Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 4
“28 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Olafur ríkiserfingi Norðmanna trnlofast. Um miðjan janúar fór Ólafur ríkiserfingi Norðmanna til Stokk- hólms, til þess að opinbera trúlo :un sína og Martha prinsessu. — Hún er dóttir Carls prins og Ingeborg prinsessu. Það vakti ’mikla ánægju bæði í Svíþjóð og Noregi, þegar þessi fregn barst út, og þykir það bera ótvíræðan vott umbræðraþel og vináttu þjóðanna, að mægðir skyldi takast milli konungsættanna. Mvndirnar hjer að ofan eru af Ólafi ríkiserfingja og heitmey hans. lagið er hjer dásamlegt, vatnið líka og sandhæðirnar — alt. Þó ætlaði jeg einu sinni að flytj- ast lijeðan. Við fórum til Kali- forníu, eins og ákveðið var og dvöldum þar í níu mánuði. Svo ætluðum við til Ord í Nebraslca og setjast þar að. Við vorum komin á járnbrautahstöðina og fengum þar seinasta póstinn. Þrjú af brjef- unum, sem jeg fjekk þá, voru frá Tryon — frá nokkrum sjúklingum mínum. ,Hvenær komið þjer aft- ur?‘ spurði sá fyrsti. ,Við söknum yðar,‘ sagði annar. og sá þriðji sagði: ,Það getur vel verið, að gott sje að vera í Kaliforníu, en Mc Phersons County hefir meiri þörf fyrir yður en nokkurt annað hjer- að á jarðríki!‘ Við horfðum á brjefin og við horfðum á járnbrautarfarmiðana okkar til Ord. Jeg minkaðist mín fyrir, að hafa nokkru sinni látið mjer detta í hug að fara til Ord. — Getur ekki skeð, að það sje líka þörf fyrir lögfræðing í Try- on? spurði jeg, og maðurinn minn hló. Jeg þurfti ekki að hafa fyrir því að biðja hann að breyta far- miðunum.“ —■------- Fyrsta lækningastofa MeGraw í Tryon var lítill skáli, þar sem áð- ur hafði verið seldur ís. Leigan var 8 dollarar á mánuði. Húsgögn- in voru borðin og stólamir, sem áður voru hafðir handa gestum, sem fengu sjer þar ís. Hún þvoði sjálf gólfið, fægði gluggana og tók til í húsinu á hverjum degi. Fyrsti sjúklingurinn, sem kom, var óðalsbóndi með óþolandi kvalir. „Jeg hafði varla nein læknislyf nje læknísáhöld,“ segir Hrefna, „Lyfja búð var í Stapleton og maðurinn minn var á leiðinni þangað til að sækja meðul. Mjer varð það fyrst fyrir að gefa manninum kvalastill- andi meðal. Honum skánaði þeg- ar, og hann varð svo hrifinn, að hann bauð mjer að aka með sjer í bifreið sinni og fór með mig til allra kunningja sinna í þorpinu. Næsta sunnudag handleggsbrotn aði drengur. Jeg svæfði hann og gerði vel við beinbrotið. Dóttir dómarans fyrverandi datt og rif- braut sig, og það var komið með þana til mín. Og upp frá þessu virtist svo, sem allir vildu leita mín.“ Bkki allir — það voru mæðurn- ar og bömin. Karlmenn höfðu ekk- ert álit á kvenlækni. En þetta sama sumar varð gamall bóndi fyrir því slysi að lenda í sláttu- vjel sinni. Vjelin dró hann langa leið og sláttuhnífarnir skaðskemdu hann. Hrefna var sótt um átján mílna veg — eða öllu heldur veg- leysu. Hún saumaði saman sár mannsins og fjekk til þess enga aðra aðstoð en nágrannabændur gátu látið í tje. Honum batnaði og þessi lækning varð fræg um alt hjeraðið. En þeir, sem elcki treystu kven- lækninum, sögðu: „Bíðið þangað td veturinn kem- ur!“ Veturinn kom — einhver sá allra harðasti, sem þekst hafði þar um slóðir. Og um háveturinn, þeg- ar veðrið ljet sem allra djöfulleg- ast, fæddust átta börn í McPher- sons County. Og eina nótt, í blind- ösku-byl, var hringt til Hrefnu frá bónda, sem átti heima 8 mílur frá Tryon. Kona hans var í barnsnauð og vinnumaður þorði ekki að hætta sjer út í þetta óveður. „Ef þjer getið sent mjer hesta. þ;: skal jeg koma,“ svaraði Hrefna í símann. „Það er enginn vandi að hitta Tryon og svo vona jeg, að hestarnir rati heim.“ Bóndi sendi son sinn með hesta. Hann rromst til Tryon eftir tveggja stunda ferð í ófærðinni, náði í læknirinn, gaf svo hestunum eftir lausan tauminn, og ljet þá ráða ferðinni. Hestarnir rötuðu heim og læknirinn kom nógu snemma á vettvang. Barnið lifði, eins og öll liin börnin, sem fæddust í þessum hríðarbyl. Fyrsta árið dó enginn sjúkling- ur hjá Hrefnu. Hún skoraðist þó aldrei undan að koma, hvenær sem til hennar var leitað, hvernig sem veður var, hvernig sem færi var og liver sem átti í hlut. Menn fundu það því fljótt, að nú höfðu þeir fengið lækni, sem altaf mátti vitja, hvernig sem á stóð, og þótt þeir gætu ekki borgað fyrirhöfn og meðul fyr en einhvern tíma þegar um hægðist. Eftir þennan vetur drógu alíir í McPhersons County taum læknis- ins. Bóndakona nokkur lýsti því fyrir mjer, að hún hefði legið fyr- ir dauðanum. Læknir var sóttur — það var karlmaður — og hann sagði, að hún mundi áreiðanlega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.