Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 2
26 sigrað. Hún hefir brotist áfram í þeim verstn veðrum, sem þar koma, hún hefir ferðast um veg- leysur að náttarþeli langar leiðir og jafnvel þótt öreigar ætti í hlut. Spyrjið nú hvern sem er í þessu hjeraði, bændur og hirðingja, og þeir munu allir brosa og svara, að læknirinn sje ágætur, þótt það sje liona. Og sumir munu bæta við með áherslu, að hún „sje áreiðan- lega besti læknirinn í Nebraska“. Þegar jeg kom til Tryon, var mjer bent á snoturt hvítt hús og sagt, að þar ætti læknirmn heima. Og maðurinn, sem gaf mjer þær upplýsingar, bætti við: „Þjer skul- uð bara fara inn, þótt liún sje ekki við, og láta sem þjer sjeuð heima hjá yður. Húsið er opið.“ Húsið var í útjaðri þorpsins. Hinum megin við það var sand- auðnin, og náði eins langt og auga eygði. Tvö trje stóðu fyrir frani- au húsið, en trje eru sjaldsjeð á þeim slóðum. I þessu liúsi býr lækuirinn og ínaður hennar, Joseph A. McGraw. Hann er lögfræðingur — eini lög- fræðingurinn í þessu lijeraði. Því miður var bann ekki heima, en læknirinn var heima og var að matreiða í eldhúsi. Þar voru gest- lcotnandi uppgjafadómari og dótt- i,- óðalsbónda nokkurs. Það var viðkunnanlegt þarna og dómarinn sagði okkur margar skemtilegar sögur frá „hinutn góðu, gömlu dog- Um‘1. „Einu sinni var læknir hjerna og liann bjó í herbergi uppi yfir danssalnum. Hann svaf þar á gam- alii dýnu úti í horni og var tjaldað fyrir. Einu sinni tók jeg eftir því, að uhdir dýnunni voru járnplötur. — Til hvers hafið þjer þetta járn, læknir, spurði jeg? — Það eru brynvarnir, mælti hann. Þegar piltarnir hjerna niðri fara að skjóta á kvöldin, hlífir þetta mjer fyrir kúlum, sem koma upp í gegn- um loftið. Og þetta Var alveg satt,“ mælti dómarinn og augu hans tindruðu- Svo fór liann í hálfum Idjóðum að segja; mýer frá frú McGraw lækni. • „Hún hefir stáltaugar, sagði haun. „Hún er eini læknir- inn:.í þessu hjeraði. Hjer berast LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frjettir fljótt, og slæmar frjettir hraðast. Hún má ekki láta sjer fatast! Hún hefir engan til að ráðgast um við, þegar hún er í efa um einhvern sjúkdóm. Hún verð- nr sjálf að taka ákvarðanír og henni hefir hepnast vel. Stundum þarf hún að férðast tuttngu míl- ur og hún hefir enga hjúkr- unarkonu sjer til aðstoðar og ekk- ert af þeim útbvinaði, sem læknar í stórborgunum telja nauðsynleg- an. Þetta reynir á taugarnar, en hún hefir stáltaugar. Það getur verið, að jeg sje ekki óhlutdræg- ur dómari,“ mælti iiann að lok- um, „því að hún bjargaði einu sinni lífi drengsins míns.“ Læknirinn kom inn í þessu. „Þakka yður fyrir,“ mælti hún og brosti. „Einu sinni — og það er ekki mjög iangt síðan — var hið eina, sem hjelt mjer uppi, vonin um það, að einhvern tíma mundi eihhver segja það sama og þjer sögðuð nú — og svo heilræði nokkurt." „Hvaða heilræði var það?“ spurði jeg. „Hælið þeim, sem vel gengur vegna hjálpar og uppörfunar vina sinna; en sá einn er hrósverður, sem sigur viniiur, þótt alt sje hon- um öndvert,“ mælti hún. Hún stóð fyrir framan mig, grannvaxin og livít fyrir hærum og er hún þó ekki nema um fert- ugt. Frá barnæsku hefir hún háð harða baráttu og þess sjást merki á henni. „Jeg las þetta heilræði einu smni á brjefspjaldi í biblíubúðar- glugga í Lineoln. Jeg var fjelaus, svöng, köld og örvílnuð. Jeg hafði ekki efni á að kaupa brjefspjaldið, en jeg lærði heilræðið.“----- Hún er fædd á íslandi og var sjöunda barnið í röðinni. Þegar hún var fimm ára fóru foreldrar hennar til Kanada. Viku eftir að þau komu þangað, dó faðir henn- ar. Móðirin fór með sjö börnin sín ti! Winnipeg. Þar átti hún ein- hverja kunningja. Þar misti hún alt hið litla, sem hún átti, í ó- heppilegu gróðabragði. Svo henti hana það slys, að hún datt á svelli og slasaðist svo, að hún gat ekkert unnið. Það var ekla um annað að gera en að reyna að koma börnunum fyrir og senda þau sitt í liverja áttina. Og Hrefna litla lenti hjá enskum lögfræðingi. „Enginn enskur maður getur borið fram skírnarnafn mitt,“ seg- ir hún, „og þess vegna var jeg kölluð Harriet og svo tók jeg mjer það nafn, er jeg þroskaðist.“ Lögmaðurinn, sem liún fór til, ætlaði að ala hana upp, en liann skildi ekki Islendingseðlið í henni. Það er víkingablóð í æðum henn- ar, og hún þoldi það ekki, að vera kölluð „veslings einstæðingur". Og þótt hún væri lítil, fann hún, að farið var með sig sein ambátthr- barn. Snemma morguns var það svo einu sinni, að hún batt alla leppa sína í böggul, hljóp á brott og heim til móður sinnar. Móðir hennar' gat ekki alið önn f.vrir henni og sendi hana til frænku sinnar í Norður-Dakota. Allur farangur hennar var í mal- poka, en hann týndist á leiðinni. Kom hún því til Bandaríkjanna sJypp og snauð, átti ekkert annað en fötin, sem hún stóð í. Um sum- arið var hún hjá frænku sinni, en íslensk hjón, sem kendu í brjósti uin hana, tóku hana að sjer um haustið og var hún hjá þeim um veturinn. Um vorið var hún svo send til eldri systur sinnar, sem var í Winnipeg og hafði þar at- vinnu. Hún var þá sjö ára og komst þar að sem ljettastúlka á ensku heimili, og þannig hafði hún ofan af fyrir sjer, þangað til hún var ellefu ára. Fjórar systur hennar tóku sig saman og fóru til Sioux Falls í Norður-Dakota og stofnuðu þar þvottahiis. Hrefna fór með þeim og henni var fenginn þvottabali og við hann stóð hún dag eftir dag í tvö eða þrjú ár, með sífeld- an þreytuverk í bakinu og of- þreytt. Þá var það, að konsúll • Dana tók hana að sjer. Hann kendi henni dönsku á kvöldin heima hjá sjer og las með henni dönsku biblí- una. Hann kom henni í alþýðu- skóla og hann talaði við hana um guð og menn, sem prjedikuðu fagnaðarboðskapinn í fjarlægum löndum. Hann sagði henni frá trú- arhetjum og píslarvottum, svo að víkingablóðið tók að ólga í æðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.