hann skoðun, eins og kínverskum hershöfðingjum er títt og það varð ekkert úr ráðagerð okkar.----- Blaðamaðurinn, sem átti tal við McGuinness spyr hann nú, hvort hann sje ekki orðinn leiður á þess- um svaðilförum; hvort hann langi ekki til þess að gifta sig og setj- ast í helgan stein. — Jeg er kvæntur; jeg giftist rússneskri stúlku í Vínarborg og við eigum 3 ára gamlan dreng. Og Það var undir vaxandi mána. Þau voru um tvítugt bæði. Þau sátu saman í næði, og sungu fjörug kvæði, —-. í klifinu —■ upp við ána. J klifinu upp við ána, þau urðu blóðrjóð í framan. Kossar og kynlegt gaman. Þau komu sjer dával saman, aí völdum hins vaxandi mána. Hún vefst fyrir unglingum, vörain. Varfærnin brást nú hjá honum. Þeiin fæddist samloka af sonum. Sögunnar framliald að vonum, giftíngin — baslið og börain. Og ástin er einkis virði, ef ekki er matur á borði. Menn lifa’ ekki á eintómu orði. Uppkominn báina-forði dreifist úm fjött og firði. Þaui .sjá hvorkí sól eða mána. A svejtinnii eru þau bæði, þau liggju við ljeleg klæði, og lifa á hundafæði, — í kofa þar upp við ána. Böðvar frá Hnífsdal.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.