Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 5
LESJ3ÓK MORGUNBLAÐSINS 13 konungur Ðenediktsson. Orðvald er diánarheims dýrasta snilld; hún dregur sinn knör, fyrir utan fylgd, á Ginnungasæinn svarta. En list heimtar trú, gegnum stjarnanna storm, og styrk sinna drauma um himneskt form. Við fallandi engil, við freistandi orm þarf fyrirgefning og hjarta. Aldrei fannst mál fyrir myrkari harm — nje mæddi sjálfdæmi harðar neinn barm. Hans sál leit ei sólina bjarta. Af þrúguvið batt hann sjer þyrnikrans, þegninn guðs og konungur lands. Vínhelið ríkti á valdstól þess manns, sem var eftir drottins hjarta. Hvað skín yfir sofandi barnsins brá, hvað birta oss draumar, sýn og spá um líf allra stjörnulanda? Mun jarðskólinn storkna við reglu og rit, þar raunheimur skerðir sitt eigið vit? — Vjer finnum aðeins sem fjarlægan þyt af flugtökum hærri anda. Ljóð er það eina sem lifir alt; hitt líður og týnist þúsundfalt — uns Hel á vorn heim að svæfa. Orð eru dýr, þessi andans fræ, útsáin, dreifð fyrir himnablæ, sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ, um sólaldir jarðneskra æfa. Þá hágöfgast maður í menningar heim, er manið, frjáls, býður eining af tveim, signd við þann sið er vjer tókum. Útvaldi söngvarinn saltarans sinnti ei glaplögum Edenbanns. Sjálfsköpuð þján, bæði þjóðar og manns, skal þurkast úr lífsins bókum. í því efni vísa její mönnum til landafræði Bjarna Sæmundssonar — en mun aðallefra drepa á nokk- ur atriði í þjóðfjelagsskipulagi, og annað, sem snertir atburði þá, er jeg mun ef til vill skýra frá síðar. Einnig mun jeg nota tækifærið til að greina frá ýmsum J)eim áhrif- um, sem viðkynningin við sviss- nesku Jijóðina hefir haft á mig. Sviss er aðeins % af stærð ís- lands en hefir 3.886.000 íbúa. Yfir suður hluta Jiess liggja svissnesku Alparnir, sem byrja sunnan við austurenda Genfervatns og breikka eftir Jiví sem austar dregur. Fram- liald þeirra að austan eru austur- rísku Al|)arnir og Tyrolfjöllin. Að vestan taka v ð af Jjeim frönsku Alparnir, sem liggja beint í suður á landamærum Frakklands og ítahu, næstum suður að Miðjarðar hafi. A takmörkum Frakklands og Sviss liggja Júrafjöllin, vestan að Genfervatn og Neuehatelvatn, á ská í norðaustur. Alt landið er mjiig mishæðótt, í norðvesturhluta ]>ess er lítið um há fjöll, en lands- lagið er eigi að síður breytilegt og fagurt, mörg stór og smá vötrt prýða vel ræktað landið, og augað J)reytist ekki á að horfa og dáðst að umhverfinu. En tilfinningin um hið háa og tignarlega gerir sín fyrst vart, er nær dregur Alpa- fjöllunum. Þannig er hjeraðið kringum Interlaken nafnkent fyr- ir sitt stórkostlega fagra útsýni. Interlaken er lítill bair (3600 íbúa) á milli tveggja vatna í miðhluta Sviss, og stendur beint á móti hinni alþektu „Jungfrau“, sem er yfir 4000 metra há. Þangað koma þúsundir útlendinga til að njóta hinnar dásamlegu náttúrufegurð- ar, sem ekki er svo ljett að gleyma. Sviss er skift í fylki eða „Kan- tónur“, 22 að tölu. A tíð róm- verska keisaradæmisins var það bygt af keltneskum J)jóðflokki, sem Helvetar nefndust. Snemma á .13. öld koinst það undir yfirráð þýska keisaradæmisins. ■ Umboðs- menn keisaranna beittu íbúana hóf lausri harðstjórn og rangsleitni, og risu J)eir hvað eftir annað upp gegn harðstjórunum, eins og sagan um Vilhjálm Tell sýnir, þeim er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.