Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 8
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Minning- Amundsens. Myndin er tekin á Karl Johans-götu í Osló klukkan 12 á hádegi þann dag, er minningarathöfnin um Amundsen fór fram. 011 umferð er stöðvuð á götunum og tveggja mínútna þögn. Smælki. Fimm punda seðlaar. Allir, sem dvalið hafa í Englandi, munu hafa rekið sig á hvílík vandræði það eru ef menn hafa ekki annað en fimm punda seðil til að borga með í búð. Það er sem sje . algerlega undir kaupmanni komið hvort hann vill taka seðilinn gildan sem borgun. Það gilda nefnilega alveg sjerstök lög í Englandi um hina hvítu 5 punda seðla. Enginn kaup maður er skyldur til þess að taka þá sem borgun fyrir vörur, sem hann afhendir í biið slnni' en sendi hann reikning fyrir vörur, er hann skyldur til að taka við 5 punda seðlum. Ástæðfti til þessa er sú, að taki hann við seðli í búð sinni fyrir vörur, og seðillinn er falsk- ur, þá situr kaupmaður uppi með hann, en sje reikningur greiddur með 6 punda seðli og hann reynist falskur, þá á kaup- maður óskertan kröfurjett sinn á hendur skuldunaut. Annars er ætl- ast til þess í lögunum að hver mað ur framselji 5 punda seðla eins og víxil, með því að skrifa nafn sitt aftan á þá, en þessum (ákvæðum hefir ekki verið fylgt. — Þegar 5 punda seðill er sendur í pósti er það gert á þann einkennilega hátt, að seðillinn er rifinn sundur í miðju og hvor hluti látinn fara í sjerstakt umslag, og svo eru þessi brjef send sitt með hvorum pósti. Er þetta talið besta ráðið til að koma í veg fyrir að stolið sje úr pósti, því að enginn hefir gagn af hálfum seðli. Viðtakandi einn hef- ir gagn af seðlinum, þegar hann hefir fengið báða hluta hans, því að sundur rifinn seðill er jafn gildur og heill seðill. Saklaus í fangelsi í 22 áj*. Kona er nefnd Nellie Pope. Hún var gift tannlækni í Detroit. En svo var læknirinn myrtur, og hún var kærð fyrir að hafa myrt hann. Þá var hún 38 ára að aldri. Að- stoðármaður tannlæknisins, Willi- am Brusseau, var grunaður um að vera í vitorði með henni, en hann var sýknaður. Frú Pope var aftur á móti dæmd í æfilangt fangelsi. Þegar hún hafði verið í fangelsinu í 22 ár, var hún látin laus í viður- kenningarskyni fyrir það, hvað lnin hefði hegðað sjer þar vel, en daglega varð hún að koma á skrif- stofu lögreglunnar. Hún reyndi nú að fá málið tekið upp að nvju, en það fekst ekki, og liðu þannig 11 ár, og nú er frú Pope orðin 71 árs að aldri. Fyrir skemstu andaðist William Brusseau. Á banasænginni lýsti hann yfir því í votta viðurvist, að hann hefði myrt tannlæknirinn, en frú Pope væri algerlega sak- laus. Hann kvaðst hafa gert þetta í hefndarskyni fyrir það, að frú Pope vildi ekki þýðast sig, þrátt fyrír mikla eftirgangsmuni. Þegar þessi játning var fengin, var gefið út sýknunarbrjef frú Pope, og ætlar hún nú að hefja skaðabótamál á hendur hinu opin- bera fyrir meðferðina á sjer. Hjá sóttarsæng. 1. læknir: Jeg álít, kæri kollega, að við ættum að gera smáskurð á sjúklingnum. 2. læknir: Jeg álít að við eigum að gera stóran. skurð — hann ér miljónamæringur. I þýskri bókmentasögu er skýrt frá því, að í Þýskalandi sje 28.000 rithöfundar, sem hafa ritstörf að einkaatvinnu. Skákþrantir. 27. Eftir Hannes Hafstein. Hvítt leikur og mátar í 3. leik. Lausin á skákþraut 26: 1. Rb 3—d 4 2. Hf 8—e 8 3. He 8—e 4 1....... 2. Hf 8—f 4 3. Bb 4—d 6 Ke 5 x d 4 eitthvað mát. e 4—e 3 Ke 5 x f 4 mát, í*»fold*rprent»«niflj* h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.